Bíllinn minn

Ég gleymdi að segja ykkur frá því hvernig bílnum minum líður eftir áreksturinn. Það var alveg hægt að keyra hann - húddið aðeins beyglað og brettið líka og ljósið öðrum megin brotið, held það hafi ekkert verið neitt meira. Ég fór með bílinn til Keflavíkur því pabbi minn er mesti snillingur í heimi og getur reddað öllu saman - alveg sama hvað það er. Hann fór á stúfana til að leita að húddi á bílinn minn og keyrði um allan Reykjanesskagann til að finna bíl sem er eins og minn. Það tókst og hann fann bíl sem átti held ég bara að fara á haugana. Húddið á honum leit mjög vel út og pabbi tók það af og setti á minn bíl. Brettið gat pabbi rétt með því að setja í sjóðandi heitt bað - vegna þess að það er úr plasti þá réttist það í hitanum og hann fekk held ég líka ljósastæðið úr hinum bílnum og setti í minn. Þessi viðgerð kostaði mig nánast engan pening og pabbi minn gat gert við þetta allt saman. Það tók miklu styttri tíma heldur en ég bjóst við. Mér finnst bíllinn minn flottur - hann er tvílitur, rauður með sægrænu (er það ekki pabbi) húddi :) Takk elsku pabbi :) Ég er búin að taka myndir af honum.. en það er alltaf þetta vandamál að kunna ekki að setja myndirnar á netið... :-/ Er búin að fatta hvernig ég get gert það.. en þið þurfið bara að bíða í nokkra daga... :)

Lífið gengur annars bara sinn vanagang hér í Ölveri. Uppfrá eru 40 hressar stelpur á aldrinum 10-12 ára. Sami aldur og er í ævintýraflokki en þetta er bara venjulegur flokkur. Í þessum hópi eru margir snillingar sem gaman er að tala við.  Ég er með ágætis bænaherbergi, svona þegar þær áttuðu sig á því að það er ég sem ræð, ekki þær. 

Eg er eitthvað voða andlaus og líður ekkert allt of vel. Það er of margt í lífinu ekki eins og ég vil hafa það. En því miður er ég ekki einráð um hvernig allt fer!!  Af hverju þurfa að vera til vondar tilfinningar??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ææ varstu að klessa bílinn þinn? kveðja Linda

Linda (IP-tala skráð) 1.7.2006 kl. 16:03

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Afrekaði það fyrsta daginn í fríinu minu um daginn :)

Þjóðarblómið, 1.7.2006 kl. 16:17

3 identicon

Ef það væru ekki til vondar tilfinningar þá væru þær góðu ekki til heldur... það er mín speki!
En reyndu eins og þú getur að láta þér líða vel... þetta líf er til þess gert trúðu mér!
Knúúúúúúúúússsss

Hlínza (IP-tala skráð) 1.7.2006 kl. 22:20

4 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Tvilitir bílar eru bara kúl! ;)

Og ég vona að þér líði nú betur.......vondar tilfinningar eru aldrei góðar en ég er sammála því sem Hlín sagði!

Knús knús

Dagný Guðmundsdóttir, 2.7.2006 kl. 02:17

5 identicon

Já Dagný hvar hefur þú haldið þig... þú sést hvorki í bloggheimum né á msn! Hvað er um að ske?!?

Hlínza (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband