8.5.2006 | 14:55
Workin the tan
Maður ætti kannski að láta aðeins heyra í sér!!
Ég vaknaði í morgun kl. 6:15 til að læra en ákvað samt að ég væri soldið klár og lagði mig aftur til 7. Þá las ég allt draslið yfir (er nú samt ekki eins mikið og það hljómar því þetta var bara samantekt á 21 blaðsíðu) og kveikti svo á Friends og lagði mig smá. Ákvað líka að ég þyrfti ekki að fara í sturtu þar sem ég ætlaði í sund... það voru örugglega mestu mistök sem ég hef gert!! Mér leið ýkt illa af því að mer finnst það sjást og finnast langar leiðir ef ég fer ekki í sturtu á morgnana. Þess vegna skil ég ekki fólk sem fer ekki í sturtu á hverjum degi! Ég bara skil ekki hvernig það er hægt! Ég fór svo í prófið og það gekk... Ég held nú alveg að ég hafi náð. Gat allavega svarað öllu - hversu gáfulegt sem það var nú!
Ég kom svo heim og lagði mig í smástund, horfði á Friends og svona á milli þess sem ég svaf talaði ég við Guðrúnu á msn. Þegar ég drullaðist svo fram úr rúminu aftur tók ég mig til og fór í sund. Þar hitti ég Sólveigu og svo síðar Siggu og Guðrúnu Það var voðalega gaman
Við vorum þvílíkt að worka í tan-inu
og erum orðnar ótrúlega brúnar og sætar... allavega ég. Gellan í g-strengnum er orðin reglulegur gestur laugarinnar. Hún er komin í nýtt bikiní - í fyrra var hún í rauðu og núna í ljósbleiku. Hún lítur soldið út eins og kona mafíósa eins og Sólveig segir - alltaf með eldrauðan varalit og þvílíkt máluð, með hárið alveg rosalega greitt, stóra og mikla gullhálsfesti og risaeyrnalokka - og í g-streng! Maður gerir ekki svoleiðis á Íslandi!!
Ég vaknaði með frunsu í morgun! Mér er ekkert smá illt!! en er að reyna að drepa hana með kremunum mínum!! Farðu ljóta frunsa!!!
Er að fara að vinna í þrjá og hálfan tíma á eftir.
En mig vantar ennþá einhvern til að koma með mér á Karlakórstónleikana annað kvöld. Bjarni, ertu geim?? Someone? Anyone?
*I can´t be a way to just kill time until you find someone better!*
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þarf þokkalega að kíkja á þessa gellu í g-strengnum. Í hvaða sundlaug er hún alltaf í? :D
Karlakórstónleikanna, nahhh, þarf að læra undir próf :)
Bjarni (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 15:08
Laugardalslauginni. Þar fer ég yfirleitt.
Þjóðarblómið, 8.5.2006 kl. 15:24
Ég er að læra! En annars var verið að senda póst á HÍ-nema leita eftir fólki sem fær frunsur í prófum til að gera rannsókn á þeim! Tjah ég fæ ekki frunsur heppin ég en gæti kannski bent þeim á þig ;o)
Hlínza (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 17:10
þú . . . . á karlatónleikum? *HLÆ HLÆ HLÆ* :p
ef ég bara væri í höfuðborginni þá væri ég kannski til :p
Guðbjörg Þórunn, 8.5.2006 kl. 18:24
Þóra er mikill aðdáandi Karlakórsins og hefur lengi verið... aðal grúppían maður!
Hlínza (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 19:49
Karlakórinn er mesta snilld í geimi Guðbjörg!! Tónleikarnir eru í Keflavík eða Njarðvík - veit ekki alveg hvaða kirkju.. en mamman mín ætlar með mér.. málunum er reddað :)
Hlín, Er enn verið að senda út þessa frunsupósta?
Þjóðarblómið, 8.5.2006 kl. 20:10
Þetta er ekta einhver svona sígaunakelling frá Rúmeníu, með blingið sitt í sundi... alveg merkilegt!
Guðrún , 8.5.2006 kl. 21:20
Ýkt skondin gella... og þegar hún sólaði á sér bakið... yummie :-/
Þjóðarblómið, 8.5.2006 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.