20.6.2006 | 17:46
Oh the pain
Öðrum flokki sumarsins lokið og ég er ótrúlega fegin. Ég hef aldrei upplifað flokk svona ótrúlega lengi að líða og ég vil tengja það við að flokkurinn var ótrúlega erfiður og krefjandi. Setningin hennar Sólveigar síðan í fyrra var mjög vel við hæfi í morgun: Komdu fljótt aftur - það er svo gaman að sjá þig fara! Það er ljótt að segja svona, þær voru alveg ágætar og oft á tíðum alveg yndislegar. Æ ég veit ekkert hverju ég er að reyna að koma frá mér. Inn á milli voru ótrúlega frábærar stelpur og hinar sem ekki voru eins frábærar voru í miklum minnihluta.
Við urðum rafmagnslausar um daginn. Ég var þá stödd í heita pottinum - það var svo kalt og leiðinlegt veður að ég ætlaði að forðast að frjosa til dauða með því að sitja yfir þeim á pallinum og ákvað að vera bara með þeim í pottinum. Skemmst frá því að segja að það komst eitt herbergi (tvær stelpur - hinar nenntu ekki) í pottinn áður en rafmagnið hvarf. Þar af leiðandi fór allur hiti af húsinu og allt heita vatnið líka. Ég sem ætlaði að forðast að frjósa úr kulda í fötum fraus úr kulda í bikiníi!! Var orðin helblá á vörunum og var svona fjóra daga að ná upp eðlilegum likamshita aftur!!
Eitthvað fleira sem hefur gerst síðan síðast? Ég var að reyna að deila þeim merkilegu upplýsingum (að mér finnst) með vini mínum áðan og honum fannst þær bara ekkert merkilegar en upplýsingarnar eru þær að ég smakkaði humar um helgina!! Ég er líka búin að vera ótrúlega dugleg að smakka allt sem fyrir mig er lagt. Ég veit ég hljóma eins og ég sé lítill krakki að smakka mat í fyrsta sinn en þið skiljið ekki hvernig það er að vera ég! Það er ótrúlega erfitt og maður nýtur ekki almennrar viðurkenningar í þjóðfélaginu - eða eitthvað :) En humarinn var ótrúlega góður! Hann hlaut náð fyrir augum mínum.
Ég er búin að vera ótrúlega góð í hausnum alveg síðan ég fór upp í Ölver. Hef tekið hjartalyfin mín samviskusamlega en er hætt á magatöflunum - í bili allavega. Ég hef verið slæm í bakinu að undanförnu og formaðurinn lofaði mér nuddi frá konunni hans - hún lærði nudd hérna í denn og það fékk ég á sunnudagskvöldið! Shit hvað það var hræðilega vont! Hún ráðlagði mér að fara til sjúkraþjálfara eða -nuddara því vöðvarnir væru bara í einhverju rugli. Og kvalirnar í höfðinu í gær eftir þetta. Shit!! Og alveg versti dagurinn til að fá mígreni - veisludagur með tilheyrandi ekkifríum og keyrslu. Svo fékk ég mígreni í dag líka en það var útaf því að ég klessti bílinn minn. Það var sko alls ekki gott og heldur ekkert skemmtilegt. En sá sársauki fór fljótt því ég upplifði annars konar sársauka í dag - ég fór nefnilega í vax á ansi hreint skemmtilegu svæði. Það var ógeðslega vont en ég lifði það af.
Þangað til næst!
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe, ég get alveg viðurkennt það að þetta var ansi mögnuð færsla :D Greinilegt að það er mikið fjör í kringum þig núna! ;)
Bjarni (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 17:59
Alveg brjálað! :)
Þjóðarblómið, 20.6.2006 kl. 18:26
hvað er í gangi eiginlega, skemmdist bílinn eitthvað mikið??
hlakka til að sjá þig, sérstaklega að þú sért orðin svo feit (aðalega hvað ég verð þá mjó við hliðina á þér hehe) það er alltaf gott að lifa í blekkingu. Bjallaðu þegar þú getur sæta :-)
Jóhanna M (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 08:42
Við þurfum að hittast, finna gjöf og þú þarft að segja mér ýmislegt...
Hlínza (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 16:19
Ýmislegt hvað? Og já.. :) Mér verður skutlað í bæinn við tækifæri... :)
Þjóðarblómið, 21.6.2006 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.