Innihaldslítið líf?

Þráinn vill meina að bloggin mín séu yfirleitt frekar innihaldslítil og ómerkileg! Og miðað við þá skoðun hans finnst honum ótrúlega merkilegt að ég skuli alltaf fá svona mörg komment. Ég blogga bara um það sem skiptir mig máli og er merkilegt í mínum heimi. Heimurinn minn er greinilega frekar innihaldslítill og ómerkilegur Angry Nei djók, mér er alveg sama, Þráinn minn Kissing

Í gær fór ég í sund með Þráni, Hlín og Heiðdísi og það var mjög gaman. Langt síðan ég hef hitt þau öll nema Þráin, hitti hann vikulega enda vinn ég með honum. Gaman líka að hafa Hlín í bænum en hún fer nú að koma alfarin að austan.  

Í marga marga daga er ég búin að ætla að blogga um eitt sem liggur mér mjög mikið á hjarta og þökk sé Ernu Björk þá man ég það: Vettlingar í bandi eru besta uppfinning í heimi en því miður er komið gat á mína og ég þurfti að taka þá úr úlpunni Crying Það er engan veginn hægt að týna vettlingum sem eru í bandi nema maður týni hreinlega úlpunni en án bandsins týni ég vettlingunum mínum endalaust! Síðan ég tók bandavettlingana mína úr úlpunni hef ég týnt tveimur pörum á þremur vikum held ég! Ég er einmitt að vinna í þvi að fjárfesta í nýjum vetttlingum með bandi. Mömmu minni finnst samt ekki kúl að vera með vettlingana í bandi.

Þetta kannski styður komment Þráins um ómerkileg og innihaldslítil blogg, ég veit það ekki Smile

Í dag eru bara 12 dagar þangað til ég og Sólveig förum til Ungverjalands og það eru bara 12 dagar þangað til ég fæ ný gleraugu Cool Ohh hvað ég hlakka til! Mín gömlu verða 7 ára í sumar og hafa alveg staðið sig vel, en það er kominn tími á ný. Stígur vinur minn fór með mér og hjálpaði mér að velja, en á endanum varð þetta mín ákvörðun, sem ég er ótrúlega stolt af. Það voru alveg þrír sem ég hefði hugsað mér að láta hjálpa mér við þessa ákvörðun en aðeins Stígur var í boði - án þess að ég hafi talað við hina.

Hollustan er alveg í hámarki hjá mér þessa dagana - já eða í dag og í gær. Fékk að sjá matarprógramm BootCamp hjá Sólveigu og eiginlega komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði fljótt rekin úr bootcamp því ég borða ekki neitt af því sem er æskilegt. En núna er kotasæla komin á listann yfir hluti sem ég borða Grin Keypti einmitt svoleiðis í fyrsta sinn í gær og kjúklingaálegg líka. Hrökkbrauð með svoleiðis er rosa gott.

Sjónvarpið mitt er með stæla við mig, það slekkur á myndinni bara svona eins og því hentar og núna er ég bara að hlusta á Friends. Sem betur fer veit ég svona nokkurn veginn hvernig allir líta út Grin

Pálínuboð í Háteigskirkju eftir 40 mínútur og ég á enn eftir að klára kókið mitt úr dósinni. Kók í dós er best í heimi!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Þegar þú ert með vettlinga í bandi er það mjög kúl......það eru hins vegar mjög fáir sem komast upp með að gera það kúl! :) Heppin ertu ;)

Takk sömuleiðis fyrir gærkvöldið, það var svo æðislegt að tala við þig um allt í heiminum, það er alltaf svo æðislegt að tala við þig því þú ert svo æðisleg og best :) Hefðum reyndar alveg getað látið suma hluti ógerða þar sem útkoman úr þeim var ekki eins og best hefði verið á kosið....en það sem er gert er gert og það þýðir víst ekki að gráta það heldur bara læra af mistökunum og feisa lífið með gleði í hjarta og bros á vör ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 25.2.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

mér finnst bloggin þín ekki innihaldslítil, nema stundum.

ég vildi óska að ég ætti vettlinga í bandi, ég er nefnilega mjög gjörn á að gleyma þeim þar sem ég tek þá af mér :/

sjáumst ;*

Guðbjörg Þórunn, 26.2.2007 kl. 08:44

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Það er lítið mál að kaupa vettlinga í bandi og það ætla ég að gera við fyrsta tækifæri!

Tinna: þetta kemur allt í ljós og enn eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi sum mál  þetta er bara gaman.

Þjóðarblómið, 26.2.2007 kl. 09:59

4 Smámynd: Guðrún

mér finnst bloggin þín skemmtileg, vildi samt að fólk myndi commenta jafn mikið hjá mér og þér.... hehehe þú ert sæt.

Guðrún , 26.2.2007 kl. 17:54

5 Smámynd: Lutheran Dude

Ég vil líka fá fleiri komment... miðað við hvað ég á marga bloggvini ættu nú fleiri að geta kommentað!

Lutheran Dude, 26.2.2007 kl. 22:55

6 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Vá hvað er gaman að tala dulmál sem enginn skilur nema við :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 27.2.2007 kl. 11:07

7 Smámynd: Sólveig

hrökkbrauð, kotasæla og kjúklingaálegg...  þetta er allt í rétta átt hjá þér  -boot camp hefur þó verið frestað um mánuð hjá mér... Sá framá að geta mætt 2 vikur af 6... svo boot camp fólkið var afar liðlegt og leyfði mér að mæta frekar á næsta og þarnæsta námskeið

Sólveig, 27.2.2007 kl. 13:02

8 identicon

sjáðu bara Þóra, þetta er áttunda kommentið - þú slærð öll met!  Annars var ég líka að tala um að á mun víðlesnari síðum eru oft bara eitt til tvö comment og jafnvel ekki neitt. 

Þráinn (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 16:01

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er bara svona vinsæl og skemmtileg:) stundum hef ég náð yfir 100 heimsóknum á dag án þess að fá eitt einasta komment... en núna eru komnar 35 heimsóknir í dag og ég er bara nokkuð sátt með það :) 9 komment :) og bara tvö- frá mér held ég :)

Þjóðarblómið, 27.2.2007 kl. 21:58

10 identicon

Mér finnst nú alltaf jafngaman að lesa bloggið þitt, sama um hvað það fjallar. Vettlingar í bandi eru algjör snilld. Ég kannast við þetta með tækjadauðann, ég var búin að vera netlaus í viku þegar ég fattaði að ég hafði rekið mig í takka og slökkt á þráðlausa netinu. Svo dó þvottavélin mín á mig um daginn og það var algjörlega ekki mín sök :(

Linda (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband