1 down - 7 to go

Södd og sæl sit ég á Mótel Venus - en sígarettureykurinn skemmir það pínu! Hann veldur mér hausverk. Smá stund milli stríða - 21/23 stelpur fóru í morgun og von er á 46 stelpum á eftir! Fyrsta vikan var alveg hreint ótrúlega góð - þegar á heildina er litið. Ef maður fer með opnum huga inn í aðstæður sem maður ræður ekki við þá gengur miklu betur að taka vel á því sem upp kemur. Nenni ég að tala undir rós? Æ nei nei, skal bara segja ykkur hvað ég meina. Forstöðukonan sem var uppfrá í fyrsta flokki er ástæðan fyrir því að ég vinn ekki lengur í Hlíðinni og ég kveið því rosalega að hún kæmi uppeftir. Ég varð ofsalega sár út í hana eitt sinn er ég var að vinna með henni í Hlíðinni því ég fékk mígrenikast dauðans og varð rosalega veik en átti samt að gjöra svo vel að klára mína vinnu og mátti ekki leggja mig. Það er ekki eins og ég leggi mig við hvert tækifæri.. helst bara ef ég verð svona rosalega veik af höfuðverk. Eftir þetta hef ég fengið mígrenikast 3-4 sinnum í viku þegar ég er að vinna með henni og fannst hún brjóta á mér og hef ekkert líkað sérstaklega vel við hana eftir þetta. En ég ákvað að það þýddi ekkert að byrja sumarið á einhverjum leiðindum og lagði því fyrri tilfinningar til hliðar og tók á þessu með opnum huga. Skemmst er frá því að segja að hún er frábær forstöðukona og það var mjög gaman að vinna með henni. Ég varð ekkert veik og allt gekk vel. Í næsta flokki er jafnaldra mín forstöðukona og það er það sama sem gildir - hugsa jákvætt og taka því sem ber. Ég efast ekki um að hún standi sig vel en ég þarf bara að hafa open mind til að sjá það! Og það ætla ég að reyna eftir bestu getu.

Eftir viku kem ég heim í vikufrí. Mér finnst soldið erfitt að vera endalaust í fríi. Ég er kannski ekkert svo mikið í fríi þannig en tilfinningin er þannig því þetta er alltaf heil vika í einu sem ég er í fríi. Reyndar bara tvær svoleiðis en samt nógu mikið til að mér eigi eftir að leiðast. Mig langaði að fara austur til Frikka en sú eina sem ég þekki sem er í fríi kemst ekki þannig að það er dáið. En það er afmæli hjá Benóný þannig að ég hef nú alveg eitthvað að gera. Svo er líka útskriftarveisla hjá Sólveigu þá um helgina - brjálað prógramm...  

Ég þarf nú eiginlega að fara að koma mér í kaupstaðinn ef ég ætla að vera komin uppeftir á undan krökkunum. Blogga aftur við tækifæri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að það gengur vel! Um að gera að vera með opinn huga... bara ekki svo opinn að heilinn detti út ;o)
Þú verður forstöðukona á næsta ári... sannaðu til!

Hlínza (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 15:14

2 identicon

Þú ert alltaf í fríi. Nett vinna greinilega :)

Bjarni (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 16:13

3 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

takk fyrir vikuna sömuleiðis :)

mundu svo eftir ákveðnum aðila og því sem ég sagði ;)

sjáumst í unglingaflokk! kannski fyrr :)

Guðbjörg Þórunn, 13.6.2006 kl. 22:05

4 identicon

hæhæ ég er að lesa þetta blogg þitt í fyrsta skiptið...
en any way ég hlakka geðveikt til að koma upp í Ölver... æi já þá ferð þú í frí ... alveg rétt... sjúkur bömmer :( :( :( ...

en ég er sem stendur að vinna með gamla fólkinu og er ekki frá því að það sé skemmtilegra að vinna með ungu fólki... en það er ágætt að skiptast á svo sem....

hafðu það gott í Ölveri og verið duglegar taka brennóæfingar svo að við rústum þeim í unglingaflokki ;)...

Iðunn Ása Óladóttir (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 19:54

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Guðbjörg: Ha? Skil ekki... man allavega ekki... en diskurinn þinn er að gera bestu hluti í heimi!! Er með hann á endalausu repeat í ipodinum :)

Bjarni: Alltaf í fríi, my ASS!!! :) Þetta er sko ekki chill, ó nei ó nei!!

Iðunn: TAkk fyrir innlitið :) Hlakka til að vinna með þér þegar ég kem uppeftir aftur :)

Þjóðarblómið, 15.6.2006 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband