Tækjadauðinn mikli

babyeeyore2Síðustu tvo daga hef ég verið heima hjá mér vegna veikinda. Þetta er nu ekkert alvarlegt og ég virðist ekki ætla að liggja í fleiri fleiri daga eins og flestir sem verða fyrir barðinu á flensunni. Undanfarna daga hef ég verið að drukkna úr hori og nánast hnerrað úr mér líftóruna. Ég hef aldrei hnerrað svona mikið í einu held ég. Þessa tvo daga hef ég verið dugleg að læra og þá aðallega í tengslum við lokaverkefnið en þetta er alveg ótrúlega tímafrekt og tekur mikið á þolinmæðitaugarnar mínar. En þetta fer að verða búið og þá verð ég glöð. 

Áðan downloadaði ég forriti til að geta klárað verkefni fyrir upplýsingatæknikúrsinn sem ég er í, sem heitir Hot Potatoes og það er alger snilld. Ég skemmti mér heillengi við að búa til krossaspurningar upp úr bókinni hennar Madonnu, Eplin hans Peabody. Á næstu dögum á ég svo víst að búa til krossgátur og eitthvað fleira upp úr þessu. Þetta er ótrúlega gaman Smile Heimasíðan mín ákvað samt að deyja. Eða sko, hún er ekki alveg dáin en forsíðan er bara hrá og ekkert á henni nema það sem ég hef skrifað. Ef ég fer á undirsíðurnar út frá front page þá virka þær fínt með öllum tenglum og haus og öllu. Ohh skil ekki hvað er að henni. Þarf að láta tölvukallana laga þetta fyrir mig.

Ég er enn þvottavélalaus og það er að drepa mig. Ég veit ekki hve lengi þvottavélin hefur verið biluð en hun er ekki einu sinni til staðar lengur! Ohhh og þvottavélin hjá mömmu og pabba er ekki tengd af því að pabbi er að flísaleggja nýja baðherbergisgólfið og þvottavél systur minnar annar örugglega ekki þremur fjölskyldum!! Ég er orðin mjög þreytt á þessu. Á orðið engin föt eftir og sendi pabba með óhrein nærföt og sokka heim til Ástu í gær. Það endar með því að ég kaupi mer ný föt bara.

Sjónvarpið mitt (eða Ástu) dó í gær!! Sem betur fer hef ég tölvuna en þetta er frekar erfitt. Nú er svo komið að ég er farin að hugsa um hvort ég eigi að kaupa þvottavél eða sjónvarp fyrst! Þar sem ég er nú svo óstjórnlega rík þessa dagana enda ég sennilega á að kaupa hvorugt! Nei nei, eitthvað verð ég að gera og BN er að þrýsta mér út í þvottavélakaup. Ætla að athuga hvað Húsasmiðjan hefur upp á að bjóða Grin

Ég ætla að styrkja taugarnar og reyna svo að halda áfram að vinna við lokaverkefnið. Þessi frumvinna er ALVEG að verða BÚIN!! oh hvað ég hlakka til að geta skoðað niðurstöðurnar svona í samhengi við allt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þða hefur aldrei verið jafn mikið af fötum a gólfinu hjá mér eins og akkúrat núna... ég veit ekki hvað ég á að gera við öll þessi föt... sum eru ekkieinu sinni óhrein

Bjarni (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Þetta fer að verða vandamál hjá mér!! Öll fötin mín eru að verða skítug og ég bráðum þarf ég að kaupa ný... væri kannski bara ódýrara að kaupa mér mína eigin þvottavél... æ ég ætla að sjá til aðeins lengur...

Þjóðarblómið, 8.2.2007 kl. 23:32

3 identicon

ég var einmitt að hengja  upp föt í fyrrakvöld af þér, Jóa og Kittu og aðallega sokka og nærföt.. mjög áhugavert;)

En þetta er allavega tilbúið.. og ég held að settið komi með þetta í dag með sér. Svo braut ég saman af MogP föt í gær, ég er semsagt þvottahús þessa dagana og hef bara gaman af því að fá að hjálpa ykkur því að þið eruð alltaf öll tilbúin fyrir okkur.

En shit!! sjónvarpslaus, það er ömurlegt

ásta (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 09:14

4 identicon

hæj auðvitað kaupiru þér sjónvarp fyrst hehe.. þú getur bara keypt ný föt sjónvarp er nauðsynlegt. knús

Sigga (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband