15.7.2006 | 20:47
Sambúðarslit
Mér finnst vera að mér vegið hér í Ölveri og því fór ég fram á sambúðarslit. Það er sem sagt sambúð mín og Írenu sem ég fór fram á að yrði slitið vegna þess að hún er farin að vera ýkt vond við mig. Hún er það samt ekkert í alvörunni - hún er bara að stríða mér. Sambúðinni var slitið í nótt - hún fór á Akranes í frí og mér leiddist ýkt mikið þegar ég var að fara að sofa. Enginn til að tala við og enginn til að eiga síðasta orðið við. En hún stytti mér stundir með því að senda mér sms rétt áður en við fórum að sofa hvor á sínum staðnum. Ég reyndar svaf í alla nótt sem hefur ekki gerst í fáránlega langan tíma - en ég vil nú ekki skrifa það á að hún var ekki hjá mér. Ég er greinilega bara orðin nógu þreytt núna. Ég dró til baka ósk mína um sambúðarslit og fékk það alveg í gegn... Enda hefði ég sennilega þurft að sofa úti á Axelsverkstæði ef ég hefði í alvöru viljað það. Ég reyndar þarf að sofa niðri í Birkiveri í nótt því ég er á næturvakt og ég veit ekki hvort Írena komi uppeftir í kvöld eða á morgun. En við verðum sameinaðar á ný annað kvöld hvort sem hún kemur uppeftir í kvöld eða á morgun.
Annars gengur bara allt sinn vanagang. Ég er búin að vera alveg viss um það í allan dag að það sé föstudagur en ekki laugardagur og varð mjög glöð þegar ég fattaði að við eigum bara tvo daga eftir af þessum flokki en ekki þrjá eins og ég hélt. Á eftir er náttfatapartý sem verður án efa mjög skemmtilegt. Í kvöld er svo önnur næturvaktin mín í þessum flokki og þær verða vonandi mjög fljótar að sofna.
Af því að ég get bloggað eins og ég vil núna hef ég akkúrat ekkert merkilegt að segja. Á þriðjudaginn kemur nýr flokkur og það gæti verið að ég þyrfti að fara í bæinn með rútunni og uppeftir aftur. Þá verð ég bíllaus og það er bara eitt af því sem ég kann ekki í Reykjavík. Það er ekkert mál í Keflavík en aðeins meira mál fyrir mig - Keflvíkinginn - í borginni.
Mamma og pabbi, ég veit þið lesið þetta. Þegar þið farið heim til mín og sækið póstinn minn, viljið þið þá henda mjólkinni úr ísskápnum? Ég nefnilega steingleymdi því áður en ég fór :-/ Póstkassalykillinn er í bókahillunni - næstefstu eða efstu hillunni :)
Ætla að láta þetta gott heita og drekka kókið mitt :)
Meginflokkur: Ölver | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 20.7.2006 kl. 02:21 | Facebook
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mamma og pabbi Þóru ekki henda mjólkinni :p langar að heyra viðbrögðin hjá Þóru þegar hún þarf að henda aldar gamalli mjólk :p haha.
mér finnst þessi náttföt þín dásamleg, endalaust svöl (H)
Guðbjörg Þórunn, 16.7.2006 kl. 01:56
oh það er endalaus snilld að þú´sért með internet...ég þaarf bara að þjálfa mig í það að kíkja á bloggið þitt allavega einu sinni á dag þar sem það var kraftaverk áður fyrr ef það var komin inn færsla! hehe
Dagný Guðmundsdóttir, 16.7.2006 kl. 02:30
Mamma og pabbi: ekki hlusta á Guðbjörgu... það er ekki vinsælt.. held reyndar að þau kíki ekki á kommentin.. eru ekki farin að fatta svo langt :)
Ég elska internetið.. en má ekki tapa mér ígleðinni :)
Þjóðarblómið, 16.7.2006 kl. 02:33
Guðbjörg: eg var í þeim áðan og vek alltaf jafn mikla lukku :)
Þjóðarblómið, 16.7.2006 kl. 02:33
en GULU buxurnar? eru þær ekki að gera sig? er ég kannski bara sú eina sem spái í þeim?
Guðbjörg Þórunn, 16.7.2006 kl. 02:51
já ég veit hvernig það er að sofa einn í Klettaveri og engin Írena! ... en Írena er herbergisfélaginn minn ekki gleyma því! ... veit ekki hvort ég höndla að vera með einhverjum öðrum í herbergi þegar ég kem ;)...
Iðunn Ása (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 16:20
Ó nei Iðunn!! She's mine for the summer!!!!Ég ætla sko ekki að láta hana af hendi!!
Þjóðarblómið, 16.7.2006 kl. 19:14
er ekki kominn tími á blogg?
Guðbjörg Þórunn, 18.7.2006 kl. 16:01
Æ já, þetta er allt að gerast :) skal blogga í dag eða kvöld... :)
Þjóðarblómið, 18.7.2006 kl. 16:12
ok :p bíð spennt :D þú ert nú komin með netið uppeftir og ert stundum í fríi svo það ætti ekki að vera mikið mál að blogga ;p
Guðbjörg Þórunn, 18.7.2006 kl. 16:15
maður er nú þreyttur í þessu starfi mínu.. :) en það kemur við tækifæri :)
Þjóðarblómið, 18.7.2006 kl. 16:36
ég bíð þá lengur :p
Guðbjörg Þórunn, 18.7.2006 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.