Brottför nr.2

Þá er komið að annarri brottförinni fyrir þetta sumarið :) Ég er næstum búin að pakka niður.. öllu nema tölvunni held ég bara. Þetta frí var bara alveg ágætt. Ég hitti næstum alla þá sem ég ætlaði mér að hitta plús nokkra auka. Þeir sem ég náði ekki að hitta núna fá kannski að njóta nærveru minnar í næsta fríi sem verður einmitt eftir eina viku :) Ég hlakka til að takast á við næsta flokk - þær eru 10 - 12 ára og það verður án efa rosalega gaman. Keflvíkingurinn (og þar af leiðandi snillingurinn) sr. Íris Kristjánsdóttir verður forstöðukona og ég hlakka ekkert lítið til að vinna undir hennar stjórn! Held alveg að hún sé jafnæðisleg og systir hennar, hún Systa :) 

Ég hef verið að hugsa svo ótrúlega mikið undanfarna daga og langar að blogga um það en ég er ekki viss um að ég nái að koma því fallega frá mér. Ég kannski reyni að sjóða eitthvað saman um þetta þessa viku sem ég verð uppfrá núna og birti það þegar ég kem í bæinn.  

Reykingarnar hjá nágrönnum mínum hafa bara aukist undanfarna daga. Núna er ástandið svo slæmt að ég varð að loka báðum gluggunum sem snúa út í garð og opna útidyrahurðina til að fá smá ferskt loft inn til mín áður en ég fer. Áðan var ég gjörsamlega að kafna!! Er orðin aum í höfðinu og allt saman, frekar böggandi og á eftir að keyra í svo mikilli sól... En ég lifi það af!

 Ef þið haldið að þið saknið mín ótrúlega mikið þá er ég vissulega alltaf með símann einhvers staðar nálægt mér og auðvitað er alltaf velkomið að droppa í heimsókn :) En annars kveð ég bara og blogga í síðasta lagi aftur eftir viku.. sé til hvort ég nenni á Mótel Venus í vikunni :)

Adios :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Strax farin! :'(

Bjarni (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 12:40

2 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

auðvitað ferðu á venus :p ég er búin að blogga núna á hverjum degi BARA fyrir þig :)

Guðbjörg Þórunn, 29.6.2006 kl. 14:02

3 identicon

ég er komin með netið.... ííhaaaaaa
og eftir morgundaginn langt helgarfrí. Hringdu þegar að þú ert komin suður

asta_ (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband