18.7.2006 | 23:53
aðhlátursefni
Þvílíkir leiksigrar sem ég vann í gær! Ég hef ekki leikið í leikritum á veislukvöldum síðan 2000 ef frá er talið leikritið þar sem ég stóð uppi á borði í bikiníinu einu fata og ætlaði að synda í tjörninni - en það reyndar átti sér stað alveg 8 sinnum í fyrrasumar. En í gær lék ég í öllum atriðunum, svei mér þá, við mikla kátínu stelpnanna. Þetta var mjög gaman þótt ég vildi helst sleppa við allt svona. En það er ágætt að missa sig alveg í gleðinni eitt og eitt kvöld.
Ég fór með rútunni í morgun og stoppaði alveg heila þrjá tíma í bænum. Þeir reyndar fóru ekki alveg í súginn - foreldrar Magneu skutluðu mér heim og ég fór í sturtu, henti mygluðu mjólkinni og lagði mig smá yfir Cinderella Story. Mamma kom svo heim og við fórum saman á Kentucky í Skeifunni og vesenuðumst aðeins saman - ég keypti linsur og kók og eitthvað. Það var ótrúlega gott að hitta mömmu - frábært að hún skyldi þurfa að vera í bænum akkúrat í dag :) Mamma skutlaði mér svo á Holtaveginn og þar hitti ég Gulluna mína! Það var æði! Þessi vika verður snilld - vantar bara að Iðunn sé hérna og þá værum við allar sameinaðar síðan í fyrra :)
Lífið hérna er svo takmarkað að ég hef eiginlega bara ekkert að skrifa um. Forstöðukonan sem var hérna í síðasta flokki var æðisleg! Ég er svo ánægð með hana og hvernig hún stjórnaði hlutunum hérna. Hún er kennari og örugglega alveg frábær sem slíkur. Svona langar mig að verða - geðveikur kennari sem virðing er borin fyrir.
Írena Rut kom hlæjandi inn í herbergið mitt og kallaði mig nörda og síðan hló hún ennþá meira þegar hún sá undirhökuna mína. Hún sagði að ég væri með feita undirhöku!! Það er bara eitthvað alltaf verið að hlæja að mér.. skil ekkert í þessu. Gott að geta skemmt öðrum og hafa þar með einhvern tilgang í þessum heimi :)
Meginflokkur: Ölver | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 20.7.2006 kl. 02:21 | Facebook
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dagarnir hjá mér hafa verið heldur betur tilbreytingasnauðir :(
Bjarni (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 17:58
Það gerist nú ekkert merkilegt hérna.. ekki þannig... dagarnir eru flestir eins.. en stundum kemur sólin og gleður okkar litla hjarta :)
Þjóðarblómið, 19.7.2006 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.