28.4.2007 | 11:06
Ja hérna!
Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar stúlkur ( bæklingur frá árinu 1922 sem á að aðstoða ungar konur við að gera sig "yndislegar" í augum karlmanna)
1. Það sem gerir konuna yndislegasta í augum karlmanna er blíða hennar og yndisþokki, háttprýði hennar í allri framkomu, bros hennar, augnatillit og málrómur, fótatak og allar hreyfingar og sjálfsafneitun. Allt þetta myndar einskonar geislabaug, er sumar konur bera svo sýnilega með sér og hefir göfgandi en um leið töfra-mikil áhrif á karlmennina, vermir hjörtu þeirra og opnar þeim nýja heima og nýtt útsýni yfir lönd
2. Mér finst ástæða til að vara þig sérstaklega við orðskrípum eins og þessum: hvað hann sé sætur, pen, lekker; þetta eða hitt sé vemmilegt, kedelegt, svart, brogað; hvað fríseringin sé óklæðileg; hvað þessi kjóll sé himneskur og að hrópa almáttugur í annari hverri setningu.
3. Þú skallt varast að nota augu þín mikið til þess að hafa áhrif á þá, sem þú þekkir eigi. Augna-daður er ljótt og ósiðsemis-einkenni. Líttu alltaf djarflega og með hreinskilni í augu annara og vertu eigi feimin né undirleit, því að þú hefir engu að bera kinnroða fyrir, ef þú kemur fram með siðprýði. Á götum úti skallt þú líta djarflega framan í karlmenn en þú mátt eigi brosa framan í þá (ef þú þekkir þá eigi) né líta um öxl til að horfa á eftir þeim.
4. það er eins með brosið og augnaráðið, að of mikið má af því gera að brosa, og síbrosandi kona er þreytandi.Þú mátt heldur ekki brosa eða hlæja að öllu, alvarlegu jafnt sem skemtilegu, og eigi máttu brosa framan í hvern mann, sem verður á vegi þínum, og umfram allt forðast hið reykvíkska veiðibros, sem algengt er á vorum dögum.
5. Handtakið hefir mikla þýðingu og getur borið mikinn ávöxt. Mörgu hefi eg gleymt af því, sem á milli okkar fór, þegar við vorum saman, en aldrei gleymi eg þó handtaki hennar.
6. Þú getur með mörgu móti varðveitt fegurð þína, en til "smínksins" máttu aldrei grípa. Lauslætiskonansem er litljótá að hafa einkarétt til að smínka sig.
7. Til þess að geta orðið yndisleg í augum karlmanna, verður þú að vanda klæðnað þinn og þrifnað, þvi að óþrifin kona er andstygð siðaðra manna. Þú skal eigi ganga á hælaháum stígvélum; þau skekkja og afskræma líkama þinn. Berðu aldrei fánýta og einskisverða skrautgripi, hvorki hringi né nælur. Baðaðu allan líkama þinn við og við og þvoðu hár þitt að minsta kosti einu sinni í mánuði. Greiddu hár þitt vel og fléttaðu það eigi fast; varastu skaðleg hármeðul og of heit báru-járn (krullu-járn)
8. Þær konur, sem eigi tala um annað en kjólasnið, skemtanir og stráka, eru hverjum karlmanni hvimleiðar.
9. Snertu eigi á öllum hlutum, þar sem þú kemur; það er óþarfi.
10. Þú mátt aldrei biðja karlmann að gefa þér sælgæti.
11. Ljósmyndir af þér átt þú eigi að gefa nema frændfólki og bestu vinum. Og eigi átt þú að þiggja ljósmyndir af þeim karlmönnum, sem þú þekkir lítið, nema skyldir þér séu.
12. Eg áminni þig alvarlega um að vera eigi lauslát, ef þú vilt verða hamingjusöm í lífinu og landi þínu og þjóð þinni til gagns og sóma.
13. Þú mátt eigi fara eingöngu eftir fríðleikanum þegar þú velur þér mann. Þótt þér finnist þessi eða hinn sætur og yndæll og þótt hann sé fínn og fagurmáll, með harðan hatt, gljáskó og gull-gleraugu, þá máttu eigi vegna þess játa bónorði hans. Öll hans mærð og mælgi getur verið eins og sápubólaekkert nema litskrúðið.
14. Þá ættir alltaf að nota ofurlítið af góðu ilmvatni í föt þínminsta kosti sparifötinen gæta þess, að gera það í hófi. Hóf er best í hverjum hlut. Einnig er gott að bera góð ilmefni (hárvötn) í hárið við og við og núa því inn í hársvörðinn. Hvorttveggja þetta hefir sín áhrif á karlmennina, því að þeim fellur það illa, að finna eldhúslykt eða fúkkalykt úr fötum þeirrar konu, sem þeir eru með á opinberum stað, t. d. í leikhúsi eða veitingahúsi.
Ég þakka nú bara fyrir að þessi skilyrði eru ekki til staðar í dag. Sérstaklega fannst mér best að þvo skuli hárið að minnsta kosti einu sinni á mánuði og baða líkamann við og við!!
Lærdómurinn bíður... og mér er illt í hælsærinu mínu!!
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
VÁ hvað þetta er fyndið! Algjör snilld!
Ég er nú meiri ógeðis lausaleiksdruslan greinilega.........who would have thought :)
Tinna Rós Steinsdóttir, 28.4.2007 kl. 13:55
Ég fer alveg eftir þessu hérna: "Lauslætiskonan—sem er litljót—á að hafa einkarétt til að „smínka“ sig." og þar sem ég er ekki lauslætiskona þá smínka ég mig ekki!! :)
Þjóðarblómið, 28.4.2007 kl. 14:02
shiiit!!! þetta er rosalegt. Svo langt frá raunveruleikanum sem að er í dag en samt sem áður ekki einu sinni 100 ár síðan.
lærdómurinn minn bíður líka, lokapróf á morgun
ásta (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 13:25
Maður ætti kannski að prófa að fara eftir þessu, það hefur allavega ekki gengið vel hingað til fyrir mig að ná mér í mann til frambúðar...
Jóna (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.