2.5.2007 | 12:24
Próflestur!
Próflesturinn gæti gengið betur og kannski ætti ég ekki að vera að blogga. Ég verð þó að deila uppgötvun minni með ykkur. Kennarinn minn (sem by the way er snillingur) hefur tekið upp alla fyrirlestrana sína og sett þá inn á WebCT og núna er ég að hlusta á fyrirlestur um trúarbrögð í Japan og Kína. Námsbókin er mesta torf sem ég hef komist í og ég kemst örugglega engan veginn yfir hana alla. En með því að hlusta á fyrirlestrana get ég svo bara rennt yfir bókina.Hina bókina ætla ég samt að lesa því hún er skemmtileg. Torfið er líka skemmtilegt en ekki sem námsbók.
Þvottavélin mín er dásamleg! Núna er ég búin að þvo allan þvott sem safnast hefur upp nema sængurverið mitt en ég á eiginlega ekki snúrur fyrir það. Gæti verið að því verði bara hent í mömmu. Finnst langbest að sofa í mömmulykt.
Það fer ekki á milli mála að ég sé í prófum. Varirnar mínar eru sundurétnar og puttarnir eru ekki í góðu ástandi. Ég er með gröft í hælnum en það er þó ekki af því að ég er í prófum heldur fékk ég hælsæri og þau verða alltaf svo asnaleg. Nei ég á ekki plástur og nei ég kaupi ekki plástur af því hann tollir ekki. Ég er með teflon-huð á hælunum og hælsærisplástrar detta af med det samme!
Maginn minn er í einhverju fokki og ég er með endalausan nábít! Þetta er ógeðslegt og lyfin eru ekki farin að bíta á þetta. Þá þýðir víst ekki annað en halda bara kjafti og lifa með þessu. Ég er búin að reyna að borða ekki mjög óhollt en það gengur bara ekki vel.
Í dag eru skil á lokaritgerðinni. Ég veit nú ekki hvort hún sé komin úr prentun en ég efast ekki um að ég verði látin vita þegar það gerist. Ég hlakka ýkt til að setja fínu bókina okkar Andreu upp í hillu Nu eru 19 dagar eftir af törninni og þetta vonandi líður.
Ætla að halda áfram að hlusta á kennarann minn.
Smá viðbætur: Lokaritgerðin er komin í hús og Við erum búnar að skila henni! Hún er svo fögur
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju snillingur!
Lutheran Dude, 2.5.2007 kl. 15:46
Takk
Þjóðarblómið, 2.5.2007 kl. 15:57
Innilega til hamingju!
Þorgeir Arason, 2.5.2007 kl. 23:21
Vííííí...........til lukku sætablóm! :)
Tinna Rós Steinsdóttir, 3.5.2007 kl. 08:15
ohhh þú ert svo sexy!! með gröft í hælnum, nábít og sundurétnar varir hehehehehehe...
en til hamingju með að þetta fer alveg að verða búið
ásta (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 09:55
Til hamingju! Nú þarf ég bara að klára ritgerðina mína og þá geta allir orðið glaðir!
Anna Guðný (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.