sleepless

Fríin mín fara alltaf í svo ótrúlega mikið rugl - ég geri ekki rassgat allan daginn og hangi á netinu langt fram eftir nóttu. Ég hangi bara heima í einhverju móki og vil ekkert gera. Þetta er ömurlegt. Ég hlakka til þegar skólinn byrjar - þá er að minnsta kosti einhver rútína í gangi: skólinn, vinna, borða og sofa. Mig langar svo að fara eitthvað, gera eitthvað, komast burtu héðan. Það hjálpar heldur ekki til að ég sef eiginlega ekki neitt. Eða jú jú, ég sef alveg en ég vakna endalaust á nóttunni. Síðustu nótt vaknaði ég örugglega fimm sinnum en núna í nótt bara tvisvar - en var svo vöknuð alveg fyrir 10. Það er bara orðin einhver regla að ég vakna alltaf um 5-leytið á morgnana og svo nokkrum sinnum eftir það. Ég er orðin hrikalega þreytt á þessu. 

Jóhanna er að reyna að fá mig á Lopapeysuballið í kvöld. Hún er nú samt að reyna að fá tjaldið mitt lánað sem ég má svo gista í - með henni og Geira ef ég kem. Ég er að spá i að fara út í Ríki á eftir ef ég skyldi nú vilja fara..  Oh nenni ekki að ákveða svona!!!!

Ég varð fyrir svo hrikalega miklum vonbrigðum í gær! Ég fór á American Style í hádeginu í gær með Rakel og pantaði mér bara minn mat. Gellan mundi eftir mér frá kvöldinu áður. Ég er með alvarlegt ofnæmi fyrir tómatsósu og læt því alltaf setja bbq-sósu á hamborgarann minn í staðinn fyrir tómatsósuna (kaupi sko alltaf barnaborgara). Það hefur eitthvað ekki verið nógu skýrt því þegar hamborgarinn kemur var hann með tómatsósu!  Ég fer og skila honum og gellan voða sorry en þegar ég fæ nýjan hamborgara er hann svo hrár að mér var ómögulegt að borða hann. Borðaði bara smá af honum og svo bara franskar. Ég nennti ekki að skila honum aftur... En vonbrigðin voru ansi mikil. 

Dagný hringdi í mig í gær. Það var ótrúlega gaman að heyra í henni :)  

Núna er höfuðverkurinn um hvað gera skuli um verslunarmannahelgina í algleymingi! Ég veit þetta er soldið snemmt að hafa áhyggjur af því en samt ekki þar sem ég verð í útlegð frá þriðjudeginum næsta og fram að föstudeginum fyrir verslunarmannahelgina. Það verða allir einhvers staðar langt í burtu og flestir í útlöndum. Ég held að mamma og pabbi og Ásta systir og hennar fjölskylda ætli í útilegu og mér er boðið með. Svo var ég að tala við Frikka og Neistaflug heillar mjög mikið. Og þá hefði ég gistingu í húsi :)  Ég ætla samt að hugsa þetta aðeins betur.

 Þið fáið eina mynd af litlanum minum svona í lokin.


mynd_omo4za.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Ok fyrst...litlinn þinn er svo endalaust sætur!!

Og það var mjög gaman að heyra í þér líka! :) Því miður var það stutt en inneignin mín fer að klárast...þarf að fjárfesta í svoleiðis hehe

En ég skil þetta með rútinuna..ég er ónýt ef ég er ekki í rútínu!

Dagný Guðmundsdóttir, 8.7.2006 kl. 14:01

2 identicon

Baconborgari með BBQ sósu á Style-num klikkar aldrei! :D Maður verður svangur við tilhugsunina.

Ætti maður að rúlla á Akranes? Það væri magnað en maður sér til :)

Bjarni (IP-tala skráð) 8.7.2006 kl. 16:53

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Æ eg veit það ekki... áfengið er komið í hús-ið hennar Jóhönnu en ég veit ekki neitt...

Þjóðarblómið, 8.7.2006 kl. 17:14

4 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

hæ hó hæ hó við höldum heilög jól. nei annars það er bara Júlí.

ég sakna bloggana þinna. þú bloggaðir alltaf á hverjum degi og oft 2x á dag :) ert reyndar að vinna í ölver og þar er ekkert netsamband en svona þegar þú ert í fríi heima ;) kipptu þessu lag fyrir litluna þína og komdu með amk eitt blogg áður en þú ferð aftur uppeftir :)

sakna þín, hlakka til að hitta þiiiiiiig :)

Guðbjörg Þórunn, 10.7.2006 kl. 19:38

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég ætla að blogga í kvöld eða á eftir bara.. er að hugsa hvað ég get skrifað merkilegt... dettur alltaf svo ótrúlega margt í hug þegar ég er ekki fyrir framan tölvuna... þyrfti bara að hafa hana opna fyrir framan mig alltaf... :)

Þjóðarblómið, 10.7.2006 kl. 19:40

6 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

líst vel á það :)

Guðbjörg Þórunn, 10.7.2006 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband