gleymd eða hvað?

Ég fékk akkúrat enga hjálp við að ákveða hvernig tölvu ég ætti að kaupa mér (spurning úr síðasta bloggi). Þannig að ég bið enn einu sinni um álit ykkar - hvernig tölvu ætti ég að kaupa? Þær sem ég er að skoða eru ibm-tölva annars vegar (veit samt ekki hvernig því fólk vill meina að ég hafi akkúrat ekkert að gera við einhverja fítusa sem einhverjar týpur eru með) og macbook hinsvegar. Þar sem ég er lúði þá er óskaplega erfitt fyrir mig að bera saman gæði tölvanna og hvor þeirra muni eldast betur. Ef þið teljið ykkur þurfa að sannfæra mig um ágæti annarra tegunda þá megið þið endilega reyna :)

Ég hef haft það ágætt í fríinu mínu - sef reyndar illa því ég gleymdi koddanum mínum heima hjá mér áður en ég kom til Keflavíkur og er alveg hrikalega aum í hálsinum. Ég nýtti sólina í gær og fór í heita pottinn hjá systur minni. Fékk reyndar ofsalega lítið val um það en það var allt í lagi. Fór með Benóný og svo kom Ásta þegar hún kom heim úr vinnunni. Fékk svo loksins mömmumat sem er bestur í heimi.  Ég fór í eins árs ekkiafmæli í gær sem var alveg ágætt. Hef sem sagt ekki afrekað margt.. en til hvers eru frí? Einmitt til þess að jafna sig á litlum svefni og álaginu sem fylgir vinnunni. Fríið mitt er að styttast, ekki nema fjórir heilir dagar eftir. 

Planið fyrir næstu daga er að reyna að sofa betur, versla smá á morgun ef ég nenni. Ég nennti því engan veginn í dag, en ég er orðin uppiskroppa með hrein föt hérna í Keflavík. Verð að kaupa ný :) Nei nei ég verð það ekkert en kannski samt :) Jóhanna var að bjóða í annað hvort stelpukvöld eða djamm annað kvöld. Var reyndar ekki búin að ákveða hversu lengi ég yrði hérna. Planið var að biðja bróður minn um að skutla mér á morgun eftir vinnuna hans en ég er að fara að láta laga eitt tattooið mitt hjá Hlyni frænda á laugardaginn þannig að ég fer ekki fyrr en eftir það. En kannski breytist það.. veit ekki neitt...

Eftir að ég fór í sumarbúðirnar hef ég komist að því að ekki einn einasti af vinum mínum hefur haft samband við mig að fyrra bragði. Þeir einu semhringja eða senda mér sms að fyrra bragði voru Gallup - þau eru hætt að hringja því ég bað um að vera tekin af lista - og pilluáminningin sem ég fæ á hverju kvöldi. Jú Dagný sendir mér stundum sms að fyrra bragði en annars er það upptalið. Gleymist maður svona rosalega eða skiptir maður það litlu máli að enginn tekur eftir því ef maður fer út á land í 10 vikur? Þetta er pæling...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sendi þér nú sms eitt skiptið þegar ég var í vinnunni (að mig minnir).

En annars... hvernig IBM tölva er þetta sem þú ert að spá í?

Bjarni (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 20:13

2 identicon

Ég sendi þér nú sms eitt skiptið þegar ég var í vinnunni (að mig minnir).

En annars... hvernig IBM tölva er þetta sem þú ert að spá í?

Bjarni (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 20:13

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég skal svara þessu með tölvuna. Ég er að vinna við að selja IBM tölvur og á Apple Powerbook svo að ég get allavega látið eins og ég hafi vit á þessu.

IBM THINKPAD eru mjög góðar ferðatölvur. Þetta eru gæðagripir og sennilega það besta sem PC-heimurinn hefur upp á að bjóða. Þær koma með Windows XP, stundum Home, stundum Pro. Allar koma þær með ThinkVantage tækni sem hjálpar við vírusvarnir, backup og fleira. Þessi IBM forrit eru hönnuð fyrir fyrirtæki, gera sitt gagn en munu seint kallast spennandi.

APPLE MACBOOK er allt annar hlutur. Ólíkt IBM er flestir viðskiptavinir Apple ekki í vinnunni. Makkar eru ennþá notaðir í hönnun og umbrot, en heimili eru sennilega aðal viðskiptavinurinn. Forrit sem fylgja með eru iLife sem inniheldur iMovie (klippiforrit), iDVD (DVD-hönnun), Garageband (tónlistargerð og Podcasting) ofl. Makkinn er hannaður til að vera auðveldur og skemmtilegur í notkun. Á meðan IBM tölvan er alvörugefin er Makkinn brosandi. Svo eru Makkar yfirleitt betur búnir en aðrar tölvur, með CoreDuo, Bluetooth og WiFi í öllum ferðatölvum.

Stýrikerfi Apple, OSX Tiger er mikið skemmtilegra em Windows. Það er líka töluvert öruggara þar sem vírusar eru ekki vandamál. Ef þú þarft á Windows að halda er hægt að setja það upp á Intel-makkana, þ.á.m. MacBook.

Hvað get ég sagt? Ég vinn hjá IBM fyrirtæki að selja ThinkPad og fleira en á Apple PowerBook sem ég nota sjálfur. Eplið fær mitt atkvæði.

Villi Asgeirsson, 22.6.2006 kl. 20:34

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég hef nú svo sem ekkert að gera við klippiforrit, tónlistarforrit og dvd hönnun.. allavega ekki enn... kannski fæ ég einhverja köllun til þess síðar... :) Ef ég þarf á Windows að halda... ha??? skil þetta nú bara ekki :-/

Þjóðarblómið, 22.6.2006 kl. 23:46

5 identicon

Já ég hef bara enga hugmynd um þessar tölvur þannig að ég ætla ekki að segja neitt um það. En með kvöldið í kvöld þá hafði ég huga á stelpukvöldi, svona dekri og eitthvað, það er ekkert nauðsynlegt að hafa áfengi með, alls ekki bara hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. En í aðra sálma þá er ekki málið að þú sért gleymd en mikið er að gera hjá öllum en það afsakar ekki neitt um að hafa ekki samband við vini sína. Hafðu það gott í sólinni í dag og ég verð bara hérna inni og verð ekkert brún í sumar :-/

Jóhanna M (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 08:48

6 identicon

Þóra mín, þú ert nú alls ekki gleymd. Fólk vill yfirleitt ekki margar truflanir þegar það er ekki við heima svo að það spilar kannski inní.

Varðandi tölvumálin, þá er ég persónulega ekki mjög hrifinn af IBM tölvum þó það séu gullmolar inná milli. Ég er á Því að DELL sé það besta sem PC tölvur bjóða uppá. Sjálfur nota ég DELL laptop sem ég er mjög ánægður með. Er að spá í að fá mér nýja tölvu í haust en það verður Mac, MacBook Pro 17" en hún kostar líka sitt en er líka betur til þess fallin að sinna mínum þörfum.

Held að Mac sé fín tilbreyting og ekki erfið í notkun.
skoðaðu við tækifæri nýju auglýsingarnar hjá Apple.
http://www.apple.com/getamac/ads/
skýrir á einfaldan máta ýmislegt.

Tölvukall (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 11:11

7 identicon

heyrðu góða, ég man ekki betur en að ég hafi hringt í jafnvel þrisvar sinnum og heimsótt þig einu sinni...

kv.
Sólveig
(gleymda vinkonan)

Sólveig (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 12:26

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég hafði nú líka samband við þig Sólveig mín... Þú ert ekkert gleymd...

Eg er alvarlega farin að hallast að MacBook... ætla að kíkja í apple-umboðið á mánudaginn.. eða í dag ef bróður minn langar að kíkja í bæinn :)

Þjóðarblómið, 23.6.2006 kl. 13:29

9 identicon

Ég mun örugglega kaupa mér Makka fyrst það er nú hægt að keyra Windows samhliða Mac OS. Það er vonlaust að vera með lappa sem keyrir einungis Windows í það sem ég mun nota hana í...

Bjarni (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 16:58

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Windows gengur á báðum vélum. Munurinn er að IBM styður bara Windows, Apple kemur með OSX en leyfir þér að setja upp Windows ef þú þarft. ThinkPaddan er hönnuð fyrir atvinnufólk og er fín í því umhverfi. Týpur eins og R-serían er seld námsfólki og heimilum, en hún hefur ekkert meira fram að færa en "alvöru atvinnuvélarnar". MacBókin er skemmtilegri vél, lítur betur út, er töluvert hraðvirkari en IBM vél í sama verðflokki (Core Duo vs. Core Solo) og IBM á það frekar til að spara til að lækka verð, svo sem með CD-RW/DVD í stað DVD-R, Bluetooth og fleira. Skjáupplausn MacBókarinnar er líka hærri en sambærilegrar IBM tölvu.

Kíktu bara á www.ibm.com og www.apple.com gerðu upp þinn eigin hug.

Villi Asgeirsson, 23.6.2006 kl. 20:10

11 identicon

Villi, ef þú varst að svara mér, þá er ég nokkurn veginn búinn að gera upp minn hug.

Þetta er bara spurning með að vera með þetta svokallað Boot Camp eða Parallels Desktop for Mac :/

Bjarni (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 20:58

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sorrí, skrifaði svarið í morgun, kom heim úr vinnunni og sá að það var ennþá sitjandi þarna, smælandi heimskulega framan í mig, svo að ég klikkaði bara á "Senda". Ég var að svara Þjóðarblóminu sjálfu. Annars er það auðvitað rétt að það eina sem maður þarf til að keyra Windows á Mac er Bootcamp og kópía af Windows. Hitt er aftur annað mál hvort maður vilji það yfirleitt þegar maður hefur verið kynntur fyrir tígrinum.

Villi Asgeirsson, 23.6.2006 kl. 21:48

13 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Ég segi Mac en þú veist það að sjálfsögðu...ég elska makkann minn! Besta tölvan ... klárlega! :)

Dagný Guðmundsdóttir, 27.6.2006 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband