nenn'ekki

Clay Aiken

Ég er algerlega búin á því eftir daginn. Dagurinn minn byrjaði formlega kl. 8 en ég svaf ekki vel í nótt og var því mjög þreytt þegar ég 'vaknaði' í morgun. Ég fór í sturtu og svo í vinnuna. Þegar ég kom voru allir kassar nema einn í allri búðinni frosnir og ekkert hægt að gera. Ég byrjaði því á því að hanga í rúmlega klukkutíma. Fannst það nú ekki leiðinlegt... BrosandiEn svo líka varð allt brjálað!! Ég held ég hafi ekkert stoppað fyrr en ég fór í mat um tvöleytið. Ég er líka alveg búin á því...

Núna sit ég heima hjá mér, uppi í rúmi og langar ekki að gera neitt. Ég var að koma úr sturtu ef ég skyldi nú nenna á KSF-fund en  þar sem það eru bara 8 mínútur í fund þá nenni ég ekki að finna föt og klæða mig, er nú samt alveg búin að ákveða í hvað ég ætla... en nenni ekki að standa upp... nenni ekki einu sinni að fá mér að borða! Hversu lélegt er það! Ég hitti krakkana bara á morgun og borða seinna. 

Ég er að hlaða ipodinn minn og setja inn ný lög inn á hann. Þökk sé Dagnýju minni þá á ég Measure Of A Man diskinn með Clay Aiken og get farið að hlusta á hann alltaf. Ég er svo hamingjusöm yfir því. James Blunt er nýja uppáhaldið mitt, elska alveg allavega tvö lög með honum: Goodbye My Lover og Wisemen. Æðisleg lög.  Ég sofna alltaf með ipodinn minn í gangi - hlusta alltaf á Stígvélaða köttinn, Kiðlingana sjö og Eldfærin áður en ég sofna eða á meðan ég er að sofna.. kemst yfirleitt ekki lengra en inn í fyrsta lagið í fyrsta leikritinu Óákveðinn

Ætla að fara að borða hrökkbrauð eða eitthvað og halda áfram að horfa á Friends og læra svo Óákveðinn Góð leið til að eyða laugardagskvöldi!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, það ætti að brenna þessa síðu. Í það fyrsta þá hefuru mynd af Clay Aiken, í öðru lagi nefniru diskinn hans, í þriðja lagi þá segiru að James Blunt sé nýja uppáhaldið þitt og í fjórða lagi nefniru 2 lög með honum!

Ég hef aðeins hlustað á James Blunt diskinn einu sinni. Ástæðan fyrir því var sú að þetta átti að vera næsti Damien Rice (s.s. einhver gaur sem allar stelpur myndu blotna við að hlusta á og horfa á myndir af þeim). Mér fannst lagið Wiseman það skársta en ákvað eftir þessa einu hlustun að diskurinn fengi ekki að hanga í tölvunni mikið lengur. Þessi gaur er einfaldlega Hagkaups-útgáfa af Damien Rice eins og einhver snillingur orðaði það.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.5.2006 kl. 21:06

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Brenna síðuna mína?!?!?!?!?!?!?? Er ekki í lagi með þig!!! Síðan mín er æðisleg!! Clay Aiken er snillingur og mér er eiginlega of kalt á puttunum til að skrifa meira :-/

Þjóðarblómið, 13.5.2006 kl. 21:14

3 identicon

Hæ sæta systir! kveðja frá spáni. geðveikt veður og við fórum í dýragarð og Benóný sat upp á fíl;) fullt að gera og við söknum ykkar, knúz og kossar frá lille familíen

ásta (IP-tala skráð) 13.5.2006 kl. 21:19

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Var litlinn minn á fíl? Hlakka ekkert smá til að fá ykkur heim! Hafið það ótrúlega gott :)

Þjóðarblómið, 13.5.2006 kl. 21:20

5 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Ohh Clay er nottla bara snilld og iPodinn er ennþá meiri snilld! :) Ég gæti ekki lifað af án poddans!

Annars láttu mig bara vita ef þú vilt einhverja fleiri geisladiska....það er ekkert mál fyrir mig að senda þá eins og ég gerði :)

Dagný Guðmundsdóttir, 14.5.2006 kl. 04:01

6 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ohhh...........James Blunt.......mmmm :) Ég elska James Blunt, hann er æðagæðayndi...og Clay er líka ágætur, ég þarf að eignast diskinn hans e-n tíman svo ég geti gert mér nánar upp hug minn um hvort ég fíli hann í tætlur eður ei! :)

Sögur segja að þú hafir misst af þrusuræðu á KSF í gær Þóríð, en leti er alltaf ágæt í hófi :) ....eins gott að þú sért bara löt 1 sinni á ári eða svo!

luvjú!

Tinna Rós Steinsdóttir, 14.5.2006 kl. 13:07

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Það kemur blogg á eftir.. er of pirruð til að blogga núna!!

Þjóðarblómið, 14.5.2006 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband