Endurnýjun lífdaga

Þvottavélin hefur skilað sér í hús aftur og þökk sé vini mínum þá hefur sjónvarpið mitt risið upp frá dauðum. Ég hefði sennilega getað lagað það sjálf, bara með því að kveikja á sjónvarpinu eins og hann gerði, en í staðinn er ég búin að kvarta og kveina núna í viku yfir að hafa ekkert sjónvarp. En ég hef það mér til málsbóta að sjónvarpið datt út um daginn og það kviknaði ekkert á því meir þann daginn og tvo daga í viðbót. En fyrir einhverja töfra er sjónvarpinu mínu batnað!! Þannig að núna get ég þvegið föt og horft á sjónvarp án þess að hafa eytt neinum pening Smile

En það sem hefur ekki batnað ennþáer heimasíðudruslan mín. Ég fer að verða alveg óstjórnlega pirruð á þessu, kemst hvorki lönd né strönd með hana né nein af verkefnunum sem eiga að vera á henni. Jú, þau eru vistuð á svæðið mitt í skólanum í FrontPage en síðan ekki söguna meir. Núna er svo komið að ég er eitthvað að reyna að læra á forritið sem er í tölvunni minni, en það virðist ekki virka kúk. Svo hef ég fengið ábendingar um önnur forrit sem ég ætti að geta notað en það er of flókið fyrir mig (eða ég skil það allavega ekki ennþá). Ég er svo þreytt á þessu, finnst svo hrikalega heftandi að þurfa að vera endalaust uppi í skóla.

Annað kvöld er Ölversmaturinn sem haldinn er að hausti ár hvert. Hann gleymdist víst pínulítið í haust og þess vegna halda þau matinn núna til að þakka okkur fyrir góð störf síðasta sumar. Svo er ég svo ótrúlega góð og lofaði að mæta í vinnu á morgun, á frídeginum mínum því það eru veikindi og allt á leið til fjandans eða um það bil.

Næsta helgi er vinnuhelgi og á sama tíma er vormót ÆSKR. Þar þyrfti ég einmitt að vera með þrjár deildir en það verður víst ekki í boði. Sé ekki alveg fram á að það verði unnið fyrir mig á laugardaginn, þrátt fyrir að þeirri hugmynd hafi verið kastað fram. En það skiptir ekki máli, ég skemmti mér yfirleitt vel í vinnunni og helgin verður örugglega fín.

Annars er kominn svefntími á mig svo ég vakni nú á morgun til að vinna verkefni.

Það er víst erfiðara að ná í mig heldur en forsetann Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Forsetinn er allavega duglegri að blogga en þú

Lutheran Dude, 14.2.2007 kl. 08:20

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er í einhverju ekki-blogg stuði þessa dagana. En það sér fram á betri tíma í þeim efnum... Hlýt að hafa eitthvað meira fallegt að segja bráðum :) það lagast :)

Þjóðarblómið, 14.2.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

komment :D

skemmtu þér í vinnunni um helgina :)

en hvernig væri bara að gera nýja heimasíðu? 

Guðbjörg Þórunn, 14.2.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Það kemur að því, en ég vil geta unnið hana heima hjá mér... nenni ekki að hanga sífellt og að eilifu í skólanum

Þjóðarblómið, 14.2.2007 kl. 12:00

5 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

já ég skil það vel, en svona leikur lífið stundum við mann ;D

Guðbjörg Þórunn, 14.2.2007 kl. 12:01

6 identicon

hvernig væri að þú biðir þig fram sem forseti eftir nokkur ár??

þú færð mitt atkvæði.

en til hamingju með að sjónvarpið hafi risið upp frá dauðum og að þvottavélin sé komin í gang. tveir mjög mikilvægir hlutir á heimili

Ásta Ben (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 15:40

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég ætla að bjóða mig fram til forseta... en hann fær víst ekki að ráða neinu þannig að sennilega þarf ég að verða forsætisráðherra :)

Þjóðarblómið, 14.2.2007 kl. 16:36

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Fundurinn var fínn, en af hverju komstu ekki? Ég hélt þú ætlaðir að koma  

Þjóðarblómið, 15.2.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband