'cause I'm leavin'

Aras vann Survivor!! Jeij!! Brosandi

Í msn-nafninu mínu er alltaf titillinn af því bloggi sem er nýjast og síðasta færsla hét The Bachelorette - fór allt í einu að pæla í því hvort fólk tæki því nokkuð þannig að ég væri að auglýsa mig sem bachelorette af því að það eru lesa ekki allir sem ég er með á msn bloggið mitt.

Brúðkaupsveislan á laugardaginn var æðisleg. Magnea var svo ótrúlega falleg að ég get bara ekki líst því og Siggi náttúrlega ótrúlega myndarlegur líka. Þetta var ótrúlega gaman - þótt mér fyndist ég á tímabili einkaþjónn fyrir eina... án þess að nefna nein nöfn. Við fengum svo miklar þakkir og þetta var frábært. Það er svo gaman að gera eitthvað fyrir fólk sem sýnir þakklæti sitt með faðmlagi eða orðum. Það skiptir svo ótrúlega miklu máli.  Var einmitt að þjóna með einni sem er að kenna í Garðinum og hún ætlar líka að fara að vinna að framtíð minni þar í bæ og svo annarri sem er móttökuritarinn hjá tannlækninum mínum. Lítill heimur - eða meira - lítill bær. 

Á morgun er loksins komið að síðustu vaktinni minni á Barónsstígnum. Ég get ekki unnið lengur (ætti að eiga helgina) því ég fer upp í Ölver á helginni Brosandi Þau vilja mig uppeftir í síðasta lagi á sunnudaginn, og ég veit að Írena Rut fer uppeftir á föstudaginn og ætlar að passa handa mér rúmið mitt í herberginu MÍNU Brosandi Og það er líklegast planið. Hef ekkert að gera í bænum og stefni að því að vera komin uppeftir um hádegi á sunnudeginum. Mér finnst að ég megi velja mér herbergi því ég verð lengst þarna upp frá fyrir utan Írenu Rut, hún verður allar 10 vikurnar fyrir utan sennilega viku í frí. Á miðvikudaginn er síðasti dagurinn minn í Grafarholtinu og shit hvað ég hlakka til!

Eruð þið nokkuð orðin þreytt á að lesa? Vona ekki því ég er ekki alveg búin...

Ég hef nánast ekkert borðað af skyndibita núna í marga daga - síðan ég fór með Frikka á sunnudaginn fyrir viku síðan á American Style - og mér finnst það ansi gott. Verð að reyna að halda maganum mínum góðum og hausnum líka og þess vegna hef ég minnkað skyndibitaát. Ég var ótrúlega stolt af mér þegar ég fór að spá í þessu en ég fattaði samt í dag að ég borða pulsu á nánast hverjum degi í vinnunni uppi í Grafarholti! Mér einhvern veginn tókst að gleyma öllum pulsunum sem ég borða - sem eru samt ekkert svo margar því það er takmarkað sem maður getur étið af þeim án þess að fá ógeð. Svo sit ég uppi í rúmi með snakk í annarri og kók í hinni og ét eins og svín... nei nei ekki alveg. Svo er ég líka alltaf með nammi hjá mér á kassanum og kók auðvitað líka. Svo er yfirleitt pantaður matur um helgar uppi i Grafarholti - pizza eða KFC - og auðvitað borðar maður af því... Ég er ekkert eins dugleg og ég hélt. 

Ég var að hugsa um að kaupa mér mini-ísskáp til að hafa með upp í Ölver. Það er ekkert ofsalega vel séð að maður sé með heilu birgðarnar af kóki inni í ísskáp sem á að vera undir mat barnanna þannig að það er kannski best að eiga bara svona lítinn ísskáp svo ég geti bara geymt kók inni hjá mér. Gallinn er samt sá að hann tekur bara 33 cl dósir - og ég drekk helst ekki kók úr svoleiðis... en verður maður ekki bara að breyta því sem maður er vanur? Oh það er svo erfitt! En maður leggur ýmislegt á sig fyrir fjöldann. Núna eru bara 8 dagar þangað til fyrsti flokkurinn byrjar og hann verður víst fámennur - en góðmennur að sjálfsögðu. 19 stelpur skráðar fyrir nokkrum dögum síðan. Bara ljúft. Ætla að reyna að vera dugleg að fara á Mótel Venus til að leyfa ykkur að fylgjast með lífinu í sumarbúðunum.

Tvær einkunnir af þremur dottnar inn. Veit ekki alveg hversu sátt ég er með þær - eða aðra þeirra þar sem hin er bara staðist. Ég fékk ekki eins hátt fyrir nútímabókmenntir og ég hefði viljað en ég hef örugglega átt einkunnina skilið en þetta dregur meðaleinkunnina mína niður um helling... En ég bíð eftir síðustu einkunninni. Var að skoða ugluna áðan og ég á bara 7 áfanga eftir í Kennaraháskólanum (og reyndar tvo í HÍ) og eftir það verð ég útskrifuð með B.Ed-gráðu.  

Hvernig stendur á því að maður getur hlustað og hlustað á vini sína og endalaust gefið þeim ráð sem meika bara helling sense - ekki bara fyrir mann sjálfan heldur þá líka - en sjálfur verið í algeru rusli og ekki fundið eina einustu leið út úr vandamálunum aðra en að flýja bara?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að segja fyrir mína hönd, þá er ég ekki vanur að lesa svona langar og innihaldsríkar færslur frá þér þannig að ég ætla ekki að segja neitt um þær heldur frekar að taka mér smá tíma og jafna mig á öllum þessum lestri ;)

Bjarni (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 22:45

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Endilega gerðu það :)

Þjóðarblómið, 29.5.2006 kl. 22:47

3 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

þú ferð uppí Ölver UM helgina :p

höfum bara meira fjör ef þær eru svona fáar :p bara tjillað útí gegn ;)

Guðbjörg Þórunn, 29.5.2006 kl. 23:15

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Það fer eftir því við hvern þú talar.. sumir fara á helginni og ég ákvað að prófa og athuga hvernig ég kynni við það.. er enn að leggja mat á það.

Þjóðarblómið, 29.5.2006 kl. 23:27

5 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

piff :p

Guðbjörg Þórunn, 30.5.2006 kl. 14:11

6 identicon

Þóra mín þú mátt ekki alveg breytast í Fiffa ;o)!

Hlínza (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 15:18

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Trúðu mér, það stendur ekki til!!!!

Þjóðarblómið, 30.5.2006 kl. 15:42

8 Smámynd: Guðrún

Æ Þóra, þú ert svooooo sæt... ég bráðna alveg!

Guðrún , 30.5.2006 kl. 17:33

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Gott að mér tekst að bræða einhvern :)

Þjóðarblómið, 31.5.2006 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband