20.7.2006 | 02:10
brunarústir
Sólin heiðraði okkur heldur betur með nærveru sinni í dag!! Ég var í gönguferðarfríi í dag og lét renna í pottinn fyrir mig. Sat þar ein í góðan hálftíma og naut sólarinnar. Guðbjörg ráðskona kom svo til mín og Írena líka.. en hún kom samt ekki ofan í. Sem var kannski eins gott því ísbíllinn mætti á svæðið og hún þurfti að taka á móti ísnum. Við Guðbjörg fengum svo ís í pottinn :) mmmm twister er bestur! Ég var búin í fríinu kl. 3 og fór þá á móti stelpunum í gönguferðinni og mætti þeim á miðri leið og gekk bara til baka með fyrsta hollinu. Við tók tími sólbaða og enn meiri sólbaða.. enda ber ég þess merki að hafa verið mikið í sólinni í dag. Ég er brunnin á nebbanum og í kinnunum, á bringunni og aðeins á öxlunum. Það verður orðið ágætt á morgun því þá tekur við meira sólbað :)
Ég var með linsur í dag til að fá ekki gleraugnafar.. það er mest nördalegt í heimi - það er nú samt ekkert svo merkilegt.. er alveg með þær stundum.. nema hvað að þegar ég er að taka þær úr rifnar linsan sem er í vinstra auganu og annar helmingur hennar er ENNÞÁ inni í auganu og böggar mig ekkert lítið!! *pirr* og ég næ henni ekki.. Mig svíður í augað og þetta er ekki gott.
Ljóta verslunarmannahelgi!! Alveg bögg - ég veit ekkert hvað eg á að gera!! Enda örugglega á því að gera ekki rass í bala!! en það verður bara að koma í ljós...
Ætla að fara að koma mér í svefninn.. allar stelpurnar löngu sofnaðar.. ég er á næturvakt.. en maður hangir endalaust í tölvunni. En ef ég hefði hana ekki væri ég samt pottþétt enn vakadi - bara með bók í hönd..
Meginflokkur: Ölver | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:20 | Facebook
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ahhh scary...verslunarmannahelgin er eftir 2 vikur eda svo...
Timinn er farinn ad lida alltof hratt fyrir minn smekk!
Dagný Guðmundsdóttir, 20.7.2006 kl. 04:21
GALTARLÆKJARSKÓGUR ER MÁLIÐ Í ÁR!!!
ásta (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 18:47
hvernig í ósköpunum fórstu að því að rífa linsuna þegar hún var í auganu? hahahahahahahahaha :p kjáni ;D
Guðbjörg Þórunn, 20.7.2006 kl. 19:24
Guðbjörg, ég hef verið með linsur ellefu árum lengur en þú og það er bara ekkert mál.. annað sinn sem þetta gerist fyrir mig.. og núna er ég með eina og hálfa linsu í vinstra auganu. Alveg eins og það er ekkert mál að rífa þ´r þegar þú tekur þær upp úr boxinu..
Þjóðarblómið, 20.7.2006 kl. 19:55
Ég HATA að brenna! En ég held að það komi ekki til með að gerast í sumar ;)
Versló? Ég veit ekki hvað ég geri þá helgi :/
Bjarni (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 20:42
já það er ekkert mál að rífa þær þegar þær eru í boxinu :p
Guðbjörg Þórunn, 21.7.2006 kl. 09:36
Það hefur mér aldrei tekist held ég.. ég lokaði augnlokinu svo fast á móti og þess vegna rifnaði hún.. átak á báða bóga :) enda frekar auðvelt að rífa þetta dót! :-/
Þjóðarblómið, 21.7.2006 kl. 16:11
Aldrei prófað að rífa linsu... held ég hafi ekki einu sinni snert svona fyrirbæri magnað.. .sjáumst á eftir
Hlínza (IP-tala skráð) 22.7.2006 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.