Framhjáhaldsstaðurinn

Ég er alveg að tapa heimsóknum með því að blogga svona sjaldan! Ég næ þessu bara upp aftur í haust Glottandi En á meðan einhverjir kíkja á bloggið mitt er ég ánægð. 

Um daginn setti ég inn í höfundaupplýsingar smá um mig en á eftir að betrumbæta það en nenni því ekki núna og hef ekki nennt því í mánuð eða eitthvað. En endilega lesið ef þið hafið áhuga.

Núna eru hjá okkur 44 börn sem taka ekkert smá á. Flokkurinn er að mínu mati frekar illa samsettur, mörg börn síðan í fyrra sem voru frekar erfið en dreifðust á nokkra flokka eru öll samankomin núna uppfrá. En hingað til hefur allt gengið vel og ég býst ekki við neinu öðru það sem eftir er vikunnar. 17. júní er á laugardaginn og þá verður gaman, það verður náttfatapartý eftir bænaherbergi í kvöld og ég er á næturvakt! Eins gott þær verði þreyttar. Þær fóru í fjallgöngu í dag þannig að þær geta ekki verið annað en þreyttar. En þetta er gefandi og gaman þótt maður þurfi að hafa aðeins fyrir börnunum Brosandi Eftir 5 daga verð ég lent í höfuðborginni í kærkomnu fríi! Tvær vikur eru samt ekki langur tími.. skil ekki alveg af hverju ég hlakka svona til þess að komast í frí. En ég ætla bara að leika mér og chilla og hafa það gott. 

Ég er að sprengja utan af mér fötin mín! Allavega þessar buxur sem ég er í... en þetta er nú elstu buxurnar sem ég á og þær eru mjög mikið notaðar. Saumarnir á innanverðum lærunum eru að gefa sig. Þyrfti kannski að fara að hreyfa mig eitthvað markvisst til að halda mér eins og ég er - en í fyrsta skipti á ævinni líður mér ógeðslega vel með hvernig ég lít út. Ég lít ekki lengur út eins og anorexíusjúklingur, ég er með brjóst, meira að segja bara mjög flott að mínu mati og er að venja mig á að vera alltaf bein í baki og rétta úr mér og vera tignarleg! Ég elska að sjá tignarlegar stelpur. Hún Hildur Björg mín er einmitt ein af þeim - hún er fyrrverandi ballerína og hún er svo ótrúlega tignarleg og mig langar að verða svoleiðis... þannig að ég er að vinna í því núna Brosandi

Guðbjörg gleymdi 'Heitar lummur' geisladisknum sínum og ég er búin að kópera hann inn í tölvuna og á ipodinn minn og hef gjörsamlega nauðgað þessum lögum!! Ég veit ekkert skemmtilegra en að vaska upp og þrífa með Heitar lummur í eyrunum.

En ég þarf víst að fara að drífa mig uppeftir, kvöldvakan og kvöldkaffið er sennilega búið og ég gleymdi því sem ég ætlaði að gera hérna!! Oh shit!! Þarf að búa til ratleik og senda hann í tölvupósti svo ég fái hann á morgun...  Kem örugglega ekkert aftur hingað á framhjáhaldsstaðinn Mótel Venus áður enég fer í frí en kem með blogg á þriðjudaginn bara næst Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váá.. Mig langar vera uppí Ölveri núna.. þarf að bíða þangað til í Ágúst:/ Váá Ohh nú er ég með Ölversþrá!

Hey! mundu að geyma Meyjarver fyrir okkur!

-Snædís

Snædís (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 22:20

2 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

diskurinn minn er æði :D

ohh já ömó að ég var ekki inná þegar þú komst. en svo vildi til að netið var á móti mér því ég var ekki með tölvuna á réttum stað! ohh.

heyrumst

Guðbjörg Þórunn, 15.6.2006 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband