Mótel Venus

Mótel Venus rúlar! Ég er í smá fríi frá Ölveri (í tvo og hálfan tíma sem eru næstum bráðum liðnir) og nýtti tímann í að fara að eins í Borgarnes og svo á Mótel Venus og nýta mér þráðlausa netið þeirra.

Sumarið byrjar mjög rólega. Í flokknum eru ekki nema 21 stelpa, 23 ef með eru taldar dætur forstöðukonunnar. Það er ótrúlega ljúft að byrja með svona fáar. Sumarið fer mjög vel af stað, frábært starfsfólk, þó ekki nema tvær okkar verði út sumarið - hinar verða allar fimm flokka eða færri, maturinn er mjög góður og umhverfið æðislegt. Veðrið gæti alveg verið betra en maður fær víst ekki allt. Stelpurnar eru hressar og njóta sín í botn.

Rosalega verður maður andlaus þegar maður hefur ekki skrifað lengi. Hausinn er fullur af hugmyndum en þær bara komast ekki rétt út.

Ég þoli ekki þegar mér er ekki sýnd sú virðing sem ég á skilið. Ég er ekkert endilega að halda því fram að það eigi eitthvað allir að bugta sig og beygja fyrir mér, en mér finnst að það eigi að koma fram við alla menn af kurteisi. Sérstaklega finnst mér að fólk sem er yngra en ég og þar af leiðandi með minni reynslu eigi að koma almennilega fram - ekki rífa kjaft endalaust og vera með leiðindi. Ég er ekkert endilega að tala um eitthvað ákveðið atriði en þetta liggur á mér núna.

Sem elsti foringinn á staðnum (og sá með mestu reynsluna) þá er ég forstöðukonuígildi ef forstöðukonan skyldi þurfa að bregða sér af bæ. Í þessum flokki er ég búin að vera forstöðukona í um 8 tíma sem dreifast á tvo daga -  í gær og í fyrradag. Ég tók tvo símatíma og það gekk mjög vel og einnig stjórnaði ég tveimur matartímum starfsfólks og það gekk líka mjög vel.  Ég fattaði það um daginn að ég er elsti foringinn sem vinnur hjá sumarbúðum KFUM og K sem er nánast allt sumarið!! Reyndar fer ég alveg í frí í tvær vikur en samkvæmt nýjum viðmiðum stjórnar Ölvers ætti fríið að vera 20 dagar - tveir dagar í hverri viku sinnum tíu vikur í staðinn fyrir einn dag fyrir hverja unna viku.

Ógeðslega finnst mér þetta léleg frammistaða eftir svona langt bloggleysi. Ég geri ráð fyrir því að koma aftur hingað á flokkaskiptunum á þriðjudaginn - eftir hádegi, ef ykkur langar til að hitta mig á msn eða lesa ruglið mitt. Ég slæ höndunum sko ekki á móti heimsóknum hingað uppeftir, en það þarf að láta vita af þeim með fyrirvara því það er ekkert gefið að maður sé í fríi á þessum stað Glottandi Fæ nú alveg mín frí, en tímasetningin á þeim breytist bara dag frá degi. Annars kem ég nú heim eftir 10 daga í frí og þá kaupi ég nýja tölvu - eða vonandi. Námslánin eru komin og þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir þeim innkaupum. Það er nú meira á dagskránni þegar ég kem í bæinn en hvað það er verður ekki gefið upp að svo stöddu.

Annars bið ég bara að heilsa ykkur og reyni að henda inn áhugaverðri færslu við tækifæri - eða á þriðjudaginn næsta Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er allavega gott að þú látir eitthvað í þér heyra í sumar;) ég kem alltaf reglulega á síðuna þína þó svo að ég sé nú ekki sú duglegasta að kommenta;)

Þóra Kristín (IP-tala skráð) 10.6.2006 kl. 16:51

2 identicon

Hæ ég kíkji nú alltaf á hverjum degi þó að ég viti að þú getir ekki bloggað hvenær sem er. Hlakka til að hitta þig. Það verður nú eitthvað semmtilegt gert þegar þú kemur heim. Hafðu það gott og heyrumst.

Jóhanna María (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 08:32

3 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

jeeeeeeeee ég mun koma í heimsókn í síðasta flokkinn þinn! haha þannig að eftir ca. 62-64 daga þá mun ég koma til þín...ég ætla að gefa mér 2-4 daga að jafna mig og læra að keyra aftur hægra megin! hehe

Dagný Guðmundsdóttir, 12.6.2006 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband