Ofmetinn ís

Ég lærði tvennt um helgina: Ef maður þarf að hrósa á maður að gera það mjög hlutlaust og pent og ef maður hrósar kvenmanni (kvenmaður er sá sem hrósar) þá er maður álitinn lesbískur. Það er sko ekki tekið út með sældinni að ætla að hrósa einhverjum og vera uppörva, ónei! Þannig er mál með vexti að ég hef fundið hinn fullkomna kvenlíkama og þann líkama sem mig langar að hafa. Sú sem á þennan líkama er vinkona mín og ég sagði henni þetta um helgina... og þá ákvað önnur vinkona að ég væri lesbísk. En mér er svo sem sama, ég veit ég er það ekki. Þess má þá einnig geta að ég hef fundið hinn fullkomna karlmann. Hann er svo nærri en þó svo fjarlægur. 

Akureyri var ágæt en ég komst að því að bærinn lyktar mjög illa. Hann gerði það allavega allan laugardaginn, veit ekki með sunnudaginn, var svo lítið úti. En það var mjög gaman, eyddi laugardeginum meðal annars í búðarrölt og sund. Fór með í Brynjuís og þar sem ég borða ekki ís borðaði ég ekki ísinn sem á víst að vera bestur á landinu. Sundið var æðislegt eða heitu pottarnir.

Annars er það helst í fréttum að ég er að fara til Ungverjalands í mars á vegum KFUK. Það þýðir að allt verður borgað fyrir mig! Hlakka ekkert lítið til. Við Sólveig förum tvær saman og þetta verður æðislegt! Við ætlum að nota tækifærið og heimsækja Tótu sem er í læknanámi í Búdapest.

Við Andrea erum byrjaðar á lokaritgerðinni okkar. Loksins komnar með góða grind og frábært efni. Ég hlakka mjög til að takast á við þetta. Er einmitt að lesa Snorra-Eddu til undirbúnings. Þetta er svo gaman! Og ég hlakka til að sjá útkomuna, vegna þess að við höfum ekki alveg hugmynd um hvernig þetta endar!  

Í vikunni fæ ég að vera afleysingar-, eða svona næstum því. Systir mín er að fara til Noregs á skíði og ég fæ að passa barnið hennar. Samt ekkert svo mikið. Eg fæ að hitta hann þegar hann er sofnaður, vekja hann um morguninn og skutla honum til dagmömmu... þetta verður endurtekið tvo daga í röð. Þar sem hann er skemmtilegastur í heimi þá á þetta eflaust eftir að verða mjög ánægjulegt og skemmtilegt. 

Takk fyrir mig í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

mikið var að þú bloggaðir :p  mig langar í heitan pott, ís, útlönd og að fara á skíði eeeeen það verður að bíða betri tíma :)

heyrumst

Guðbjörg Þórunn, 30.1.2007 kl. 08:10

2 identicon

Þetta verður mjög gaman hjá ykkur!!

og okkur í Noregi;)

thank u for blogging beibí

ásta (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 09:01

3 identicon

Ég er með fullkominn karlmannslíkama...

 ...ekki alveg :P

Bjarni (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 12:29

4 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Hvernig gat ég misst af fullkomna karlmanninum??.......Þetta finnst mér afar alvarlegt! En það er satt, það er mjög vond lykt á Akureyri, ísinn er samt góður ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 30.1.2007 kl. 14:45

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég sagði aldrei að fullkomni karlmaðurinn hefði verið á akureyri. Sagðist bara hafa fundiðhann, þótt vissulega eigi ég draumaprins fyrir norðan! En hann hefur verið týndur i næstum 9 ár!

 Ís er ekki góður.

Þjóðarblómið, 30.1.2007 kl. 15:22

6 Smámynd: Guðrún

Hver er fullkomni kvenmaðurinn? Það var það eina sem gerði mig forvitnari en allt.... er ég þá lessa? ehehhe

Guðrún , 30.1.2007 kl. 17:28

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Guðrún: það hlýtur að vera!! Líkaminn hennar Önnu Guðnýjar er svo flottur og hann langar mig að hafa!! Ég er alveg sátt með minn en hefði ekkert á móti því að hafa hennar línur!!

Þjóðarblómið, 30.1.2007 kl. 20:08

8 Smámynd: Þorgeir Arason

Ég get ekki dulið forvitni mína og löngun til að vita hver hinn fullkomni karlmaður í lífi þínu Þóra er. - Vona að það geri mig ekki að homma, bara slúðrara

Þorgeir Arason, 31.1.2007 kl. 09:42

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Þú mátt alveg vera forvitinn um það Þorgeir og ég get alveg sagt þér að við förum ekkert að halda að þú sért hommi, enda vel kvæntur maður.

Fullkomni maðurinn hefur fjölfaldað sig og er nú orðinn tveir, en hverjir þeir eru verður ekki uppgefið, hvorki nú né síðar Enda fátt að segja í þeim efnum annað en að þeir eru til.

Þjóðarblómið, 31.1.2007 kl. 12:34

10 identicon

Þóra mín, ég er búin að reyna að leita að manni þínum á akureyri en ekkert hefur gengið enn. Þó leitinni sé ekki hætt :-)

Jóhanna M (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 08:30

11 identicon

talandi um Ungverjaland og Tótu... Vildi bara benda þér á að Tótan er vandfundin í Búdapest!!! (Þeir hafa nú líklega orðið varir við hana þar, enda merkileg manneskja á ferð sem fer varla framhjá neinum, en anywho...) Tótan býr í Debrecen (eða Debercen, man ekki hvernig það er skrifað) og þú ert 3 tíma með leigubíl eða lest þangað. Það er samt alveg þess virði að heimsækja hana og skoða bæinn hennar og háskólann því það er mjög margt sem kemur á óvart. En þetta er samt fallegur bær sem hún býr í og góður matur á öllum veitingahúsum og kostar nánast ekki neitt!!! Góða ferð ;)

Jóhanna K (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 13:46

12 Smámynd: Þjóðarblómið

Jóhanna María: Ég fór einmitt norður um helgina og svipaðist um eftir norðlenska draumaprinsinum mínum. Mig langar að finna hann!! Í minningunni er hann SVO sætur!! Trúi ekki öðru en að hann se ennþá sætur :)

Jóhanna Kristín: Ég vissi þetta með Tótu, en við fáum tvo aukadaga til að heimsækja hana ef við viljum :) Fáum tvo aukadaga, megum nota þá eins og við viljum. Kemur í ljós hvað við gerum :)

Þjóðarblómið, 1.2.2007 kl. 14:49

13 identicon

3 Tíma með lest, þá er hún svoldið fyrir utan Budapest.  En engu að síður mjög falleg borg og gaman að vera þar.  Ég á enn eftir að fara þar að vori en hver veit nema það verði bráðlega.  Ótrúleg ökumenningin þar,  maður þarf sko að vera mjög frekur til að komast eitthvað áfram.  Stærsta "mall" í Evrópu er víst þarna og á neðstu hæð er lestarstöð.

En fallegt af þér að passa fyrir systur þína svona.  Mig gæti vantað barnapíu í vor, væri kannski hægt að plata þig?

Fullkominn maður (eða svona næstum því amk) (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband