14.7.2006 | 15:21
nútímavæðing
Flokkurinn gengur ágætlega, það eru 33 stelpur hérna, tvö börn forstöðukonu og tveir matvinnungar. Mér líkar það reyndar mjög vel. Það er ótrúlega gaman að sjá 13 og 15 ára stelpur sem voru fyrsta sumarið mitt 1999 koma hingað og vera orðnar starfsmenn. Mér finnst það frábært. Önnur þeirra var að verða 6 ára þegar hún kom fyrst og hún er matvinnungur núna og stendur sig frábærlega.
Þetta net er dintóttara en andskotinn, svei mér þá. Það dettur inn þegar því hentar og er bara með endalaus leiðindi. Ég komst inn í svona fimm mínútur í hádeginu en síðan ekki söguna meir. Alveg böggandi dót. Náði náttúrulega ekki að henda inn hluta af þessari færslu á þessum mínútum sem ég datt inn í hádeginu. Vona að þetta gerist bráðum. Það er gaman að geta bloggað án þess að þurfa að keyra í tíu mínútur til þess. Ekki það að ég hafi margt að segja en hey maður verður að láta heiminn vita að maður sé á lífi.
Hausinn er búinn að vera að drepa mig bæði í gær og í dag. Í gær var ég svo veik að ég ældi og var þar af leiðandi send inn að sofa í staðinn fyrir að fara í gönguferð. Ég vil ekki vera með meira vesen og ætla að leggja mig á eftir. Ég er í fríi núna og ætla að nota hluta af því í svefn. Ég sef enn mjög illa á næturnar og ætla að reyna að halda mér vakandi á daginn til að athuga hvort ég sofi betur, en dagurinn í dag er undantekningin, útaf mígreninu.
Annars hef ég fátt annað að segja í bili. Hér gerist afskaplega fátt annað en daglega rútínan. Flestir vinir mínir eru sumarbúðavanir og kunna þetta allt saman og því nenni ég ekki að segja hvernig dagurinn er hérna. Ekki núna allavega.
Hafið það gott - þangað til næst :)
Meginflokkur: Ölver | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 20.7.2006 kl. 02:22 | Facebook
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Émil Páll blog.central.is/molar-epj
Innskráningarkerfið þitt efst á síðunni vill ekki taka mig inn hjá þér. Það verður bara að hafa það, en annars var ég bara að kvitta fyrir mig.
Emil Páll (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 16:11
Jeij, nú getur maður vonandi séð þig á MSN :)
Bjarni (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 19:18
ég er ekki sátt! þú hrósaðir mér ekki baun í bala, stóð ég mig semsagt ekki vel? :( :(
Guðbjörg Þórunn, 15.7.2006 kl. 23:54
Jú það held ég... svei mér þá... þú stóðst þig mjög vel :)
Þjóðarblómið, 16.7.2006 kl. 00:30
hvar? ekki get ég lesið það
Guðbjörg Þórunn, 16.7.2006 kl. 00:36
Ég bloggaði ekki um það enda var ég ekki nettengd þá nema ég færi á mótel venus...
Þjóðarblómið, 16.7.2006 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.