Keflavíkurfegurð

Ég skrapp i Keflavíkina góðu áðan til að hitta Ástu og Benóný (og Halla líka) en þau komu frá Spáni þarsíðustu nótt. Það var ótrúlega gaman að sjá þau og Ásta var sú eina sem fékk einhvern almennilegan lit þarna úti. Þau komu að sjálfsögðu færandi hendi. Besta barnapían og uppáhaldsfrænkan fékk geggjaðan bol sem ég hlakka ýkt til að nota. Þarf bara að finna eitthvað gott tilefni til að vígja hann Glottandi Við mæðgurnar fórum að skoða nýju íbúðina hennar Ástu. Hún er æði og verður geggjuð þegar allt dótið þeirra er komið inn í hana. Eins gott mér verði boðið í pottapartý í sumar!! Bíllinn minn fékk ókeypis þvott í Keflavíkinni.

Ég furða mig alltaf á því þegar ég keyri suður hversu mikil uppbygging á sér stað - eða kannski ekki á uppbyggingunni sem slíkri heldur hversu hratt þetta gengur allt fyrir sig! Innri-Njarðvík er komin langleiðina upp á Stapa! Það er reyndar ekki byrjað að byggja svo langt en það eru komnar götur með ljósastaurum næstum því yfir í Vogana.

Það er leiðinlegt að vera heima veikur. Ég var veik á mánudaginn - eða með hausverk en af því að ég var ekki að vinna þann dag skipti það ekki máli en ég var veik á þriðjudaginn líka og þurfti að hringja mig inn veika og þá getur maður sko ekki farið neitt út. Ef maður er veikur þá heldur maður sig heima!! Mér var kennt það í æsku Brosandi Ég fékk heimsókn á þriðjudaginn sem var alveg sérdeilis skemmtileg! Alltaf gaman að geta boðið fólki inn í hreina íbúð Glottandi

Ég er að horfa á Fegurðarsamkeppnina á Skjá einum og Friðrik Ómar er að syngja. Hann er æði!! Eurovisionlagið hans er svo grípandi og skemmtilegt.  

Fegurðadrottning Íslands kemur úr Keflavík! Til hamingju Sif!! Brosandi (ekki það að ég þekki hana)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

HAHA sástu þegar Miss World datt? ég hló mig máttlausa af því :p haha haha haha

Guðbjörg Þórunn, 25.5.2006 kl. 02:20

2 identicon

Hahhahaha! Friðrik Ómar!! :D

Bjarni (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 15:48

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Hann er svo kúl :)

Þjóðarblómið, 26.5.2006 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband