pabbastelpan

mynd_yioqhg.jpg

Ég fór út að ganga með litla prinsinn minn í gær. Veðrið í Keflavík er alltaf svo dásamlegt - það var grenjandi rigning en annars fínt. Ég var alveg rennandi blaut en hann var bara kátur í vagninum sínum. Ég ætla að sýna ykkur mynd af honum síðan hann var á Spáni í maí. Hann er ofursætur þetta barn. Jóhönnu finnst hann svo ótrúlega líkur Jóa bróður - veit ekki alveg með það samt. 

Við systurnar fórum að versla í gær. Það gekk svona líka ljómandi vel - ég gekk út með tvennar buxur og hlírabol sem kostaði allt saman um 6500 kall. Ásta keypti kjól. MAgnó er ágætis búð. Mæli með henni.

Kannski fer ég og kaupi mér nýja tölvu í dag. Ef ég fer nógu snemma í bæinn þá ætla ég að fara og kaupa draumagripinn. Ég er búin að finna nafn á hana og allt saman. Hún verður nefnd eftir kynþokkafyllsta manni þessa lands og þótt víðar væri leitað. Ég læt ykkur vita þegar hún hefur verið nefnd formlega.  Oh hvað það verður gaman að eiga nýja tölvu.

Smurstöðin min hérna í Keflavík brann um daginn og þá var bara eftir ein smurstöð í bænum. Kallinn sem á hana hækkaði verðið á smurningunni upp úr öllu valdi þegar hann var orðinn einn um þennan bisness í Keflavík. Pabba mínum líkar það sko ekki og fór þess vegna með bílinn minn í morgun suður í Sandgerðí til að láta smyrja hann þar. Núna er bíllinn minn smurður og fínn. Takk pabbi minn. Ég fékk líka hádegismat i rúmið - eða ekki alveg í rúmið heldur inn í herbergið hans Jóa þar sem ég var að horfa á nágranna. Ég er svo mikil dekurrófa hjá honum pabba mínum :) Líka alveg hjá mömmu en ekki alveg eins mikið.

Ég er að deyja í hausnum mínum - en það er svo sem ekkert nýtt. Það lagast einhvern tímann. 

Hlín á afmæli í dag :) Til hamingju með það :) 

____________________________________________________

Viðbætur:

Tölvan var að sjálfsögðu ekki til en ég pantaði mér eitt stykki og kem til með að fá hana eftir 2 -3 vikur :) eins og Dagný myndi segia: Oh the joy :) Það verður gaman :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi gaur er bestur í heimi! Þvílík snilld :D

En til hammó með ammó! Nei, ég meinti til hammó með tölvó!

Æji, ég hata að segja þetta :/

Bjarni (IP-tala skráð) 7.7.2006 kl. 12:32

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Hver er bestur? PAbbi minn? Já ég veit :) Hann er æði :)

Þjóðarblómið, 7.7.2006 kl. 19:54

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Eða kannski Benóný??

Þjóðarblómið, 7.7.2006 kl. 19:54

4 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Hehe já ég segi það bara aftur á prenti þar sem enginn hreimur heyrist! Oh the JOY! :) Ég hlakka til að sjá nýju tölvuna....annars kem ég nú bara heim eftir 34 daga eða eitthvað...og ég er ekki búin að pakka...úps!

Dagný Guðmundsdóttir, 8.7.2006 kl. 06:46

5 identicon

verður tölvan skírð eftir íslenskum leikara??
ég held nebblega að ég viti hvað nafn hún eigi eftir að fá

asta (IP-tala skráð) 8.7.2006 kl. 09:38

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Tölvan verður nefnd eftir íslenskum leikara - þeim kynþokkafyllsta í heimi!! Þú mátt ekki segja Ásta :)

Þjóðarblómið, 8.7.2006 kl. 10:47

7 identicon

Hilmir Snær! *GubbuKall*

Bjarni (IP-tala skráð) 8.7.2006 kl. 15:10

8 identicon

...eða Þorvaldur Davið...

Bjarni (IP-tala skráð) 8.7.2006 kl. 15:10

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Ertu að grínast Bjarni?? Ég þykist nú alveg hafa SMÁ smekk á karlmönnum! Hilmir Snær er alveg ágætur en ekki kynþokkafullur í mínum huga - hann er of lítill. Þorvaldur Davíð er bara smátittur!!

Þjóðarblómið, 8.7.2006 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband