14.4.2007 | 01:09
Kynþokki
Ég er búin að læra það að strákar hafa afskaplega ranga mynd af kynþokka annarra stráka! Auðvitað veit ég að þeir eru kannski ekkert endilega að spá í kynþokka annarra karlmanna en þeir ættu samt alveg að hafa einhverjar hugmyndir um hvað er kynþokkafullt. Ég get alveg séð kynþokka annarra stelpna og hef alveg rætt um kynþokka nokkurra stelpna við vini mína og finnst það minnsta mál í heimi! Ég var einmitt að segja kynþokkafullu vinum mínum áðan að ég þyrfti sko alvarlega að fara að taka þá í kennslustund um hvað það er sem er kynþokkafullt í fari stráka og hvað það er sem á síður upp á pallborðið. Ég er að semja fyrirlesturinn minn og útgangspunktarnir eru einhvern veginn svona:
- Góð lykt er mjög mikið turn-on og að sama skapi er vond lykt alveg hrikalegt turn-off! -Þetta vita vinir mínir enda er ég mjög dugleg við að láta þá vita ef þeir lykta vel
- Niðurþröngar buxur eru ekki að gera sig með mjög fáum undantekningum!! Einn vinur minn er einmitt undartekningin.
- Fita er ekki vinsæl en í litlu magni er hún samt alveg í lagi.
- Fegurð er afstæð en ljótleiki er ekki hluti af því sem fellur undir minn kynþokka og því er Borat ekki kynþokkafullur!! Heyrið þið það ha!!!
- Líkamshár all over the place er ekki eitthvað sem kemur mér til.
Þetta er bara smá hluti af því sem ég hef verið að reyna að kenna kynþokkafullu vinum mínum en það gengur eitthvað hægt að síast inn. Einnig hef ég reynt að koma því á framfæri við þá að þeir séu kynþokkinn uppmálaður en þeir hlæja bara... kjánar... Svo er vert að benda á það að þetta eru einungis mínar skoðanir og þær þurfa ekki að endurspegla mat þjóðarinnar á þessu málefni!
Var einmitt að ljúka símtali við einn kynþokkafullan. Það var æðis... og það er gaman að tala við mig í síma!
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já veistu ég er alveg sammála þér með lyktina! ég elska þegar strákar lykta vel :p mér finnst niðurþröngar buxur ekki gera neitt fyrir stráka, einn er þó undantekning en mér finnst það samt ekki flott!
Viðurkendu það bara að þér finnst Borat sexy beast ;) hehe
Guðbjörg Þórunn, 14.4.2007 kl. 01:14
Oj nei!! Hef ekki séð myndina og það stendur ekki til!!
Þjóðarblómið, 14.4.2007 kl. 01:15
ég hef sko alveg séð allar myndirnar af honum sem eru uppá vegg hjá þér ;D hehe nei ok :p
Guðbjörg Þórunn, 14.4.2007 kl. 01:18
ohh góð lykt er best!! Ekkert betra en strákar sem lykta vel haha ... en það eru jú undantekingar af strákum sem að komast upp með að vera í skinny jeans...það eru nokkrir hér. En málið er að þeir eru líka ótrúlega skinny! hehe
en annað sem að er nauðsynlegt... hárið þarf að vera í lagi. mér er alveg sama um sídd og allt það...en ef að hárið er skítugara en allt ... þá er ég ekki alveg að fíla það!
Dagný Guðmundsdóttir, 14.4.2007 kl. 03:37
Þóra, þú ert að missa af miklu með að ætla ekki að horfa á Borat! Hún er argasta snilld og ég hef sjaldan legið í jafn miklum hláturskrampa og ég gerði þegar að ég horfði á hana.
Persónan Borat finnst mér kannski ekki sexy.. en leikarinn sem að leikur hann ER DROP DEAD SEXY!!
mér finnast aukakíló oft mjög sexy, ekki alltaf en aukakílóin á manninum mínum finnst mér sexy grrRRrr
ég er alveg að ná þessu með niðurþrengdar buxur en þó ekki í öllum tilfellum, mér finnst langflottast þegar að strákar eru bara eru bara eins og þeir vilja en ekki eins og tískubúðirnar vilja að þeir séu, Mér finnast ljósabrúnir og gaurar sem að lita á sér hárið í flestum tilfellum EKKI SEXY
ÁSTA (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 10:26
Vááááá hvað þú ert mikill snillingur Þóra Jenný!
Ég verð þó að segja að Borat er SKO kynþokkafullur, hefuru ekki séð hann í gulu speedo buxunum??......allamalla!
En svona í alvöru, hár all over......það er jú svoldið kynþokkafullt! Mér finnst það a.m.k. Það er svoldið svona karlmennskutákn og við elskum nottlega karlmenn.......mmm :)
Lyktin er nottlega lykilatriði.......þeir geta komið manni í vímu þegar lyktin er nógu góð!
Hreinlæti er mjög stór punktur í kynþokka!
Niðurmjótt......ojjj......buxur verða fyrst og fremst að bringa fram rassinn!
Persónuleiki er líka mjög mikilvægur þegar kemur að kynþokka. Strákar með mínus sjálfsálit og leiðinlegir strákar eru til dæmis ekki mjög kynþokkafullir af þeirri ástæðu einni stundum. Meðan skemmtilegir og hressir strákar geta verið fáránlega kynþokkafullar persónur án þess endilega að vera kynþokkafullt body skiljiði ;)
Væmni er ókynþokkafyllst í heimi!
Rómantík getur verið kynþokkafull svo lengi sem rétt er farið að henni!
3 daga skegg.......ji minn einasti hvað það er kynþokkafullt!! :)
vá, ég gæti haldið áfram í allan dag......en þar sem ég efast um a ðþið nennið að lesa það ætla ég bara að hætta í bili :p
Tinna Rós Steinsdóttir, 14.4.2007 kl. 16:50
Bloggið mitt átti sko að verða skemmtilegra :-/ finnst það ekki alveg nógu skemmtilegt...
Sko... hár all over.... þá er ég sko að meina að það eru hár frá tám og upp á höfuð... evríver skiljiði!!! Axlir, bak, síðan og allt er tekið með sko...
Kynþokkafulli vinur okkar, Tinna (annar þeirra), getur verið í niðurmjóum buxum og rassinn er svo hot í þeim.... sá það í MJÖG miklu návígi í leikhúsferðinni góðu um daginn!!
Væmni er ógeðis!! Þoli ekki væmni og gæti gubbað á væmna stráka!!
Tinna, það var einhver sem kenndi okkur um daginn að þetta væri yfirleitt ekki þriggja daga skegg heldur eitthvað aðeins meira... en kynþokkafullt samt ;)
Gott komment tinna og þið öll hin líka :) Elska komment :)
Þjóðarblómið, 14.4.2007 kl. 17:17
hæ
ákvað að kvitta fyrir komuna á síðuna þína.. það er gaman. Ég verð nú bara að segja að Borat myndin er skylduáhorf þóra mín. !!! og bringuhár eru þhekþhí
sigga (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:14
Bringuhár eru sexy - eg er sammála því Sigga, en ekki hár á öxlum og alls staðar...
Þjóðarblómið, 16.4.2007 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.