23.4.2007 | 22:54
Stórkaup!
Stjórn KSF lítur svona út:
- Þráinn - formaður
- Tinna Rós - Ritari og opinber tengiliður við stjórn KSS
- Guðmundur Karl - gjaldkeri
- Hlín - Samfélags- og háskólafulltrúi
- Þóra Jenny - kynningafulltrúi og andlit/bros KSF út á við.
Við tókum formlega við á laugardaginn á síðasta fundi með því að þakka gömlu stjórninni fyrir góð störf. Við Tinna fórum og keyptum gjafirnar og okkur fannst við svo fyndnar Spurning hvort annað fólk hafi húmor fyrir þessu. Við keyptum meira á laugardaginn, fórum í Smáralindina og ég keypti kjól, pils og hlírabol í afmælisgjöf handa mér frá systkinum sínum. Svo fórum við í Sappos og keyptum okkur sitthvort skóparið á 1000 kall. Við fórum í Kringluna til að pakka gjöfunum einhvern veginn inn og kíktum við í nokkrum búðum í leiðinni og ég verslaði annan kjól og bol, geðveikt flott allt! Á föstudaginn síðasta keypti ég hjól og núna í vikunni ætla ég að kaupa mér þvottavél. Er orðin ogeðslega þreytt á að þvottavélin í húsinu mínu bili og hverfi í fleiri vikur í einu. Ég kemst varla orðið inn á bað hjá mér fyrir fötum og á þar af leiðandi ekkert af hreinum fötum til að ganga í! Ji minn!!
Var á stjórnarfundi Ölverstjórnarinnar áðan og það var voða gaman, rosalega gaman að fylgjast með og taka þátt í sumarstarfinu sem er að verða tilbúið.
Lífið gengur ágætlega, vinnan er ágæt og skólinn gengur. Gef ekki meira út á það eins og er. Eitt próf í næstu viku og annað þann 21. maí. Fram að því þarf ég að skila þremur ritgerðum og einni heimasíðu. Gengur ágætlega enn sem komið er.
Ég ætla að borða kvöldmat og fara svo að sofa... ætla að mæta í skólann í fyrramálið til að vinna áfram í heimasíðunni minni.
Endilega kommentið. Er að fá um og yfir 100 heimsóknir á dag en oft ekkert komment. Gaman að sjá hverjir skoða
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er ofur löt að kommenta, skal reyna bæta úr því.
ég er að byrja í prófum og er svo innilega ekki að nenna því! langar að fara bara beint í MK núna til allra strákanna ;p híhí.
sjáumst :)
Guðbjörg Þórunn, 23.4.2007 kl. 23:46
Ég lít við öðru hvoru, þetta er svona innlitskvitt eins og sumir bloggverjar eru þekktir fyrir.
Þráinn (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 10:57
Takk fyrir síðast sæta!
Það er aldeilis að þú átt peninga......hjól, milljón föt, þvottavél.......þú ert nú meiri :) En ég hlakka ýkt til fyrir þína hönd að fá þvottavél!! :)
Annars verð ég að benda á að í gleymsku þinni gleymdiru að nefna það að ég er líka þar af leiðandi varaformaður, sem okkur Þránni finnst afar mikilvægur titill sem virðist oft gleymast.....piss!!!
Tinna Rós Steinsdóttir, 24.4.2007 kl. 11:28
Þegar þú skrifar Þráni með réttum fjölda n-a skal ég bæta varaformanninum inn í titilinn þinn Tinna Rós :) Takk sömuleiðis fyrir síðast :) þetta var ýkt gaman :)
Takk fyrir kvittið allir :)
Þjóðarblómið, 24.4.2007 kl. 12:54
Ég las kjól í staðin fyrir hjól, kannski lít ég frekar á þig sem gellu en íþróttafrík
Lutheran Dude, 24.4.2007 kl. 14:42
Ég geng nú ekki svo langt að segja að ég sé íþróttafrík þótt ég eigi hjól En ég keypti líka kjól(a) og verð hörkupæja bráðum
Þjóðarblómið, 24.4.2007 kl. 14:56
Ekki amalegt brosið það! Til hamingju með titilinn.
Ég kíki öðru hverju.
María (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 18:32
Hvað er 1 eða 2 n til eða frá milli vina :)
Tinna Rós Steinsdóttir, 25.4.2007 kl. 08:34
Heyrðu, ég rakst á síðuna þína á vefflakki mínu. Gaman að fylgjast með, ég stefni á að komast í hóp bloggara fljótlega (eða um leið og ég nenni að klára yfirhalningu á gummi.is)
Gummi (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.