31.5.2007 | 21:57
Vorvindar glaðir
Ég er enn ekki komin með allar einkunnirnar mínar og veit því ekki enn hvort ég útskriftist eða ekki. Þetta fer að verða soldið þreytt, ég er orðin mjög óþolinmóð á að bíða svona endalaust. En núna eru bara tvær einkunnir eftir, aðferðafræðidraslið og aukaritgerðin sem ég þurfti að gera. Meðaleinkunnin fyrir þessa önn (með þeim einkunnum sem eru komnar núna) er 8,0 en aðeins lægri ef allar einkunnirnar eru taldar með.
Ég á þrjá vinnudaga eftir áður en ég fer upp í Ölver í fyrstu vinnutörnina mína þar. Ég verð mjög fegin að komast aðeins frá Húsasmiðjunni og fá smá fjarlægð. Einhverjir skilja þetta en aðrir ekki og þannig verður það bara
Á miðvikudaginn flyt eg upp í Ölver en fyrsti flokkurinn byrjar á föstudaginn næsta, þann 8. júní. Ég er búin að redda mér fríi helgina sem útskriftin er og hvort sem ég útskrifast eða ekki þá ætla ég að mæta til að horfa á Andreu útskrifast ef mér tekst það ekki.
Ég er ofsalega þreytt þessa dagana og geri fátt annað en að vinna og vera heima hjá mér. Fór reyndar á djammið síðustu helgi með Timbursölunni og það var ágætt. Fullmikið drama fyrir minn smekk en úr því hefur ræst núna. Varð líka fyrir andlegu áfalli sem eg jafna mig aldrei á.
House er að byrja! Ætla að horfa á hann, éta ís og fara svo að sofa.
Hvað er málið með þetta asnalega veður á þessu landi? Ógeðslega kalt og mikið rok alltaf hreint!!
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hey! thanks for the birthday greetings!
marisa (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 11:00
ÉTA ÍS........ha.....what.......ha.......bíddu.......vóóóóó.......hverju missti ég eiginlega af??
Mikið gleður það samt mitt litla hjarta að þú ætlir að borða ís. Ég er svo stolt :)
Hehe, drama er gott í hófi........:)
Tinna Rós Steinsdóttir, 1.6.2007 kl. 11:11
msn við fyrsta tækifæri og útskýrðu andlegt áfall takk
ásta (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 11:51
Drama er verkfæri djöfulsins
Ó hvílík pína þess að vera kona, drama kemur sem rigningarský á heiðum himni, að öllum óvörum að hætti íslensks veðurfars!
Hættu að væla beibí! Þú útskrifast! :)
María (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.