draumaprinsinn?

Viðburðarríkur dagur að baki! Fékk heimsókn í dag frá Hlín vinkonu og það var ótrúlega gaman. Gott að hafa einhvern til að tala við - þótt það sé ekki nema tveir og hálfur tími. Í kvöld fór ég svo á slysadeildina á Akranesi með sjúkrabíl. Ég var nú ekkert slösuð heldur var ég að fylgja einu barni þangað. Það gekk mjög vel og stelpan bara hress. Ég var á slysó í næstum því þrjá tíma og missti af bænaherbergi og náttfatapartýi. Ég græt það nú ekkert rosalega, verð að viðurkenna það. 

Sólin hefur heldur betur heilsað upp á okkur undanfarna daga. ég er búin að taka þvílíkan lit og hlakka til að fara í outfittið sem ætlað er brúðkaupinu hennar Hlínar því það fer örugglega mjög vel við brúnan líkama minn :)  

Ég er búin að ætla að blogga í marga daga um eitthvað geðveikt merkilegt en man ekkert hvað það er. Ég kom með þá kenningu um daginn að heilinn í mér væri laus. Ég þurfti eitthvað að hoppa og fannst heilinn skoppast til... Er viss um að hann sé laus inni í hausnum.

Þurý, konan hans Hafsteins formanns Ölversstjórnarinnar, er búin að finna handa mér framtíðarmanninn. Sonur hennar er 15 ára - á leið í 10. bekk og henni finnst alveg tilvalið að ég giftist honum bara. Ég á að berja úr honum gelgjuna - herbergið hans er bleikara en öll bleik stelpuherbergi sem ég hef séð um ævina og hann valdi litinn sjálfur. Ætli hann sé draumaprinsinn? Ég efast nú satt að segja um það..  Hann er enn ekki fundinn.. og leit stendur yfir að honum.. samt engin brjáluð leit - en það má alltaf líta í kringum sig :)

Ég er með geðveikan húmor!! En Írena Rut er ekki sammála mér :) En mér finnst ég ógeðslega fyndin :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi draumaprins þinn er hommi... nei djók

Bjarni (IP-tala skráð) 23.7.2006 kl. 17:20

2 identicon

ég þekki bara einn draumaprins og það er sá sem að Stuðmenn syngja um;)

ásta (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 20:03

3 identicon

mér finnst þú ýkt fyndin og rosa gaman að lesa bloggið þitt. Keep up the good work súkkulaðigella ;)

Linda (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 20:24

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Heitar Lummur syngja lagið líka og þar er í fyrri partinum Benóný og í seinni hlutanum er Benjamín.. erfitt að vera svona óákveðinn :)

Takk Linda :)

Þjóðarblómið, 24.7.2006 kl. 21:37

5 identicon

upphaflega var textinn bara um Benóný en Ragga Gísla ruglaðist e-h tímann og þá var það byrjað að syngja bæði um Benóný og Benjamín. Hún sagði frá þessu í viðtali um daginn. En ef að þú lest textann yfir þá er bara talað um draumaprinsinn Benóný;) Benónýinn minn

ásta (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 00:02

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Ok.. ég hef ekki lesið textann, bara hlustað á lagið. Auðvitað er það þinn Benóný sem er draumaprins - enda er hann sætastur í heimi :)

Þjóðarblómið, 25.7.2006 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband