Tímamót

Ég náði aðferðafræðinni með 6,5! Það er hækkun um 2,5 síðan ég tók prófið síðast! Ég er svo ánægð og það besta er að þetta þýðir að ég útskrifast eftir 12 daga!! Eftir 12 daga verð ég grunnskólakennari!! Ég er að verða svo fullorðin!En þetta er ekki það eina merkilega sem er að gerast í lífinu mínu. Ó nei! Ég verð forstöðukona í Ölveri í fyrsta flokknum og jafnvel í öðrum flokk líka!! Ég er orðin ótrúlega spennt fyrir því! Ég held ég sé fullfær um að sinna þessu starfi og ætla mér að gera það vel!

Á morgun er síðasti dagurinn minn í bili í Húsasmiðjunni. Ég kveð með söknuði en veit þó að ég mun snúa aftur eftir fjórar vikur í tvær vikur og síðasti vinnudagurinn minn er 20. júlí. Ég er samt mikið að spá í að sækja aftur um vinnu í Húsasmiðjunni minni í haust og fá að fara í einhverja aðra deild. Er jafnvel að hugsa um að leggja pípudeildina fyrir mig!! LoL Mig langar svo innilega ekki að hætta. Er að spá í að tala við verslunarstjórann minn á morgun. Ef þið vissuð það ekki þá elska ég þann mann! Hann er einn mesti snillingur sem ég veit um og ég dýrka hann! Smile Á miðvikudaginn flyt ég upp í Ölver, með viðkomu í Keflavíkinni. Ég kem þó aftur heim á fimmtudagskvöldið því ég ætla að fylgja flokknum sjálf upp í Ölver á föstudaginn.

Að öðru leyti er fátt að frétta. Ég er enn ekki komin með vinnu fyrir haustið en á von á að úr því rætist áður en langt um líður. Í versta falli þarf ég að byrja að sækja um vinnur þegar ég kem heim 20. ágúst en græði þá smá sumarfrí eftir törnina. Ég er ekkert að stressa mig á þessu og held að nokkrir aukadagar í frí verði bara kærkomnir eftir unglingaflokkinn sem er alltaf erfiður, sérstaklega upp á þreytu að gera.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

innilega til hamingju Þóra KENNARI og FORSTÖÐUKONA.. geggjað alveg hreint

Svava ölverspæja (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:57

2 identicon

Til hamingju með þetta. Ég vissi að þú ættir ekkert að vera að efast svona :)

Guðmundur Karl (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 23:23

3 Smámynd: Þorgeir Arason

Innilega til hamingju með þetta. Gætir þú semsagt orðið fyrsti grunnskólakennarinn til að starfa í pípudeild Húsasmiðjunnar?

Þorgeir Arason, 5.6.2007 kl. 09:23

4 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Bíddu...............nú er ég ekki alveg að fylgjast með!
Hvað varð um leikskólann? Ég hélt þú værir að fara þangað í haust. Er ég alveg out??
En til hamingju enn og aftur með að hafa náð......þú ert klárlega algjör snillingur!! Hlakka ýkt til að koma í veislu.......úje :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 5.6.2007 kl. 16:48

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Svava og Gummi: Takk fyrir! Ég er að rifna úr monti, en þó aðallega yfir að hafa náð aðferðafræðinni.

Þorgeir: Ég veit ekki alveg hvað verður með það en það gæti þó verið

Tinna Rós: Sko, leikskólinn hefur enn ekki gefið neitt svar yfir því hvort þau vilji fá mig eða ekki þannig að þangað til annað kemur í ljós er ég atvinnulaus í haust. Veislan verður æðis, hlakka ýkt til

Þjóðarblómið, 5.6.2007 kl. 18:57

6 Smámynd: Guðrún

TIL HAMINGJU!!! Ég vissi að þú gætir þetta, snillingurinn þinn! Knúúúús!

Guðrún , 5.6.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband