megrun

Ég er í menningarsjokki!!! Eða kannski ekki menningarsjokki en einhvers konar sjokk er það!

Ég var í Zöru áðan - sem er ein uppáhaldsbúðin mín by the way - alltaf fullt af kúl gulum fötum þar - og var að skoða mig um rétt fyrir lokun. Fann endalaust af gulum fötum sem voru kannski ekki alveg minn stíll en engu að síður mjög flott enda er allt gult flott og ég fann geðveikan kjól, hvítan og gulan, ótrúlega sætan. Nema hvað að ég tek stærðina sem ég er vön að taka - small - en hann var of þröngur um magann svo ég skokka fram og sæki næstu stærð fyrir ofan - medium. Ég mátaði hann en hann var líka aðeins of þröngur yfir magann - að öðru leyti passaði hann fullkomlega og meira að segja yfir brjóstin, í engum brjóstahaldara!! Ég var á svo ótrúlega miklum bömmer yfir að passa ekki í medium að ég vildi ekki máta large - hef aldrei í lífinu þurft að nota föt í þeirri stærð!!! Og ef ég færi í large þyrfti ég sennilega brjóstastækkun - ekkert gífurlega en samt... Oh hvað ég er pirruð yfir þessu!! Núna er það bara megrun sem gildir!! Verst að ég er að fara í sumarbúðir þar sem maður étur endalaust mikið!!! Þá er bara málið að lifa á vatni það sem eftir er sumars... þá ætti maginn að deyja Drottni sínum!!!

Kjóllinn hefði verið svo tilvalinn í brúðkaup Þorgeirs og Hlínar *grát*

 En ég keypti gular buxur í staðinn - ýkt flottar!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha, þú í megrun :P Þú munt hverfa :P

Bjarni (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 19:59

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Þá kannski passa ég í kjólinn!!!!

Þjóðarblómið, 2.6.2006 kl. 20:10

3 Smámynd: Sigrún

oh ég þoli ekki svona vandamál að maður passi ekki í eitthvað!! ég er týpan sem er sko alltaf í megrun (jafnvel þótt ég þurfi ekki að vera í MEGRUN - bara aðhaldi hehe) .. og hostmamma mín sagði við mig í dag - sigrún, I´m gonna miss it when you are gone to not have somebody on a diet in this house! því ég er alltaf að byrja á þessum og hinum megrunar(eða aðhalds) kúrum :D !! hehe !!

æji okei - var kannski ekkert fyndið - en mér fannst það :D

Sigrún, 2.6.2006 kl. 23:06

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég hef aldrei farið í megrun enda lítil þörf á ... en þetta var bara svo svekkjandi!! Erfitt að vera kvenfólk.. en burt með bumbuna í sumar.. veit ekki alveg hvernig... en það má alltaf reyna :)

Þjóðarblómið, 2.6.2006 kl. 23:54

5 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

Þóra Jenný Benónýsdóttir! ég skal sko segja þér það að ef þú ert á leið í megrun er ég forsetinn takk fyrir! sé þig eftir 3 daga :D

Guðbjörg Þórunn, 3.6.2006 kl. 01:21

6 identicon

hvað er þetta, ertu ekki spriklandi allan daginn?
Síðast þegar ég fór í búðir var léttist ég um 5 kg. og grenntist um fjölda sentimetra og það var bara á 10 dögum. En tek það fram að ég styrktist heilan helling, synti nokkrum sinnum á dag, fótbolti, körfubolti og alls kyns aðrar íþróttir. (tek fram að ég var reyndar byrjaður að grennast áður en ég fór) Og ég borðaði meira á hverjum degi þar sem ég var heldur en ég hafði borðað hér heima.

Íþróttaálfur (IP-tala skráð) 3.6.2006 kl. 09:08

7 identicon

Bíddu ætlarðu þá að mæta í gulum buxum í brúðkaupið mitt?

Hlínza (IP-tala skráð) 3.6.2006 kl. 23:05

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Það lítur allt út fyrir það!!!

Þjóðarblómið, 4.6.2006 kl. 01:24

9 Smámynd: Guðrún

nauts glætan! komstu ekki í small í Zöru, ég er í small þar... hehe en samt var þessi kjóll örugglega í eitthvað skrítnu sniði... ég er allavegana GLÖÐ að vera í small í Zöru og ég ætla ekki að hætta því, ef ég hætti því þá hætti ég að borða, takk!

Guðrún , 4.6.2006 kl. 21:51

10 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er í small í öllu öðru í Zöru!!!! Þessi kjóll var bara eitthvað undarlegur!!!

Þjóðarblómið, 5.6.2006 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband