9.6.2007 | 00:14
Fyrsti dagurinn...
...minn sem forstöðukona er að baki og hann gekk vonum framar. Fólkið mitt allt stóð sig líka frábærlega og dagurinn gekk mjög vel. Börnin fóru ánægð að sofa. Maturinn hérna er ávalt eins og hefur ekkert breyst í 100 ár og þá er nú eins gott að það er til hráefni í pizzabrauð. Það er nú reyndar ekki mjög flókin matseld og hefur verið viðhöfð hérna síðan árið 1999. Gaman að segja frá því að ráðskonan sem var með okkur sumarið 1999 er ráðskona núna og henni finnst mjög fyndið að sjá að ég hef ekkert breyst á öllum þessum árum.
Það er vika í útskriftina mína. Fjölskyldugestir verða um 30 og við mamma erum í sameiningu að bjóða þeim en aðallega þó hún. Það minnir mig á að ég þarf að hringja í frænkur mínar á morgun
Ég lét uppáhaldsverslunarstjórann minn vita um daginn að ég vildi koma aftur í vinnu hjá honum í haust, nema bara í annarri deild. Og líklega fæ eg það sem ég vil - enda fæ ég það yfirleitt alltaf.
Annars þarf ég að fara að fara að hvíla mig. Ætla að kíkja á næturvaktina og athuga hvort ekki sé allt í góðu og fara svo að sofa. Sem forstöðukona þarf ég að vera með biblíulestur kl. 10 í fyrramálið. Það verður spennandi að sjá hvernig hann fer Vonandi bara vel. Svo er stefnan sett á gönguferð og allt gert til að þreyta börnin.
Góða nótt.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.