Nýja fína þvottavélin mín!

Ég keypti þvottavél í dag! Ohh hún er svo flott og virkar svo vel og ég elska hana svo mikið Smile

Tók myndir af henni til að sýna ykkur:

IMG_0977

Jón Bjarni vinur minn hjálpaði mér við að flytja hana heim og tengja hana og svona. Eða hjálpaði mér.. hann gerði mig! Hann kom í vinnuna mína í dag á bílnum sínum, fékk lykilinn og hann og bróðir hans komu henni inn til mín, rusluðu fullt til og tengdu vélina fyrir mig. Þegar ég kom heim var fína þvottavélin mín alveg tilbúin og ég gat þvegið... án þess að bíða í röð eftir að fá tíma... þegar ég var búin að taka draslið af gólfinu og lesa leiðbeiningarnar Smile Takk Jón Bjarni enn og aftur fyrir alla hjálpina Kissing I owe you big time!! 

 

Annars hefur fátt spennandi gerst í mínu lífi. Notaði helgina að mestu leyti til að læra, er búin að fara tvisvar í sund og einu sinni út að hjóla. Allt að gerast bara Smile Fyrsta prófið mitt er á fimmtudaginn og ég hef ekki verið eins dugleg að læra og ég vildi, en hugga mig við að ég hef tvo heila daga til að læra og hef ágætan aga á sjálfri mér þegar það er komin pressa á mig! Vaknaði til dæmis við vekjaraklukkuna kl. 9:15 í morgun og fór í gegnum tvö trúarbrögð áður en ég fór í sund og svo í vinnuna. Það er svo gott að fara í sund eftir mikinn lestur og ætla mér að stunda það Smile Kannski jafnvel synda líka... hef hingað til bara verið í pottinum. 

Það er komið á hreint að ég útskrifast, svo fremi sem ég næ prófunum. Þetta er búið að vera mikið og leiðinlegt vesen með einingarnar og áfanga og eitthvað sem eg ætla ekki að telja upp en þó má spyrja mig á msn eða in person um málið. Lokaniðurstaðan er því útskrift eftir þrjár ritgerðir, tvö próf og eina heimasíðu og 22 daga. Úff - langt tímabil en þetta klárast að lokum! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hún er bjútíful!!!!! til hamingju með nýju þvottavélina.

og að fá að útskifast og allt bara;)

ásta (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:30

2 identicon

Heyrðu þetta er bara hin glæsilegasta þvottavél. Hvernig er það, er ekki venjan að halda þvottavélarinnflutningspartý :-)

Guðmundur Karl (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:27

3 Smámynd: Ólafur fannberg

flott vél...mæti með þvottinn hehehe

Ólafur fannberg, 1.5.2007 kl. 23:37

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Guðmundur Karl: hingað inn kemur enginn fyrr en 21. maí, þá hef ég tíma til að taka til

Ásta: takk

Þjóðarblómið, 2.5.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband