12.5.2006 | 21:54
Mygluskán
Þegar ég ætlaði að fá mér að borða í dag gerði ég merkilega uppgötvun: Allt sem mig langaði til að borða og og líka allt sem mig langaði ekki til að borða var myglað í ísskápnum mínum!! Eða næstum því allt. Þetta var ekkert mjög skemmtileg uppgötvun. En ég gat borðað smá - ristað brauð með sveppasmurosti.. sem var eiginlega líka skemmdur þannig að ég henti honum eftir notkun! Ég fór eftir vinnu í Nóatún uppi í Grafarholti og keypti mér smá mat. Nóatún er töluvert ódýrari en búllan sem ég vinn í. Líter af mjólk er alveg 5 krónum ódýrari í Nóatúni en minni búllu.
Lærdómurinn minn gengur ágætlega. Ég er alveg að verða búin með 79 af stöðinni og þá er bara að horfa á myndirnar og skrifa ritgerðina. Ég verð byrjuð á ritgerðinni bara á morgun - annað kvöld - en ég þarf að fara til Keflavíkur til að horfa á myndirnar af því að ég á ekki vídjó. Mamma og pabbi, er það ekki í lagi? Leiðarbókin sem á líka að skila á þriðjudaginn gengur mjög vel. Bjarni er mér innan handar og já.. það gengur bara ágætlega.
Ég er að vinna á morgun frá 9 - 19:30 og á sunnudaginn frá 10 - 19:30. Það verður gaman. Ég hef voðalega gaman af vinnunni minni. Vona bara að dagurinn verði fljótur að líða. Bækurnar bíða þegar ég kem heim annað kvöld... Ætla samt að reyna að mæta á KSF - það er orðið svo ótrúlega langt síðan ég hef hitt krakkana.
Jæja, snakkið mitt og súperdósin mín bíða mín og tölvan auðvitað líka Eins gott að prófa - og ritgerðatímabilið sé ekki lengra en tvær vikur, ég yrði afvelta á nó tæm á öllu þessu áti!! Ég bið bara að heilsa ykkur í bili. Eigið góða helgi!
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ef það eru fleiri háskólanemar sem þurfa hjálp frá dreng sem er að verða nýstúdent, ekki hika við að tala við mig. Ég ætti að geta spjallað mikið við ykkur og hver veit nema ég deili visku minni með ykkur ef þið þurfið á henni að halda.
Snakk! Argh! $#%& Mig langar í snakk núna! (mig langar.... ég langar... það er allavega ekki MÉR langar, það veit ég fyrir víst).
ÉG ætla allavega að athuga hvort það sé ekki einhversstaðar snakkpoki inn í skáp...
Bjarni (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 22:16
Ég er að borða LAY'S sour cream and onion :) Svo gott.. ískalt kók er líka best í heimi... :)
Og maður segir: Mig langar.. alveg rétt hjá þér :)
Þjóðarblómið, 12.5.2006 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.