25.6.2006 | 00:21
stutt og flegið
Ég fór í Mangó í gær og verslaði aðeins af fötum, eiginlega bara boli. Tveir þeirra eru alveg eins, annar er rauður og svartu og hinn er blár og svo tveir hlírabolir. Annar þeirra er bleikur! með einhverju svona skrautadóti og hinn er bara plain hvítur, síður. Bolirnir sem eru alveg eins eru svo flottir, flegnir og með smá opið í bakið! Ég er svo glöð yfir því að geta loksins gengið í flegnum bolum, finnst það ekkert smá æðislegt! Ég er nú eiginlega bara orðin soldið mikil skutla - eða nei eiginlega ekki en ég má alveg halda það ;) Fór í rauða og svarta bolnum í veisluna til Sólveigar og var í stuttu gallapilsi við. Er svo ánægð með þetta ;) Það var alveg tekið eftir skorunni minni.. samt bara vinir mínir en það var samt gaman :)
Ég fór á tattoostofuna Húðflúr og götun í dag til Hlyns frænda og er ótrúlega ánægð með engilinn minn. Þetta var samt smá tilraunastarfsemi því það var svo lítið hold til að vinna með inni í honum. Inni í vængjunum var nefnilega einhver smá grá skygging og bara einhver smá lína sem ekkert var sprautuð. En Mike setti samt bláan lit í vængina og við vonum bara að hann leki ekki allur út. Svo setti hann lit í engilinn og hárið. Það var víst minna mál. Og svona til að allt tattooið liti sem nýjast út fór hann aftur ofan í stafina W.W.J.D? Mike er ekkert smá fær og Hlynur frændi líka. Takk Hlynur og Mike :) Ef ég fatta einhvern tímann hvernig á að færa myndir úr símanum mínum yfir í tölvuna skal ég sýna ykkur myndir af listaverkinu mínu flotta :)
Ég sit hérna heima hjá mér í rúminu minu og er gjörsamlega að kafna úr reykingastybbu. Ég er samt búin að loka glugganum fyrir ofan rúmið mitt. Verð að standa upp til að loka stofuglugganum. Nenni því samt ekki núna.. geri það bara bráðum. Þetta er samt ekkert smá ógeðslegt!! Ég er reyklaus, lyktin fer mjög i hausinn á mér og mér á ekki að þurfa að líða eins og ég sé við hliðina á einhverjum sem er að reykja! Ógeð!! OJ!!
Það er svo gaman að hitta fólk! Hitti Hlín í dag og fór með henni að versla og svo sóttu hún og Þorgeir mig og við fórum í veisluna. Þar voru fleiri vinir mínir og það var ótrúlega gaman. Ég er ekkert að segja að sumarbúðafólkið mitt sé ekki fólk en að hitta annað fólk er dásamlegt :) Þótt ég hlakki til að fara uppeftir og hitta Írenu og hinar aftur.
Hafið það gott :)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það leiðinlegasta sem ég geri er að kaupa föt :/ Ég bara hata það en stelpur almennt leiðist það ekki ;)
Ég hlakka svo til að myndir af tattúinu ;)
Bjarni (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 19:12
Það að kaupa föt er ágætt... verst að það er alltaf allt svo öfugsnúið - ef maður á pening finnur maður ekkert, en ef peningurinn er ekki til staðar þá finnur maður allt!!
Ég er ekki fær um að taka myndir af bakinu mínu.. er búin að reyna... :-/
Þjóðarblómið, 26.6.2006 kl. 13:14
Já það verður gaman að sjá tattoið, en bolirnir voru geggjað flottir á þér og fóru þér vel enda varstu með geggjaðan stílista með þér í för.:-)
Jóhanna M (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 13:57
Þokkalega sko :) Alltaf gaman að versla með einhverju fólki sem finnur handa manni föt til að máta :)
Þjóðarblómið, 26.6.2006 kl. 14:04
Þú hittir mig aldrei......*dæs*
Tinna Rós Steinsdóttir, 26.6.2006 kl. 23:22
ohh ég á eftir að sakna þess að versla í ástralíu...*sigh*
Dagný Guðmundsdóttir, 27.6.2006 kl. 07:42
Hmm... erfiðir nágrannar með reykingarnar... Þekki svona vandamál mjög vel hérna í Hraunbænum og þekki líklega þitt vandamál líka.. hehe!!
Jóhanna (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.