5.3.2007 | 11:57
Árshátíðin góða
Ég fórí fyrsta skipti á ævinni minni í plokkun um daginn. Ég vildi ekki fara í litun líka því breytingin er svo mikil. Svo sama dag ætlaði ég að fara í neglur til Hildar (fyrir árshátíðina sko) en þar sem ég var svo veik í hausnum frestuðum við því. Miðvikudeginum eyddi ég sem sagt fyrir framan tölvuna, að drepast í höfðinu, að reyna að læra. Það gekk bara akkúrat ekki neitt og ég endaði á að æla kvöldmatnum mínum og fleiru til Ég talaði við mömmu mína og fékk loksins tíma hjá lækni... 3. apríl!!! Þangað til verð ég víst bara að vona að ég verði ekkert of slæm. En þá líka skal eitthvað fara að gerast, ég er alveg hætt að nenna þessu. Þetta er nefnilega ekki skemmtilegt - ég get sko alveg sagt ykkur það. Síðast þegar ég fór til læknisins míns þá vildi hann senda mig til taugasérfræðings ef þetta batnaði ekki af fyrirbyggjandi lyfjunum og satt best að segja þá hafa verkirnir ekkert lagast. Ég er á tveimur fyrirbyggjandi lyfjum en þau virðast ekki hafa neitt mikið að segja.
Ég frestaði sem sagt naglatímanum þangað til á föstudagskvöldið eftir vinnu og núna er ég svo mikil pæja. Þessa mynd hérna fyrir ofan tók ég á laugardagsmorguninn þegar ég var nýbúin í sturtu því ég var að reyna að sýna Guðbjörgu nýju neglurnar mínar. Þetta eru mínar neglur, með bláu framan á (þar sem maður fær svona hvítt í French manicure) og svo gelstyrking yfir. Ég er ótrúlega ánægð með neglurnar og finnst þær ýkt kúl. Hlakka til næst þegar ég fer til Hildar. Takk Hildur mín
Árshátíð KSS og KSF var æðisleg!! Ég hef sjaldan skemmt mér svona vel!! Ji minn hvað ég skemmti mér geðveikt vel!! Það var svo mikið af hot gaurum þarna að ég bara hélt varla vatni!! Og það er ekki grín :) og gaman að segja frá því að ég þekki öll hottie-in mín og get talað við þau öll Það er svo gaman að vera til! Ég get ekki sagt það nógu oft hvað ég skemmti mér vel! Takk fyrir mig Matarborðsumræðurnar voru alveg einstaklega skemmtilegar oft og allt kvöldið var æðislegt, líka litlu-barnapartýið sem ég ætlaði ekki í, en fór samt af því að ég var beðin um að mæta. Shit það var gaman. Ok ég er hætt.. held þið náið þessu alveg :)
Svona í lokin (því ég nenni ekki að segja ykkur frá ógeðslega vinnudeginum mínum í gær) þá ætla ég að sýna ykkur hvað ég var ógeðslega sæt á árshátíðinni:
Gleymdi einu: Ungverjaland eftir 4 daga!!!!!!!!!!
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
fannst þér ekki vont að láta plokka þig??
mér finnst það alltaf vont þó að ég geri það á tveggja mánaða fresti eða svo!!
þú ert rosa fín og alltaf sæt;) geðveik efsta myndin af þér....
ástan (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 12:09
Nei það var ekkert vont, bara pirrandi tilfinning!!
Þjóðarblómið, 5.3.2007 kl. 12:43
Þú ert bara nokkuð sæt svona. Kveðja (var bara að kvitta)
Emil Páll - blog central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 18:13
Hottí.....:) Æ, þetta var æði. Takk fyrir samveruna á ljómandi æðislegu kvöldi!! :*
Tinna Rós Steinsdóttir, 6.3.2007 kl. 08:21
plokkun er eitt það versta sem ég veit um! ég hnerra líka alltaf svo mikið. þú ert rosa mikil pæja með svona neglur ;D ég er nú bara með svona venjulegt hvítt french en kannski maður breyti til einhverntíman, aldrei að vita :)
þú ert svaka skvísa á hinum myndunum, skrítið að sjá þig með slegið hár því þú ert næstum því alltaf með tagl :p
en jæja, fjölmiðlarnir bíða eftir mér. bæjó ;*
Guðbjörg Þórunn, 6.3.2007 kl. 08:38
úú pæja pæja:o)
alltaf svo sæt;)
kveðja,
tanía
Tanía (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:03
hellohello
hverjir eru svona mikil hottie.. ég sem hélt að þeir væru allir búnir...eehhh
sigga (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 12:26
Ég finn mér hottie á hinum ýmsu stöðum og ýmsum aldri... en það veistu nú alveg Sigga mín ;)
Þjóðarblómið, 11.3.2007 kl. 20:41
Já ég spyr nú líka, hvaða hottie fannst þú á árshátíð KSS og KSF? Einhverjir sem ég þekki þá ekki eða hvað?
Anna Guðný (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.