The Bachelorette

Mikið hlakka ég til á fimmtudaginn! Þá verð ég hætt í báðum vinnunum mínum og í smá pásu fram að næstu törn! Oh það verður ljúft. Ætla reyndar til tannlæknis, mig grunar nefnilega að ég sé komin með fyrstu holuna mína Óákveðinn Líst nú ekkert á það... en vona að ég hafi rangt fyrir mér samt og þetta er eitthvað annað.

Ég fékk heimsókn áðan. Hann Bjarni kom til mín og við horfðum saman á The Bachelorette. Við skemmtum okkur konunglega yfir þættinum, fundum þann sem Bjarni vill líkjast: 'My dad owns a liquir-store...' Það var ýkt fyndið Brosandi Man samt ekki restina af setningunni en hann endaði gjörsamlega á sneplunum! Nú þyrfti maður að láta taka þetta upp fyrir sig svo ég missi ekki af þessu í sumar. Öss.. ég er að fara að missa af helling af góðu sjónvarpsefni í sumar - Beverly Hills er að byrja eftir viku og allt að verða vitlaust. One Tree Hill er í góðum fíling og O.C líka.

Ég er að fara að vinna i brúðkaupinu hjá Sigga og Magneu á morgun. Giftingin fer fram í Keflavíkurkirkju en veislan verður í Karlakórshúsinu. Þar er ég öllum hnútum kunnug og vona að ég fái að vinna sem mest á barnum. Það er skemmtilegast í heimi. Hlakka bara til. 

Vá, ég hélt ég hefði eitthvað meira ða segja... læt þetta gott heita í bili - er búin að vera vakandi síðan 7 í morgun... Óákveðinn og þreytt er ég orðin. Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

10 dagar!

fúlt að þú komist ekki í útskriftina mína :( var farin að hlakka til að fá þig en svona er þetta.

mér finnst ég vera standa mig miklu betur í kommentunum en þú :p ég er komment2006 :D haha

Guðbjörg Þórunn, 27.5.2006 kl. 13:22

2 identicon

Hehehe, Liqueur-gaurinn var hinn eini rétti fyrir hana ;)

Bjarni (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband