fríið mitt

Einn dagur af fríinu mínu búinn og hann hefur farið í akkúrat ekki neitt. Ég kláraði að þrífa herbergið mitt í gærmorgun og fór svo áður en börnin fóru. Var komin í bæinn um hálfellefu og kom aðeins við heima til að pakka mér niður í minni tösku. Var svo komin heim til mömmu og pabba fyrir hádegið og vakti bróður minn. Ég reyndar gleymdi snyrtitöskunni minni heima og þar eru lyfin mín svo ég varð að fara í bæinn í gærkvöldi til að ná í hana. Ég nýtti þá tækifærið og fór í bíó í leiðinni. Það var ágætt án þess að ég segi eitthvað meira um það hérna :) Fór svo bara aftur heim til mömmu og pabba og er þar ennþá.

Planið er að fara á útsölu í kvöld í Mangó með Ástu systur og fara svo heim til mín á morgun. Þarf alvarlega að fara að þvo fötin mín - er alveg orðin fatalaus eftir Ölver. En ég hef nægan tíma til að þvo og chilla og hanga og gera ekkert.

Samstarfsfólkið mitt í Ölveri fer næstum allt heim eftir þennan flokk þannig að ég hitti þær ekkert aftur. Tvær þeirra eru að fara að til Bandaríkjanna sem skiptinemar í haust þannig að ég hitti þær ekkert í lengri tíma.  ekki það að ég hitti þær eitthvað mikið en það kemur nú alveg fyrir að maður rekist á þær á förnum vegi.

Systir mín var að hringja og biðja mig um að taka frænda minn í smá gönguferð. Það er að sjálfsögðu ekkert nema sjálfsagt en þarf samt að fara í sturtu áður en ég geti farið út úr húsi :)

Mér finnst vond lykt ekki góð!!  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey þú gast nú alveg farið út með okkur Geira án þess að fara í sturtu!

Jóhanna M (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 14:51

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég fékk engu um það ráðið - þú beytir svo miklum hópþrýstingi alltaf hreint!!!

Þjóðarblómið, 5.7.2006 kl. 15:13

3 identicon

Ú ú ú ú úúúúúú.... ;)

Bjarni (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 16:25

4 identicon

vond lykt er ekki góð!!
spakmæli dagsins...
ohhh hvað það er NICE að chilla í tölvunni hérna heima barnlaus og kallinn sofandi:) ekki koma heim strax
hahahaha það er nú ekki eins og þú sjáir þetta fyrr en þú ert komin heim

ásta (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 16:54

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Það er erfitt að vera svona klár og láta svona mikla visku frá sér :) Göngutúrinn var æði :) Ég var rennblaut en það var alveg þess virði og hann var rosa glaður og kátur :) Takk fyrir lánið á barninu Ásta :)

Þjóðarblómið, 5.7.2006 kl. 17:20

6 identicon

Það hefði nú verið gaman að sjá þig alveg fatalausa. ha.ha.
Kv. Emil Páll

Emil Páll (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 22:28

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Æ ég veit það ekki :)

Þjóðarblómið, 5.7.2006 kl. 22:54

8 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

jeiii :D er búin að bíða eftir bloggi svooo lengi, kíki alltaf á hverjum degi :)

njóttu þess að vera í fríi og hlustaðu diskinn í gegn ;)

hlakka til að sjá þig :)

Guðbjörg Þórunn, 5.7.2006 kl. 23:03

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Það er sko næstum komið gat á diskinn þinn :) verð að fara að skila honum.. er komin með þvílíkt samviskubit :)

Þjóðarblómið, 5.7.2006 kl. 23:06

10 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

vertu með hann eins lengi og þú vilt :)

Guðbjörg Þórunn, 6.7.2006 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband