Kjaftasögur dauðans

Ég hef ekki afrekað margt undanfarna daga. Skírdegi, föstudeginum langa og öðru í páskum eyddum við Andrea uppi Smiðju Kennaraháskóla Íslands við ritgerðarskrif. Við byrjuðum klukkan 9 báða morgnana og vorum fyrstar upp í skóla en svo bættist aðeins í hópinn þegar leið á morgnana. Yfirleitt skrifuðum við til tvö og létum það gott heita. Þess má þó geta að við erum næstum því búnar og verður ritgerðin send í fyrsta yfirlestur á morgun - eigum bara lokaorð og inngang eftir (fyrir utan einn kafla sem ákvað að hverfa, en hann var ekkert svo langur). Eftir skrifin á fimmtudeginum varð ég að fara heim og leggja mig smá áður en ég fór í vinnuna. 

Á föstudaginn langa, eftir ritgerðarskrif og sturtu fór ég í heimsókn upp í Vatnaskóg. Það var svo geðveikt gaman að hitta Tinnu mína og fleiri. Gaman að segja frá því að ég var búin að vera þarna í hálftíma þegar fólk var byrjað að slúðra um veru mína þarna uppfrá. En mér er sama, ég veit hverjum ég er skotin í og hverjum ekki og ég hafði óendanlega gaman af að hitta alla vini mína þarna og kynnast nýjum krökkum. Ég fékk þrjú áhugaverð tilboð sem ekki verða gerð opinber á þessum vef Whistling  Ég stóð mig frábærlega sem hjálparkokkur í eldhúsinu. Takk tinna mín fyrir að segja mér að koma í heimsókn Police

Laugardeginum eyddi ég uppi í rúmi. Ég svaf allan heila daginn útaf því að ég fékk mígrenikast á leiðinni heim úr Skóginum um nóttina og það var ekki farið þegar ég vaknaði. Sársaukinn var óbærilegur og ég rétt afrekaði að fara tvisvar fram á bað, í annað skiptið að pissa og hitt til að éta milljón töflur.  Ég vaknaði svona þrisvar yfir daginn en drattaðist loks fram úr kl. 18:30 um kvöldið. Sem betur fer var verkurinn að mestu farinn og ég meikaði lífið aftur. Mér tókst að borða og fara í sturtu og fór svo á kss fund. Ágætis annáll þar á ferð og svo var páskapartý eftir fundinn. Ágætis partý með smávægilegum hnökrum. Partýið var búið um hálf 2 og við Tinna fengum far með Geirlaugi upp á Holtaveg og við sátum inni í bílnum hans til klukkan 3 og spjölluðum helling. Ótrúlega gaman. Svo tók við meira spall við Tinnu í bílnum mínum til um hálf fimm, þá fór ég út að tala í símann og svo settumst við inn í Tinnubíl og vorum þar til klukkan sex. Þorleifur kom og heimsótti okkur í bílinn hennar Tinnu. Á heildina litið var kvöldið æðislegt - það reddaðist mjög vel þrátt fyrir kannski ekki svo góða byrjun. 

Ég rembdist við að læra en var svo þreytt að ég sofnaði bókstaflega með trýnið ofan í bækurnar en drattaðist á lappir um þrjú. Þá tók við sturta og svo fór ég heim til mömmu og pabba í páskamat. Ég fékk EKKERT páskaegg!! Eða jú reyndar eitt sem ég á eftir að sækja upp í Háteigskirkju. Ætli ég hafi ekki stoppað heima í svona þrjá tíma og kom heim til mín um 9-leytið. Þegar eg var nýsest fyrir framan tölvuna og ætlaði að byrja að læra sendi Tinna mín mér sms og bað mig að koma á rúntinn. Ég ákvað að fresta lærdómnum augnablik og fór með henni út. Það var mjög gaman og nauðsynlegt, bæði fyrir mig og hana held ég líka. 

Gærdeginum eyddi ég að hluta uppi í skóla en um 2 fór ég heim í sturtu til að undirbúa mig undir næstu læritörn og sat við tölvuna til um 8 en þá fór ég aftur í sturtu því sundferðinni var frestað en fór í staðinn heim til Hlínar og Þorgeirs og spilaði baunaspilið með þeim og Ernu og Þráni. Það var ótrúlega gaman Smile 

Framundan er fermingarnámskeið uppi í Vatnaskógi frá fimmtudegi og fram á föstudag og svo er vinnuhelgi og kosningar til stjórnar KSF. Spennandi að sjá hverjir verða í framboði Smile

Hversu margar sturtuferðir talaði ég eiginlega um í þessu bloggi?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

fimm sýnist mér :p

annars mjög fínt blogg, þarft að blogga oftar þegar það fer að hægjast um hjá þér ;D

sé þig stóran mín

Guðbjörg Þórunn, 10.4.2007 kl. 22:53

2 identicon

nenni ekki að telja. of mikið af lærdóm í þessari færslu:)

gaman að þetta sé að verða búið hjá ykkur, gangi ykkur vel

ásta (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 10:03

3 identicon

hehe ég náði ekki einusinni að telja  Þetta er ýkt skemmtilegt blogg hjá þér

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 12:14

4 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Takk fyrir allt Þórið mitt

Heyrðu, tilboðin 3 voru öll alveg þess virði að skoða þau nánar. Ég held allavegana að það sé lítið að tapa á þeim..........nema kannski einu þar sem það sem eftir er ævi okkar kemur við sögu í því!  Þú stóðst þig klárlega FRÁBÆRLEGA sem hjálparkokkur og ég er fullviss um að ég hefði aldrei getað bakað öll þessi trilljón horn án þinnar hjálpar.......takk fyrir að koma!!!

Nóttin okkar var ágætis.......frábært spjall, nokkur tár og kynþokkafull heimsókn.......what more can you ask for!! :) Þetta var alveg ekta.is! Það sama má segja um Páskadagsbíltúrinn.......þó engin kynþokkafull heimsókn hafi átt sér stað þá! Þú ert súper luv!!!!

Tinna Rós Steinsdóttir, 11.4.2007 kl. 15:52

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Kynþokkafullar heimsóknir eru bestar!! Og kynþokkafull símtöl líka... ekki má gleyma þeim :D

Þjóðarblómið, 11.4.2007 kl. 21:16

6 Smámynd: Lutheran Dude

Bannað að tala undir rós!

Lutheran Dude, 12.4.2007 kl. 08:44

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég hélt ég væri ekki að því... ég er svo léleg í því að ég ákvað að sleppa því, það er ansi margt sem ég hefði viljað segja undir rós en ég kann það bara ekki!!

Þjóðarblómið, 12.4.2007 kl. 09:01

8 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Nákvæmlega...ef það er einhver í þessum heimi lélegur í því að tala undir rós þá erum það við Þóra Jenný......ég held bara að þið séuð að reyna of mikið að sjá undir rósina að þið takið ekki eftir því að rósin er ekki til staðar!! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 12.4.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband