Karlakór Keflavíkur

Fyrst langar mig að byrja á því að óska Jóhönnu og Geira til hamingju með litla prinsinn sem fæddist 15.05. Hann er afskaplega fallegur. Núna getið þið byrjað að vinna í henni Signýju Þóru Smile

Ég er búin að skila heimasíðunni og tveimur ritgerðum og á eina ritgerð eftir og eitt próf. Ritgerðinni má ég skila svona nokkurn veginn þegar ég vil en vil helst klára það sem fyrst. Ætlaði að rumpa henni af í dag en vaknaði með mígreni sem hefur verið hjá mér í allan dag og því hef ég ekki getað gert eins mikið og ég ætlaði mér. Svona hefnist mér fyrir að taka mér einn dag frí *pirr*

Í gær skrapp ég til Keflavíkur til að heimsækja hana Jóhönnu mína og Signýju Þóru sem getur ekki heitið það lengur vegna rangs kyns og svo fékk ég að passa Benóný minn líka. Það var ofsalega gaman og við skemmtum okkur konunglega. Hann er svo skemmtilegur og það er svo gaman að tala við hann. Hann hefur svo margt að segja. Þegar ég sótti hann þá lá hann fyrir innan hliðið og sagði: Detta, detta detta... þangað til ég svaraði honum: Varstu að detta? þá segir hann: aaaááá (þýðir já og er svo krúttlegt þegar hann segir það) og svo kom: ava, ava, ava!! Hann er svo stórkostlegur og svo sætur með nýju klippinguna sína Cool alger töffari!!

kkkÍ gær var svo komið að því sem ég hef beðið eftir síðan í heilt ár!!  Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur í stapa með uppáhaldinu mínu honum Rúnari Júlíussyni og fleiri góðum keflvískum söngvurum. Tónleikarnir voru stórkostlegir og ég var með gæsahúð nánast allan tímann! Þeir tóku eitt af uppáhalds lögunum mínum sem er Galdra-Gvendur en ég bíð enn eftir að þeir taki Káta sveina eftir StefánJón eða lagið um fögru Rósu Marí. Þarf að leggja það til við kórstjórnandann í haust!!! Rúnar Júlíusson tók sig mjög vel út með kórinn fyrir aftan sig og maðurinn er svo mikill snillingur. Kórinn söng líka lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar Ást sem Ragnheiður Gröndal gerði frægt og tókst það mjög vel! Hreint út sagt frábærir tónleikar!!

En allra besta lagið í gær var uppklappslagið en þá söng allur kórinn og einsöngvararnir Jóhann Helgason, Magnús Kjartansson og Rúnar júlíusson með Magnúsi Þór Sigmundsson í forsöng lagið Ísland er land þitt og allir í salnum stóðu. Þetta var magnað. 

Mígrenið versnar og versnar og ég verð að reyna að halda áfram með þessa ritgerð mína - já eða æla yfir tölvuna. Tvennt í boði og hvort skildi nú hafa vinninginn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohhh mig langaði svo að fara á tónleikana!!

Takk fyrir pössunina :)

ásta (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 09:23

2 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ég trúi ekki að hún hafi átt strák. Hvernig er það mögulegt eftir allt stelputalið þitt....og fallega nafnið og alles :)

En láttu þér nú batna af þessu mígreni og til hamingju með að vera alveg að verða búin með skólan þinn :) Núna er bara vandamálið hvað í ósköpunum ég á að gefa þér í útskriftargjöf.....úffff :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 18.5.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Don't get ahead of us here... ekkert svona tal fyrr en allar einkunnir eru komnar og eg veit hvort ég útskrifist eða ekki. 

Það héldu allir að hún væri með stelpu og læknirinn sagði það upp úr miðri meðgöngu að hún væri með stelpu. en svo kom bara lítill strákur. 

Þjóðarblómið, 18.5.2007 kl. 13:37

4 identicon

takk fyrir það Þóra mín, ég hefði svo viljað fara á þessa tónleika en hafði öðrum hneppum að hneppa  En gangi þér vel að klára fyrir skólann, þú átt eftir að rúlla þessu upp

Jóhanna María (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband