19.4.2007 | 21:08
Gleðilegt sumar
Tölvusneiðmyndatakan í gærmorgun sýndi ekkert óeðlilegt, það er sem sagt engin æxlismyndun í höfðinu eða neitt annað sem gæti útskýrt höfuðverkina mína. Mígrenið hefur ekki enn verið útilokað og mun ég halda áfram að éta fyrirbyggjandi lyf eins og um mígreni væri að ræða. Læknirinn minn ákvað ásamt mömmu minni að nú væri kominn tími á sjúkraþjáfun og fæ ég tilvísun í það og einnig ætlar hann að finna handa mér taugasérfræðing. Ég mun að öllum líkindum ekki byrja hjá sjúkraþjálfara (ef ég á annað borð kemst að) fyrr en í júníbyrjun því sársaukinn við að losa um vöðvana í hálsinum er of mikill til að ég meiki það í prófa- og ritgerðatörn.
Ég á frí um helgina og mér líður eins og ég eigi frí í ár, eða ég er búin að plana helgina þannig. Eða nei kannski ekki en ég ætla mér að gera ansi margt. Ég ætla að kaupa mér hjól á morgun (veldi á námsmanninum ) og hjóla í sund á laugardaginn, einnig þyrfti ég að kíkja í rúmfó og athuga hvort enn séu til hillur/körfur inn á bað fyrir allt dótið sem er annars uppi á vaskaborðinu. Svo langar mig að kíkja á skómarkaðinn Sappos í Garðabæ. Systkini mín gáfu mér inneign í Smáralind og mig langar að kaupa bikiní fyrir það - vantar ekkert annað í augnablikinu.... og svo þarf ég að læra úffff... æh það reddast! Einnig var ég beðin að mæta á aðalfund KFUM og K fyrir hönd stjórnar Ölvers og svo var ég líka beðin um að mæta á einhvern fund annað kvöld - en ég man ekkert hvar eða um hvað sá fundur er. Á mánudaginn er svo fyrsti stjórnarfundurinn sem ég mæti á hjá stjórn Ölvers. Ég hlakka til
Það var brjálað að gera í vinnunni í dag og törnin byrjaði um leið og ég opnaði. En sem betur fer standa krakkarnir mínir sig yfirleitt vel. Þurfti samt að laga fullt af klaufavillum sem getur verið svo böggandi ef það er mikið að gera. Þakka bara fyrir að eiga frí um helgina.
Oh nenni ekki meiru. Ef þið vitið um góðan sjúkraþjálfara megið þið endilega láta mig vita
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með að vera ekki með æxli. Það gleður mig mjög........væri reyndar ágætt að vita í eitt skipti fyrir öll hvað málið er með þennan haus þinn, en ekkert æxli eru frábærar fréttir :)
En með helgina.......mér lýst ótrúlega vel á planið þitt....versla, versla, versla.....svona næstum því :) Call me ef þig vantar partner. Ég þarf reyndar að vinna smá á morgun, en ég geri það bara þegar ég nenni yfir daginn :) Svo langar mig jafnvel að kíkja aðeins á þennan fund á morgun....veit samt ekki hvort ég nenni að vera þar frá 10-4 :s
Tinna Rós Steinsdóttir, 20.4.2007 kl. 08:17
Ég er ekki viss um að ég nenni heldur að vera á þessum fundi allan tímann og þyrfti líka að læra og svona einhvers staðar þarna inn á milli
Þjóðarblómið, 20.4.2007 kl. 10:41
ohhh væri til í svonahelgi.. versla versla versla og minnir mig á það að ég á hjól og ætla út að hjóla um helgina með barnið og kannski hundinn framan á ef að ég treysti mér til þess.. hann allavega elskar að fá að koma með. Hann er bara orðinn svo hrikalega þungur.
ásta (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 10:54
orðinn svo hrikalega þungur?? mér finnst Bastían alltaf hafa verið þungur ég hlakka svo til að geta byrjað að hjóla á nýja hjólinu sem ég ætla að kaupa í dag.
Þjóðarblómið, 20.4.2007 kl. 11:00
Ok, þú lærir og ég vinn og svo förum við á smá fund og svo.....e-ð......og svo fyrsta formlega KSF fundinn okkar sem geggjað kúl og glaðir stjórnarmeðlimir :)
Gott plan!
Tinna Rós Steinsdóttir, 20.4.2007 kl. 11:05
hahahaha!! já orðinn. Mannstu ekki þegar að hann var ungur og grannur??
hann er allavega ekki að léttast þessi elska
ÁSTA (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.