*yet again*

Ég hef sem sagt ekkert að gera í lífinu annað en að hanga á Mótel Venus og blogga. Mér finnst rosalega gott að koma hingað, maturinn er góður - þótt ég sé nú ekki að borða núna því það er góður matur uppfrá á eftir - ég fæ að nota internetið og það eru allir voðalega viðkunnalegir. Verst að fólk er svo sjaldan á msn þegar ég kemst hingað. En það er allt í lagi. Svekkjandi fyrir ykkur að missa af mér. 

Hafið þið einhvern tímann fengið þá tilfinningu að þið hafið eytt tímanum ykkar í eitthvað sem skiptir akkúrat engu máli og er bara alger tímaeyðsla og sóun?  Mér finnst það óþægileg tilfinning, án þess að ég ætli að tjá mig eitthvað meira um það hér og ég geri það sennilegast aldrei. Enda skiptir þetta svo sem engu máli þannig lagað - tilfinningin er bara óþægileg. Er líka að reyna að hætta að hugsa svona mikið. Það kallar bara á vanlíðan og leiðindi. Ég verð bara að let go and let God og þá lagast allt. 

Kemur gellan að reykja! Oj bara!! En ég þarf hvort eð er bráðum að fara. Vildi bara rétt láta vita af mér fyrst ég kom nú hingað Brosandi

Var ég búin að segja ykkur að Benóný er byrjaður að labba á fullu? Hann er víst alveg út um allt núna. Hann verður eins árs á miðvikudaginn næsta... úff hvað tíminn líður hratt.

Jæja, farin í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi þá tilfinningu að maður hefur eytt tímanum í eitthvað sem skiptir ekki máli, já! Án efa! :/

Ég fer heldur ekkert meira í það enda nenni ég ekki að spá meira í það heldur horfa fram á veginn ;)

Bjarni (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband