Discoið er dautt!

Miklar annir hafa valdið því að langt er síðan ég bloggaði síðast. Ég skal stikla á stóru yfir liðna viku: 

Miðvikudagur: Fór á annað heimilið mitt þessa dagana (eða svona næstum því - er samt bara búin að fara þangað einu sinni núna en verður örugglega oftar) heim til Andreu og þar sátum við við skriftir í 6 tíma eða svo og komumst aðeins áfram með ritgerðina okkar. Svo var stefnan sett heim til mín, í sturtu og ganga niður í Austurbæ til að fara með Tinnu á Discóið er dautt hjá leikfélagi FB. Ég skemmti mér konunglega og þá kannski ekki endilega yfir sýningunni sjálfri. Tinna hló mjög mikið og ég veit ekki hvort hún hló að mér eða sýningunni Blush Sýningin er rosalega flott og leikararnir stóðu sig vel. Svo fylgdi ég með bílnum þegar Tinna og Þorleifur fóru á leiklistaræfingu uppi á Holtavegi. Það var líka rosa gaman og ég nánast farin að kunna fermingarleikritið utan að Smile Eftir allt þetta og smávegis vesen þá tók við langt spjall fyrir utan húsið mitt í bílnum hennar Tinnu. Það var æðislegt.

fimmtudagur: Við Andrea lærðum hvor í sínu lagi og ég endaði svo bara í vinnunni og eftir það bara heima. 

Föstudagur: Ég vaknaði með mígrenikast dauðans og gat þar af leiðandi ekkert lært allan daginn, fór samt í vinnuna og endaði heima hjá mér, dauð um 10 leytið - held ég.

Laugardagur: Vinnan frá 12-19, svo dreif ég mig heim og skipti um föt því að ég fór svo með Arnari á Discóið er dautt. Ég skemmti mér miklu betur á þessari sýningu því hún var miklu ferskari einhvern veginn. Enn og aftur skemmti ég mér konunglega Blush án þess að ætla að fara eitthvað nánar út í það. Í hálfleik hitti ég tvíbura sem eru sumarbúðabörnin mín og þær sögðu mér að þær hefðu hitt einhverja konu á Holtaveginu sem hélt fyrirlestur um tattoo-in mín. Það fannst mér afar merkilegt og gott ef þetta nýtist einhverjum Smile Væri samt alveg gaman að vita hverjir eru að tala um mig Cool Hitti einmitt líka einn vinnufélaga í hálfleik. Arnar skutlaði mér svo heim og ég hafði tækifæri til að fara í sturtu og svona áður en hann og Þorleifur komu og sóttu mig aftur tveimur tímum síðar. Við Arnar gerðumst boðflennur á generalprufuna á fermingarleikritið hans Péturs hennar Ragnhildar og leikararnir stóðu sig mjög vel þrátt fyrir mikla þreytu á alla kanta. Örstuttur rúntur og svo heim að sofa um hálf 4.

Sunnudagur: Ógeðslega úldin í vinnunni en þurfti bara að vera þar í fjóra tíma. Brunaði heim til mömmu og pabba, hafði fimm mínútur til að fara í sturtu og taka mig til. Tókst það á tíu mínútum ásamt því að knúsa Benóný. Við fórum saman í fermingarveislu í Sandgerði hjá barni sem ég hef hitt svona þrisvar áður en ég og pabbi hennar erum systkinabörn þannig að það var ekkert annað í boði en að mæta. Eftir þá veislu fór ég með Jóa og Kittu til Keflavikur að vinna í fermingarveislu hjá fósturfjölskyldunni minni. Jóhannan mín er orðin svo ólétt og ég bíð spennt eftir Signýju Þóru - fimm vikur í settan dag :) Nafnan mín sparkaði fullt í mig og vildi segja mér að hún ætti að heita þetta Smile Ég veit samt ekkert hvort Jóhanna er með stelpu eða strák en þangað til eitthvað annað kemur í ljós þá gengur barnið hennar undir þessu nafni. "Fósturmamma" mín, mamma hennar Jóhönnu, er alveg sátt við þetta nafn enda heitir hún Signý Smile Þegar ég var að taka af borðunum (nýbúin að borða) þá spyrja Hildur (systir Jóhönnu) og Magnea (mamma fermingarbarnsins og mágkona Jóhönnu) mig hvort ég eigi ekki eftir að segja þeim eitthvað. Svo líta þær niður á magann minn og ég leit niður, þá var ég svo útþanin af mat að þær héldu að ég væri ólétt!! Ég sagðist bara vera að reyna að ná Jóhönnu en mér gengi frekar hægt þar sem það vex ekkert inni í mér. Fór svo heim og þaðan til Rakelar en hún var bara sofnuð þannig að ég keyrði bara í bæinn.

Það sætasta sem ég veit um þessa dagana er þegar Benóný segir: bæ! Það er svo krúttlegt hvernig hann segir það - ohh hann er svo sætur!! Og hann kann sko alveg að segja Tóta Smile 

Ekki má gleyma því að besta stóra systir mín átti afmæli í gær, 1. apríl! Ég ætla ekki að setja aldurinn hennar hérna inn því það minnir mig alltaf á hversu gömul ég er að verða Crying En til hamingju með daginn Kissing

Nýjasta ástfóstrið í lífinu mínu er Friðrik Ómar! Ég keypti diskinn hans í Fríhöfninni um daginn og hef ekki hlustað á neitt annað síðan!! Mér áskotnaðist líka Júróvisíon lagið hans í vikunni sem leið og hérna heyrist ekkert nema Friðrik Ómar.

Einn vinur minn sagði um daginn: Þóra, gaurarnir sem þú heillast af eru allir svo þvenghýrir að það endar með því að þú verður að fara í kynskiptaaðgerð!!! Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er bara ein skemmtilegri  færsla sem að ég hef lesið undanfarið!!!

Alltaf nóg að gera hjá þér og af hverju ertu búin að fara á diskóið er dautt tvisvar??? hvaða strákur er að leika í því??

Og, mikið er gaman þegar að þú minnist á Ben í færslunum þínum;) finnst alltaf jafngaman að lesa e-ð um hann

ásta (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 09:24

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég varð að koma því að hvað litli frændinn minn er sætur :) Hann er svo fyndinn :) Þorleifur var að leika í Diskóið er dautt og hann er sjúklega góður dansari!!

Þjóðarblómið, 3.4.2007 kl. 11:18

3 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Haha........vá hvað þetta er góð færsla. Ég hló næstum því upphátt svona 7 sinnum (sem hefði verið svoldið spes þar sem ég er umkringd fólki í vinnunni minni sem á að vera háalvarlegur vinnustaður!).
Þú ÓLÉTT.........barammmpbammm tssssss
En það er spurning hvort ég hafi hlegið meira af þér eða leikritinu....en btw þá á maður ekki að auglýsa það að maður fari 2 sinnum á þetta leikrit. Þú fórst nottlega BARA fyrir Arnar í seinna skiptið, svo hann þyrfti ekki að fara einn!
Það var svo súper dúper æðislegt að fá ykkur á generalprufuna okkar. Ég vildi bara að þið hefðuð verð þarna á sunnudaginn líka. Það var ýkt fyndið, ég var svo stressuð fyrir sýninguna og Þorleifur var e-ð að reyna að róa mig niður og spjallið var mjög fyndið:
Þorleifur: "Tinna, við gátum þetta í gær og þá getum við þetta núna líka"
Ég: "En í gær var Þóra Jenný í salnum, það var allt annað, ég get þetta ekkert án hennar þarna"
Þorleifur: "Já, hún er hérna líka núna, bæði hún og Arnar, svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur"
Ég: "HA....Í ALVÖRU"
Þorleifur: "umhumm"
kannski var þetta bara fyndið þegar maður var þarna, en ég held að þér finnist þetta fyndið líka
Mikið gleður það mig að þú skulir loksins vera með Eurovision lagið hans Friðriks Ómars á hreinu. Það er nottlega fáránlegt að elska e-n og þekkja ekki EUROVISION lagið hans .....en e-ð rámar mig í þvenghýra kommentið, ji minn einasti eini!!!
Annars er þetta komment mitt nú orðið sér bloggfærsla útaf fyrir sig, svo ég segi bara bless og amen!

Tinna Rós Steinsdóttir, 3.4.2007 kl. 11:45

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Það er alveg rétt Tinna, ég fór bara til að veita Arnari félagsskap - hann vildi það :D En auðvitað hefði ég aldrei neitað boði á þetta leikrit!

Mig langaði svo að sjá frumsýninguna ykkar og lokasýninguna :-/ Var næstum því ýkt pirruð yfir að þurfa að fara í fermingu sjálf og ekki vera boðin þarna :-/ Mikið finnst mér gott að vera svona mikilvæg og góður stuðningur :)

Friðrik Ómar er brilliant - en ég kann samt lagið ekki ennþá - en það fer alveg að koma í iTunes hja mér :) Sit uppi í skola og þarf að hemja mig að raula ekki með :)

Þjóðarblómið, 3.4.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

Hver er þessi Arnar?

Guðbjörg Þórunn, 4.4.2007 kl. 12:20

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Hann Arnar - hann er hot... nei segi svona,,, hann er það reyndar en hann er stórskemmtilegur líka :) og alltaf svo vel lyktandi :) held það hafi hvergi komið þarna fram :) En já, Arnar er æði :)

Þjóðarblómið, 4.4.2007 kl. 13:44

7 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

úllala ;D nú get ég ekki beðið eftir að komast á msn og fá fleiri upplýsingar ;D hehe

Guðbjörg Þórunn, 4.4.2007 kl. 14:20

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Það er ekkert úlalla :) en ok :)

Þjóðarblómið, 4.4.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband