18.5.2006 | 00:05
...
Mér var nánast hótað lögsókn í dag! Fyrir lélega þjónustu! Hvað er ég að gera þarna? Maður spyr sig!!
Ég vinn samt bara til 31. maí og svo er ég farin í frí. Ég tók þá ákvörðun eftir að hafa áttað mig á því að sumarvinnan mín er alger killer og ég þarf á fríinu mínu að halda til að hvíla mig. En mér finnst það fínt Fæ tvær vikur (ekki samliggjandi samt) og verslunarmannahelgina í frí og ætla að reyna að nýta tímann til að gera eitthvað fallegt. Væri gaman að fara eitthvað... en kannski maður láti höfuðborgina/Keflavík duga... kemur allt í ljós.
Ég veit eiginlega ekki af hverju ég er að blogga - eg hef akkúrat ekkert merkilegt að segja.
Júróvision á morgun... mér hefur verið boðið í tvö partý... eða eitt partý og annað kannskiekki-partý. Það verður bara að ráðast hvort ég nenni einu sinni að hreyfa mig eftir vinnu annað kvöld.
Jói bróðir er kominn heim Hann kom að norðan í dag og við fórum saman út að borða áðan. Hann er með álfaeyru.. samt ekki stór - bara oddhvöss... fannst það mjög fyndið...
Ég ætla að hætta þessu rausi.. bara svona aðeins að láta vita af mér... þarf held ég líka bráðum að sækja þvott í þvottavélina... ég eiginlega stal þvottatímanum af gaurnum í 401... eða nei.. hann var svo góður og sá aumur á aumingja litlu mér sem er alveg að verða fatalaus... og það er sko ekkert grín... hef ekkert gert hérna heima hjá mér lengi og þvílíka draslið í kringum eina manneskju... ég á bara ekki til orð...
Þvottavélin var að hringja
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hOLA aenjorita;) ég er búin að bíða eftir bloggi frá þér! Núna áttu "fans" á spáni og verður að skrifa smá fyrir okkur. Fórum á æ'islega strönd í gær méð þvílíkum öldum og það var ekkert smá gaman!! sjáumst í n´stu viku
Ásta og co (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 08:18
Hahah! Lögsókn?! Það er nú aldeilis hvað landinn er orðinn snargeðveikur!
Bjarni (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.