5.2.2007 | 15:26
Framtíðarpælingar
Flensan er komin í heimsókn til mín, en mér finnst svona á henni að hún veit ekki alveg hvort hún eigi að vera og þá hversu ágeng hún eigi að vera. Ég er búin að vera með beinverki og hita síðan á föstudag en ekkert slöpp að öðru leyti, ekki þannig að ég þurfi að liggja heima í rúminu mínu. Ég fór í vinnuna alla helgina og er a leið í vinnuna á eftir, og einnig fór ég á djammið um helgina með vinnunni minni. Það var rosalega gaman þótt ég hafi ekki farið með fólkinu niður í bæ. Skutlaði bara þremur strákum þangað og fór heim til mín að sofa. Vinnan byrjaði nefnilega hættulega snemma í gærmorgun
Pössunin gekk ótrúlega vel á fimmtudags- og föstudagsmorguninn. Benóný er yndislegasta barn í heimi og það er svo gaman að vera með honum. Við vöknuðum reyndar hræðilega snemma báða morgnana en vorum bara að dúlla okkur fyrir framan sjónvarpið og skemmtum okkur við að klæða okkur. Það getur nefnilega verið alveg ýkt skemmtilegt. Fórum svo í gönguferð snemma um morguninn - til dagmömmunnar. Takk Ásta fyrir að leyfa mér að passa hann
Pælingarnar um framtíðina ágerjast eftir því sem líður á árið. Febrúar er byrjaður og útskrift í júní nálgast óðfluga. Reyndar er ennþá smá möguleiki á að ég nái ekki prófinu í maí en maður verður alltaf að vona. Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að fara til Keflavíkur á gamla leikskólann minn eða hvort ég eigi að vera hérna í bænum og vona að fólkið sem bauð mér íbúðina sína hafi verið alvara og ég fái hana í sumar. Þá þarf ég bara að finna mér vinnu hérna í sumar/vetur. Ohhh ég veit ekkert hvað ég á að gera!! Þetta verður erfiðara og erfiðara eftir því sem tíminn líður!
Ég ætla að rjúka í vinnuna - a eftir að setja í mig augu og tannbursta mig.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var nú lítið.. anytime;)
ég legg til að þú komir aftur til Keflavíkur, finnir þér vinnu hér og hafir það gott!!
góð hugmynd?? I know
ásta (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 15:35
Hún er það... þá þarf ég bara að finna mér stað til að búa á... maður flytur ekki aftur inn á mömmu og pabba... það er ekki hægt.
Þjóðarblómið, 5.2.2007 kl. 15:38
Ég hata beinverki... og framtíðarpælingar eru alltaf skemmtilegar
Bjarni (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:02
so yes, speaking of gross food...how aout dinner? ahaha...um i guess that´s not the best way to ask you, but we have said we would have a date and haven´t yet, and seeing as the holidays are over and we have time...we need to plan!!!
Marisa (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.