Stjórnarhóran

Frá og með laugardeginum síðasta er ég formlega komin í stjórn Kristilegs stúdentafélags og ásamt mér eru Tinna, Þráinn, Hlín og Guðmundur Karl í stjórninni. Ákveðin stefnubreyting hefur átt sér stað hjá mér og ég hef ákveðið að vera ekki kirkjuhóra heldur stjórnarhóra - og stend mig mjög vel í nýja markmiðinu mínu LoL Næsta vetur verð ég bara í einni kirkju en er nú þegar komin í tvær stjórnir. Að sjálfsögðu ætla ég að standa mig í báðum stjórnunum og hlakka til að takast á við verkefnin sem fylgja þessum verkefnum Smile 

Við Andrea kláruðum lokaritgerðina á miðvikudaginn í síðustu viku og sendum hana í yfirlestur til leiðbeinanda okkar. Nú eigum við "bara" eftir að fá athugasemdir frá honum og vinna í þeim áður en við getum farið með hana í prentun. Athugasemdavinnan getur samt verið rosalega mikil og þessu er ekki alveg lokið enn en það sér fyrir endann á því!! Aðrar ritgerðir hafa fengið smá athygli frá mér síðustu daga, var lasin heima á laugardaginn og náði í veikindum mínum að rumpa einni af. Á 7 tímum sem ég var heima hringdi Húsasmiðjan 16 sinnum í mig. Áður en ég vaknaði hafði verið hringt tvisvar. 

Í gær mætti ég í vinnu þrátt fyrir að vera mjög slöpp. Hefði þurft að láta vita af veikindum mínum á laugardagskvöldið og þá leið mér ekkert illa. Ég var samt mjög ánægð með að verslunarstjórinn minn hringdi í mig til að athuga hvernig ég hefði það og hvort mér væri alveg batnað! Það kann ég vel að meta. Minn næsti yfirmaður er ekki svona hugulsamur.

Ég fór í keilu í gær með Tinnu, Báru og Rakel og hef aldrei átt eins slæma byrjun og í gærkvöldi. En þegar leið á stóð ég mig betur og er skemmst frá því að segja að ég vann þær með 151 stig og næst fyrir neðan var Bára með 126 stig minnir mig! Það er langt síðan ég hef náð svona góðum leik en þetta er samt soldið undir personal best hjá mér.

Ég er lasin í dag aftur. Það versta við það að vera veikur heima er hversu marga staði ég þarf að hringja á til að tilkynna veikindin. Húsasmiðjan er nýbúin að semja við Vinnuvernd um að þau haldi utan um veikindadaga starfsfólksins og því þarf ég að hringja þangað þegar ég verð veik og svo aftur þegar mér er batnað og ég treysti mér í vinnu. Svo þarf ég að hringja í verslunarstjórann eða aðstoðarverslunarstjórann og láta þau vita og þriðja símtalið er til næsta yfirmanns míns. Mér finnst óstjórnlega hallærislegt að þurfa að hringja í tvo aðila á sama vinnustaðnum (æðsta yfirmann minn og þann sem er næst fyrir ofan mig) þannig að ég ákvað bara að ég mætti bara senda mínum yfirmanni sms. Mér finnst tilkynningaskyldunni ofaukið þarna!!

Á morgun kemst ég loksins til læknisins míns! Ég er með nokkur vandamál sem hann þarf að laga en fyrst og fremst er það auðvitað hausdruslan mín. Svo er það lærið sem er byrjað að plaga mig aftur og eitthvað eru frunsurnar farnar að sækja í sig veðrið! Svo á ég við annað vandamál að stríða sem er farið að leggjast á sálina mína en veit ekki hvort ég þori að nefna það við hann. Hann er nú samt örugglega öllu vanur.

Ég er að hugsa um að fara að læra - eða hvíla mig. Gott að geta hvílt sig svona af og til þegar maður er lasinn Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja svo þú segir það. æ, það er orðið svo langt síðan ég leit við síðast að ég verð að bæta um betur og kvitta því fyrir nú í leiðinni.

Emil Páll (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Guðrún

Til hamingju með lífið.

Þú ert svo sæt. 

Guðrún , 17.4.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband