Gæsunin

Allt í plati!! ég er ekki farin upp í Ölver! Ástæðan fyrir því að ég laug blákalt að ykkur hérna á blogginu mínu er sú að við vorum nokkrar að gæsa Hlín vinkonu í dag og hana mátti sko ekki gruna neitt!! Hitti hana á msn í gær og sagði henni að ég væri á Mótel Venus að nýta mér þráðlaua netið þar. Hún keypti það alveg og varð mjög hissa þegar við sóttum hana í messuna í morgun. Við ruddumst reyndar ekkert inn.. við kunnum okkur alveg og berum virðingu fyrir Guðshúsi þótt það sé í sal í þjónustublokk eða eitthvað. Við hengdum hjartalaga blöðrur á bílinn hennar og földum okkur. Sáum svo þegar hún kom út úr húsinu og keyrðum upp að henni.. hún skellihló og fannst við æði Brosandi Við fórum heim til foreldra hennar til að klæða hana í ógeðsleg föt og mála hana - ef ég kynni að setja myndir úr símanum mínum hingað inn þá myndi ég sýna ykkur hvað hún var asnaleg.

Við stoppuðum á Esso í Hafnarfirði og fengum okkur að borða áður en við fórum til Njarðvíkur í gokart. Það var voða gaman en ég er arfaslakur gokart ökumaður - var með lélegasta tímann af okkur öllum og ég náði einu sinni að snúast í hring og lenda næstum útaf og svo klessti ég einu sinni á líka... það var vont fyrir rifbeinin mín!

Eftir gokartið beið okkar nudd í Bláa Lóninu.. það var ágætt.. er reyndar með svo bólgna vöðva að þetta var eiginlega meira sárt heldur en notalegt... en ég hafði svo sem gott af því að láta losa aðeins um bólguna... nutum þess að liggja og spjalla og horfa á fólk ríða áður en við fórum i smá gufu og fórum svo inn og fengum geðveikt girnilegan ávaxtabakka og kampavín. Ég smakkaði meira að segja cantaloup-melónu og hún var ágæt... lagði ekki í að smakka meira á þessum bakka.

Eftir að við vorum búnar að taka okkur til og gera okkur sætar fórum við á Caruso að borða! Mmmmm hvað það var geðveikt gott. Þurftum reyndar að bíða mjög lengi en það var allt í lagi - maturinn var svo góður. Fórum svo heim til Heiðdísar í hvítvín, singstar og umræður um kynlíf... ógeðslega gaman Brosandi

Svo er það bara Ölver á morgun og þaðan kem ég alkomin eftir 72 daga en í frí eftir 16 daga. Ef þið saknið mín rosalega er ég bara 45 mínútur í burtu og ávallt með símann í seilingarfjarlægð. Ekki það að ég lifi í þeirri blekkingu að ég haldi að þið deyjið ef þið hittið mig ekki í 10 vikur - veit alveg að þið lifið góðu lífi  án mín Brosandi Vona bara að ég sé ekki að fara þangað á röngum forsendum.. er soldið hrædd um það en ég veit alveg að ég sinni starfinu mínu mjög vel... alveg sama á hvaða forsendum ég fer. Er bara hrædd um að hugurinn (og hjartað) eigi eftir að vera annars staðar - og tíminn þar af leiðandi eftir að líða hægar en ella! En þetta verður bara að koma í ljós. Það lagast ekkert fyrr en ég tek á við það og til þess er leikurinn meðal annars gerður.

Hafið það gott.. ætla að reyna að blogga allavega einu sinni í viku... nema ég fái nettenginguna sem verið er að skoða, uppeftir til mín. Þá get ég lofað örari færslum. En njótið sumarsins og hafið það sem allra best!! Kem pottþétt með færslu fyrir helgi Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

ohh snilld! *grát* ég trúi ekki að ég hafi misst af þessari gæsun...ógeðslega er það ömurlegt!

Hljómaði ýkt vel :)

En annars held ég alveg að ég lifi það af að þú sért ekki heima í 10 vikur þar sem ég er búin að vera í burtu í 10 mánuði en kem hinsvegar heim eftir 9 vikur...ó mæ gosh það er svo stutt þangað til!! *grát* haha

En smsin munu að sjálfsögðu ekki stoppa ;)

Dagný Guðmundsdóttir, 5.6.2006 kl. 09:29

2 identicon

Þið eruð yndi! Bara svo það sé á hreinu! Takk fyrir mig

Hlínza (IP-tala skráð) 5.6.2006 kl. 12:11

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Það var nú lítið! Þetta var svo geðveikt gaman :)

Dagný, þú verður bara með næst... vonum bara að það verði ekkert of langt í það... ekki að það verði ég en við erum nú enn nokkrar eftir... Berglind, Heiðdís, Sólveig, ég og þú :) Spennandi :)

Þjóðarblómið, 5.6.2006 kl. 12:23

4 identicon

Hæ ætlaði bara að kvitta, hlakka til að þú komir í frí. Hafðu það gott í Ölveri sæta :-)

Jóhanna M (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband