Hugleiðingar um framtíðina

Ég er í Keflavík og nýt lífsins. Ég fékk uppáhalds matinn minn áðan, læri með brúnuðum kartöflum og sósu. Aðallega samt kartöflurnar og sósan saman Brosandi Kartöflur eru æðislegar!! Hef nú svo sem ekki margt að segja, lærdómurinn gengur ágætlega - gæti vissulega gengið betur en hey maður verður að líta á björtu hliðarnar, ekki margar blaðsíður eftir. Svo er bara yfirferð og allt í góðum málum. 

Pabbi minn er á fullu að vinna í baðherberginu nýja. Ég sef inni í herberginu hans bróður míns því baðkarið er enn í rúminu mínu. En það er allt í lagi, hann kemur ekki heim fyrr en annað kvöld og þá verð ég farin til vinnu í bænum. 

Hvað gera bændur þegar þeir eru farnir að fara svo mikið úr hárum að þeir hafa áhyggjur af að verða sköllóttir áður en langt um líður? 

Ég er mikið farin að pæla í því hvað ég á að gera eftir útskrift, hvort sem það verður vorið 2007 úr KHÍ eða eftir B.A-gráðuna í íslensku eða masters-gráðu í kennslufræðum, já eða leikskólakennaranám. Hugurinn leitar út á land - það er draumur sem blundar í mér að fá kennarastöðu einhvers staðar úti á landi og vera þar í einhvern tíma. En svo veit ég eki hvort ég vilji yfirleitt verða kennari. Veit ekkert hvort ég hafi einu sinni hæfileika til að kenna börnum og unglingum um besta og merkilegasta tungumál í heimi. Hugurinn leitar til litlu yndislegu bleiubarnanna. Vinna með börnum á leikskólaaldri er það skemmtilegasta sem ég hef gert þannig að kannski ætti ég að taka þetta aukaár í Kennó til að verða leikskólakennari og fara síðan eitthvert að vinna. En hvert? Keflavík/Garður/Suðurnes eru ekki nógu mikið úti á landi, enda ekki nema hálftími í bæinn. Svo finnast mér margir staðir svo hrikalega langt í burtu en ég verð að viðurkenna að Ísafjörður heillar mig rosalega og hefur gert alveg síðan ég fór þangað til Fiffa og fjölskyldu hans um jólin. En það er orðið ansi langt í burtu frá höfuðborginni... Þetta er samt eitthvað sem ekki þarf að taka ákvörðun um fyrr en að ári.. en veldur mér engu að síður miklu hugarangri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

bændur fá sér lýsisperlur! án gríns Þóra, ég hef tekið 3 lýsisperlur á dag í dag, og mið fim og föst í síðustu viku og hárlosið fór næstum! núna er það bara normal. skella þeim í sig er ekkert mál með vatni, ekkert bragð né neitt. legg til að þú prufir þetta ;)

líst mjög vel á að þú farir bara að kenna á skaganum :D það er temmilega langt frá öllu, ekki nema 45 min í bæinn :) ísafjörður suckar :p hoho

Guðbjörg Þórunn, 15.5.2006 kl. 23:53

2 identicon

Hæ, þetta með hárlosið, þá kannast eg við þetta vandamál. Mjög óþolandi. þú verður að bjóða mer i heimsókn til að sjá nýja baðið. Að búa úti á landi er alltaf góð tilbreyting og ég er alltaf til. ;-)

Jóhanna María (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 08:16

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Og fara til Akureyrar þá? :)

Baðið er sko ekki tilbúið.. það á enn eftir að brjóta gólfið upp og eitthvað sem ég skil ekki.. en gerist örugglega bráðum :)

Þjóðarblómið, 16.5.2006 kl. 09:48

4 identicon

Sæl, ertu sveitastelpa í þér ?? Ég held að vísu að það sé smá sjarmur yfir því að búa út á landi í einhvern X -tíma. Það hafa allir gott af því að prófa það held ég. En gangi þér vel með prófin. Kveðja Árni Árna

Árni Ánra (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 09:57

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Það er ein sem er æst í að fá mig í Garðinn, nánast búin að redda mér vinnu og ég held hún ætli að leita að húsi handa mér :) Ég á nefnilega að taka við kirkjustarfinu þar...

Ég myndi samt ekki kalla mig sveitastelpu - hef ekki mikinn áhuga á að vera í sveitaskóla með 10 nemendum eða eitthvað. Langar að vera í kaupstað sem er aðeins lengra í burtu en Keflavíkin fagra.

Þjóðarblómið, 16.5.2006 kl. 10:09

6 identicon

Þetta var málefnalegt blogg Þóra... hvað meinaru með að þú getir ekki verið málefnaleg?
Annars kemur þetta bara allt í ljós eins og sagt var í bókinni góðu: Þegar öllu er á botninn hvolft þá fer allt einhvern veginn, þó margur efist um það á tímabili.

Hlínza (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 12:04

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Já þaðer víst ábyggilegt. Þetta kemur allt í ljós.. :) Svo eru fleiri pælingar út frá þessu.. sem ég hef ákveðið að geyma aðeins... :)

Þjóðarblómið, 16.5.2006 kl. 13:12

8 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Heyrðu....ég er mest hárlosandi manneskja í heimi. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort ég endi sköllótt, en þar sem ég er ekki enn búin að því þá efast ég um það.....svo ég held að öllu sé óhætt fyrir þig líka :)

Annars skil ég þig vel að vilja fara e-rt þar sem þú ert bara að kenna svona 10 börnum, svo eru líka útálandibörn yfirleitt kurteisari en þessi illa upp öldu gemlingar hérna á höfuðborgarsvæðinu!

Tinna Rós Steinsdóttir, 16.5.2006 kl. 14:59

9 identicon

Allir missa ca 100 hár á hverjum degi. Ég held að þeir sem borði rétt og holt þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af ótímabæru hárlosi. En svo eru það náttúruleg karlar sem eru með endalaus enni og það fyrir 20 ára aldurinn ,þeir eru bara óheppnir með forfeður og svoleiðis.
Eva

Brynja (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband