Blekkingaleikur!

Margt hefur gerst síðan ég bloggaði síðast. Mér tókst að þríputtabrjóta mig næstum því á föstudaginn, ég fékk mígrenikast dauðans í vinnunni á laugardaginn og það var enginn til að leysa mig af svo ég gæti farið heim og dáið í friði - þetta var ogeðslegasti dagur sem ég hef upplifað í vinnunni. Fyrir utan mígrenið var ég í starfsmannavandamálum strax klukkan níu!! En það reddaðist með mörgum símhringingum og miklu pússluspili. Ég missti af bekkjarpartýinu útaf mígreninu og það gerðist ekkert merkilegt a þessari helgi. Sunnudagurinn var skárri hausverkjalega séð en starfsmannalega séð ekkert mikið betri. Bróðurpartinum náði ég þó að redda á laugardeginum. 

Ég upplifið vonbrigði lífs míns í gær! Ég fór til Keflavíkur og fór á rúntinn með henni Jóhönnu minni og eins og vaninn er fórum við á Villabar og keyptum sveitafranskar og súperdós nema að þau eru búin að skipta alvöru sveitafrönskunum út fyrir platsveitafranskar!! Crying Ég fór sko næstum því að gráta - í staðinn fyrir kartöflubátana sem voru sveitafranskar fékk ég bara svona 'American Style'-franskar sem ég fæ alveg nógu oft í Reykjavík!! 

Ég átti ótrúlega góðan dag í Keflavík í gær fyrir utan vonbrigðin með franskarnar. Ég ætla að kaupa mér ný gleraugu þegar ég fer til Ungverjalands og fór í gær og skoðaði í Optical í Kef og fann þar fjórar umgjarðir sem Stígur vinur minn ætlar svo að koma með mér í dag og skoða í Smáralindinni. Ég keypti kjól sem gæti gengið fyrir árshátíð KSS og KSF og er ýkt flottur. Ég hitti Jóhönnu og fósturforeldrana mína, mína eigin foreldra, fékk hreinan bíl og síðast en ekki síst: góðan mat!! Jú svo hitti ég auðvitað Ástu systur og Benóný og þaðvar ótrúlega gaman. Benóný er fyndnasta barn sem ég veit um, hann er svo skemmtilegur.

Framtíðin - eða næsti vetur - er næstum því kominn á hreint en afþví að plönin hafa ekki verið formlega staðfest af þeim sem það þurfa þá ætla ég ekki að gefa meira upp að svo stöddu!! 

Ég er búin að læra það að fólk getur blekkt (oj hvað þetta er asnalegt orð) mann alveg rosalega, með framkomu og tali. Sumt fólk er svo innilega ekki eins og maður heldur að það sé og kemur sífellt á óvart og þá er ég ekki að tala um gott óvart heldur vont óvart. Þetta var ekki góður lærdómur en kennir mér samt það að maður á aldrei að treysta neinum.

Sturtan kallar og svo skólinn!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Þú getur alltaf treyst mér! Sakna þín sæta... þú verður að hitta mig um helgina

Lutheran Dude, 22.2.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Ertu að koma í bæinn??? Geðveikt!!! :)

Þjóðarblómið, 22.2.2007 kl. 11:41

3 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 22.2.2007 kl. 12:26

4 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

langaði bara að kommenta, hef ekkert að segja :)

Guðbjörg Þórunn, 22.2.2007 kl. 12:44

5 identicon

Takk kærlega fyrir skemmtilegan tíma í gær, og ekki klikkaði garð-sandgerðis rúnturinn okkar.

Jóhanna María og Signý Þóra :-) (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 13:26

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Við gleymdum samt að taka aríuna!! En rúnturinn klikkar aldrei :) og nýi borðistaðurinn okkar er bara ferlega fínn :)

Þjóðarblómið, 22.2.2007 kl. 19:59

7 identicon

"í staðinn fyrir kartöflubátana sem voru sveitafranskar fékk ég bara svona 'American Style'-franskar"

 Farðu á Kentucky í Keflavík og fáðu þér franskar þar... bragðast eins og blað...

Bjarni (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:10

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Það var ekki bragðið heldur lögunin og fílingurinn! Kartöflur eru alltaf góðar en þetta voru ekki alvöru sveitafranskar!!

Þjóðarblómið, 22.2.2007 kl. 23:05

9 identicon

Bjarni minn, þú ert ekki orðinn nógu gamall til að fatta það að smá útúrdúr í gamalli rútínu getur haft mikið í för hjá svona gömlum konum

Johanna María (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 08:37

10 identicon

Leiðinlegt að heyra að þú hafir orðið fyrir vonbrigðum með einhvern í kringum þig.  Geri ráð fyrir því að þ að sé vinnutengt því ég trúi varla að persónulegir vinir þínir séu að ljúga að þér eða fara á bakvið þig.

Óþekktur (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband