19.5.2006 | 13:11
Vinnualkinn
Ég endaði á að fara í kannskiekki-partýið í gærkvöldi. Það var voðalega gaman. Missti reyndar af nokkrum lögum á meðan ég fór í sturtu eftir vinnuna og svo þegar ég keyrði í partýið. En það er í góðu lagi - ég sá Silviu Nótt. Ég fæ alltaf svona þjóðarstolt þegar einhver fyrir hönd Íslands kemur fram einhvers staðar. Mér fannst þetta allt í lagi - hún var soldið andstutt, enda búin að vera veik þarna úti. En það var gaman að sjá þetta og brilliant viðtal við hana í fréttunum nokkru síðar.
Ég er búin að vera að vinna að mér finnst eins og brjálæðingur undanfarna daga fyrir utan lærdóminn sem þurfti að sinna líka. En það er allt að baki núna - var það reyndar fyrir nokkrum dögum. Ég er að fara að vinna á eftir - síðustu helgina mína í 10-11. Þess vegna var ég einmitt að vakna bara núna fyrir stuttu - engin vinna í Húsasmiðjunni í dag og ekkert fyrr en á þriðjudaginn En 10-11 á líka helgina þannig að ég sit ekkert auðum höndum neitt. Þyrfti líka að stússast og skila spólu upp í Breiðholt.. og kannski versla smá...
Í dag eru - ef ég hef ekki tapað mér í talningunni - 18 dagar þangað til ég fer upp í Ölver og sumrinu þar líkur eftir 88 daga - og það er talið eftir heimasíðunni hennar Dagnýjar, hún kemur heim 12. ágúst og ég 16.ágúst þannig að það hlýtur að vera rétt.
Ég hálfligg hérna uppi í rúminu mínu og borða snakk og drekk kók kl. rúmlega 1 á föstudegi og horfa á Friends. Sorglegt - ég veit - á svona góðum degi en ég nenni ekki að hreyfa mig. En það þarf samt að gerast fljótlega
Ég ákvað að hreyfa mig og núna er klukkan orðin 25 mínútur í vinnuna mína. Ég er búin að fara út og vera ótrúlega dugleg. Skilaði vidjóspólunni sem ég gleymdi í Keflavík en þurfti ekki að borga neina sekt, og svo fór ég í Elko. Ég eyði og eyði og eyði og eyði! Eins gott ég eigi peninga til þess Ég keypti svona hitateppi fyrir bakið - ég verð svo ótrúlega þreytt í bakinu á að vinna á kassa, sitja í mismunandi þægilegum stellingum og reyna á bakið með að lyfta þungum hlutum - þannig að mér fannst ég eiga það alveg skilið. Sit með það núna og hlakka ýkt til að koma heim úr vinnu og setja það á mig aftur.
Svo keypti ég líka pínu í viðbót Friends seríu 8!! Þá á ég frá 5-8 á dvd og allt þar á undan í tölvunni minni. Vantar sem sagt síðustu tvær Fram að þessu finnst mér sjöunda serían held ég best - er allavega búin að horfa á hana oftast.
Sagði ég ykkur frá diskastellinu sem ég verðlaunaði mig með? Mér fannst ég nefnilega svo ótrúlega dugleg að vinna og svo auðvitað að læra að mér fannst ég þurfa að verðlauna mig með einhverju flottu. Ég keypti diskastell í Húsasmiðjunni, það heitir Aida held ég - ef ykkur vantar að gefa mér gjöf einhvern tímann, þá er hellingur til í þessu merki uppi í Húsasmiðju
Núna ætla ég að halda áfram að horfa smá á Friends og njóta hitans Blogga örugglega aftur í kvöld
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hér má við bæta að bolurinn sem ég er í á myndinni er farinn í ferðalag til Kína og Tælands... já geri aðrir betur... nema hann fór án mín :(
Sólveig (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.