Flóuð mjólk

Í dag hefur magaverkurinn verið allsráðandi í lífinu mínu og mér líkar það ekki. Í sannleika satt vildi ég frekar fá mígreni heldur en magaverkinn því með hausverkinn get ég staðið upprétt - það er ekki hægt þegar magaverkurinn lætur kræla á sér. Ég hringdi í mömmu mína og hún hafði þetta að segja: Þóra mín, nú hættir þú að borða pulsur, Kentucky, American Style og drekka kók!!! En eins og góðri mömmu sæmir þá auðvitað kom hún með skotheld ráð til að lækna magann minn: Ég á að drekka eins mikið og ég kæri mig um af flóaðri mjólk með hunangi! Borða gróft ristað brauð, drekka lgg+ og ekki drekka kók!!! Ég drekk þessa blessuðu flóuðu mjólk og hún er alveg ágæt, ristað brauð borða ég, lgg+ á ég... og kókið verð ég að drekka - annars verður mér bæði illt í maganum og hausnum og það er eitthvað sem ég legg ekki í!!! En ég drekk samt rosalega lítið kók mamma. Annars á ég tíma hjá lækninum mínum næsta þriðjudag og er komin með langan lista til að tala við hann um. 

Við erum byrjaðar að skrifa lokaritgerðina okkar og það gengur ágætlega. Ég býst við að þeir kaflar sem eru hvað erfiðastir séu nánast komnir - en þeir eru nú ekki margir. Það eru bara kynningar á því sem við höfum verið að gera og hvernig við komum til með að vinna þetta. Akkúrat í þessum töluðu orðum er ég að vinna í ritgerðinni. 

Ég er voðalega andlaus eitthvað í dag, það er eiginlega kominn háttatími hjá mér. Ég er komin með sjónvarp, þökk sé vinkonu frænku minnar sem vinnur með mér í Blómavali. 

Skal reyna að koma með betra blogg á morgun - eftir leiksýninguna sem ég fer á.... en mig grunar samt alveg hvernig sú færsla á eftir að hljóma... en við skulum sjá Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er einmitt magaverkja manneskja og finnst ofboðslega sárt að fá höfuðverk sem að ég fæ 2-3 á ári (þynnka ekki talin inn í hehehe)

en það er bara alltaf vont að vera ekki heilsuhraustur.  en flóuð mjól JAKK! get ekki drukkið hana...

segðu mér eitt?? hver er að leika í þessu leikriti? er það BK?

ásta (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:43

2 identicon

eitt glas af kók ok en drekka kók þú veist hvað ég  á við svo hollan mat

vilborg (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 12:06

3 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

HAHA......já, e-ð grunar mig það nú líka hvernig færslan eftir leikritið mun verða........vá hvað ég hlakka allavegana til að lesa hana, can't wait :D
Hver er annars BK??......það verð ég að fá að vita.....tonight darling ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 28.3.2007 kl. 12:46

4 identicon

Baltasar Kormákur..

hver annar??

ásta (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:53

5 Smámynd: Þjóðarblómið

BK er kynþokkafyllsti maður í heimi (þó eru einhverjir að nalgast hann - segi ekki meir ) BK stendur fyrir Baltasar kormákur... hann er alveg hættur að leika sjálfur.. núna leikstýrir hann bara. 

Skemmtileg færsla segið þið... veit ekki hvort ég meiki að blogga um þetta... þarf að halda uppi smá standard sko... 

Þjóðarblómið, 28.3.2007 kl. 14:38

6 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Þú ert nú búin að lofa að blogga um þetta.....ekki ætlaru að fara á bak orða þinna?? ;) Ég er MJÖG spennt fyrir þeirri bloggfærslu, sérstaklega þar sem ég var viðstödd ósköpin í gær og veit hvað hún gæti haft uppá að bjóða....tíhí :)

En Baltasar Kormákur....auðvitað, hvernig GAT ég ekki fattað það! Hann er hot ;)......gamall, örugglega skrýtinn og leiðinlegur, en killer HOT :D

Tinna Rós Steinsdóttir, 29.3.2007 kl. 09:47

7 identicon

Hæhæ

Djö kannast ég við að þurfa að hætta að drekka kók, en það er bara meira en að segja það....bjór ekkert mál en kók...ómögulegt  en láttu þér batna skvís

Kv.Linda

Linda (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:59

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Tinna Rós: Í gær var mér sagt að hætta að tala!!! Ég hugsa að ég fari að þeim ráðum og ræði ekki um það meir - þótt upplifunin í gær hafi verið mjög góð. Ég hugsa að ég haldi þessu fyrir mig bara... 

Linda Kristín: Þessi ljóti magaverkur kemur í geðveikum törnum og ég er orðin 'góð' núna.. þarf reyndar að byggja magann betur upp en að öðru leyti er þetta ágætt... Ég hætti ekkert að drekka kók.. það er mér lífsins ómögulegt.

Þjóðarblómið, 29.3.2007 kl. 12:19

9 identicon

hmm mér hefur nú verið kennt að þegar maður er með í maganum þá á maður alls ekki að drekka mjólk !! Sýrurnar í mjólkinni eru ekkert sérstaklega magavænar !!

Heiðdís (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 22:09

10 Smámynd: Þjóðarblómið

Mig vantar mjólkursýrugerlana til að húða magann... ég er með magasýruvandamál. Tek stundum (þegar ég man) mjólkursýrugerla í töfluformi... og það hjálpar helling.

Þjóðarblómið, 31.3.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband