Erfitt val og 1 árs prins

Afmælisprinsinn

Guðsonur minn er eins árs í dag! Innilega til hamingju með litla prinsinn Ásta og Halli!! Til hamingju með daginn Benóný minn! Ég er einmitt að fara að fara til Keflavíkur til þeirra. Ásta er reyndar að vinna en Halli er heima með strákinn. Þarf líka að fara á spítalann heima. Ætla svo kannski að hitta Jóhönnu líka. Brjálað að gera í dag.

Nú vantar mig smá aðstoð. Mig langar svo í nýja tölvu, ég er alveg orðin veik en veit ekki hvernig tölvu ég á að fá mér. Þær sem koma helst til greina eru IBM (án þess að vita hvaða týpu) og Apple tölva.

Það er sko ekkert til í ísskápnum minum. Ég henti auðvitað öllu áður en ég fór sem gat myglað á tveimur vikum og þar af leiðandi er ekkert til hérna. Fattaði seint í gær að ég hafði ekkert borðað allan daginn nema tvö hrökkbrauð áður en ég fór frá Ölveri.  Fann samt ekkert fyrir hungri.. ekki fyrr en núna bara en ég er á leið heim til mömmu og pabba sem eiga alveg örugglega mat þannig að það er allt í lagi. Og átti bara einn líter af kóki en það dugar mér ennþá :)

Jæja, ætla að fara að renna suðureftir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Töffari, til hamingju með daginn og hafðu það gott! :D

Kveðja,
Bjarni

Bjarni (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband